HVERSU BIBLÍULEG ER FULLYRÐINGIN UM AÐ ÞEIR SOFI SEM ERU DÁNIR ?

Lítum á 3. vers 27. kafla Jobsbókar :Bænahermenn
. . . . meðan lífsönd er í mér og andi Guðs í nösum mínum,


Hér er “andi Guðs” sagður vera hið sama og lífsönd hans, eða andardráttur Guðs.

 

3.-4. vers 146. kafla Sálmanna :


Treystið eigi tignarmennum, mönnum sem enga hjálp geta veitt.  Andi þeirra líður burt, þeir verða aftur að jörðu, á þeim degi verða áform þeirra að engu. 

Í 4. versi 18. kafla Esekiel lesum við :

 

Sjá, mínar eru sálirnar allar, sál föðurins eins og sál sonarins, mínar eru þær. Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja.

Hér segir að syndug sál muni deyja! Erum við ekki öll syndarar? Í Biblíunni eru menn  kallaðir sálir, og þegar maðurinn deyr, þá deyr sálin.

 

Sjá einnig 17. vers 115. Sálms :


Eigi lofa andaðir menn Drottin, né heldur neinn sá, sem hniginn er í dauðaþögn,

Dánir geta ekki lofað Guð! Hvernig skyldi standa á því ? Vegna þess að dánir eru ekki lifandi á nokkurn hátt. Dauðinn er algjör andstæða við lífið. Dauðinn er sem sagt ekkert líf, hvorki í einni mynd eða annarri.

 

Þá getum við litið á 5.-6. vers 6. Sálms :


Snú þú aftur, Drottinn, frelsa sálu mína, hjálpa mér sakir elsku þinnar. Því að enginn minnist þín í dánarheimum, hver skyldi lofa þig hjá Helju?

Í dauðanum minnist enginn Guðs, þar sem dánir eru meðvitundarlausir þar til kemur að upprisunni .

 

5.-6. vers 9. kafla Prédikarans segir :

Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist. Bæði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ber undir sólinni.
Jesú kallar
sjá einnig 10. vers :


Allt, sem hönd þín megnar að gjöra með kröftum þínum, gjör þú það, því að í dánarheimum, þangað sem þú fer, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.

Dánir vita ekki neitt af sér á meðan þeir eru dánir. Hugmyndin um  að sál dauðlegrar manneskju sé ódauðleg, er því augljóslega lítt Biblíuleg, og í andstöðu við fjölmargar yfirlýsingar Drottins.

Í 16. versi fyrra Tímoteusarbréfs lesum við :


Hann einn hefur ódauðleika, hann býr í ljósi, sem enginn fær til komist, hann sem enginn maður leit né litið getur. Honum sé heiður og eilífur máttur. Amen.

Hér er fullyrt algerlega umbúðalaust að það sé enginn ódauðlegur nema Drottinn Guð. Hvernig getur þá nokkur maður fullyrt að sál hans sé ódauðleg? Pétur postuli tekur einnig af allan vafa varðandi Davíð konung, þar sem postulinn minnist á hann í ræðu sinni á hvítasunnudeginum fyrir nærri 2000 árum :


34. vers 2. kafla Postulasögunnar segir :


Ekki steig Davíð upp til himna, en hann segir: Drottinn sagði við minn drottin: Set þig mér til hægri handar,

Hér fullyrðir þjónn Guðs, að Davíð liggi enn í gröfinni. Þegar þarna var komið sögu hafði Davíð legið um 1000 ár í gröfinni, en Jesús Kristur upp stiginn til Föðurins á himninum, enda ódauðlegur. Davíð bíður enn í gröfinni til upprisudagsins, þegar Drottinn mun reisa hann upp ásamt öllum öðrum sem hafa þá meðtekið hjálpræði hans.

 Beðið

11.-14. vers 11. kafla Jóhannesarguðspjalls:


Þetta mælti hann, og sagði síðan við þá: Lasarus, vinur vor, er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann. Þá sögðu lærisveinar hans: Herra, ef hann er sofnaður, batnar honum. En Jesús talaði um dauða hans. Þeir héldu hins vegar, að hann ætti við venjulegan svefn. Þá sagði Jesús þeim berum orðum: Lasarus er dáinn.

Jesús kallaði dauðann svefn, enda er dauðinn svo sannarlega dauðasvefn. Í dauðanum hvílir fólk sem það væri í draumlausum svefni. Hinir dánu eru áhyggjulausir og hvílast, þar til að því kemur að Frelsarinn mikli, Jesús Kristur, sá sem sigraði dauðann, mun kalla allt fólkið sit til lífsins á ný,  alla á sama deginum. Sá dagur er framundan eins og Guð hefur lofað okkur.

Þá spyrja nú vafalaust margir hverir það eru sem þeir hafa talað við á miðilsfundum. Látum Orð Guðs um að svara slíkum spurningum. Það getum við meðal annars lesið um í nítjánda kafla þriðju Mósebókar :

 

Leitið eigi til særingaranda né spásagnaranda, farið eigi til frétta við þá, svo að þér saurgist ekki af þeim. Ég er Drottinn, Guð yðar.

 

Hversvegna er Guð að vara okkur við svo að við saurgumst ekki á miðilsfundum, er eitthvað varhugavert við þá? Hvers vegna skyldum við ekki leita frétta af framliðnum? Jæja, vorum við ekki að sjá það berlega skrifað í Orði Guðs að dánir vita ekki neitt á meðan þeir eru í ástandi dauðans?

Sjáum nú í níunda til fjórtánda versi átjánda kafla fimmtu Mósebókar :


Þegar þú kemur inn í landið, sem Drottinn Guð þinn gefur þér, þá skalt þú ekki taka upp svívirðingar þessara þjóða. Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn, eða sá er fari með galdur eða spár eða fjölkynngi, eða töframaður eða gjörningamaður eða særingamaður eða spásagnamaður eða sá er leiti frétta af framliðnum.

Því að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni andstyggilegur, og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drottinn Guð þinn þá burt undan þér. Þú skalt vera grandvar gagnvart Drottni Guði þínum. Því að þessar þjóðir, er þú rekur nú burt, hlýða á spásagnamenn og galdramenn, en þér hefir Drottinn Guð þinn eigi leyft slíkt.

Sáttmálsörkin
Guð varar okkur við miðilsfundum sem hættulegum, sem er okkur til tjóns. Hvers vegna ættum við þá að saurga okkur með þeim hætti? Það skyldi þó ekki vera að þeir sem heyrast og "birtast að handan" á þessum svokölluðu miðilsfundum séu einhverjir allt aðrir en þeir þykjast vera. Þeir eru sennilega svo hættulegir, að við vildum örugglega ekki hætta okkur nærri þeim ef við hefðum hugmynd um hverjir þeir eru.

Sjáum orð Páls postula um það í 13.-14. versi síðara Korintubréfs :

 

Því að slíkir menn eru falspostular, svikulir verkamenn, er taka á sig mynd postula Krists.  Og ekki er það undur, því að Satan sjálfur tekur á sig ljósengilsmynd.

Satan og englar hans taka á sig mynd hinna látnu og koma svo fram sem þeir væru hinir látnu á ferð. Alger og fullkomin blekking, til þess eins að leiða þá trúuðu á lævísan hátt frá hlýðni við Orð Guðs sem og að hafa af þeim eilífa lífið þar með!

Lítum síðan á yfirlýsingar Drottins um hvað verður eftir dauðan. Þá erum við að ræða tímann löngu eftir að við höfum jarðsett ástvini okkar til hinnar hinstu hvíldar. Hvað mun gerast þegar Jesús Kristur kemur aftur á efsta degi til að sækja fólkið sitt. Það getum við lesið í fimmtánda kafla fyrra Korintubréfs :

 

Sjá, ég segi yður leyndardóm: Vér munum ekki allJesús séður í Hubble sjónaukanum ?ir sofna, en allir munum vér umbreytast í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður. Því lúðurinn mun gjalla og þá munu hinir dauðu upp rísa óforgengilegir, og vér munum umbreytast. Þetta forgengilega á að íklæðast óforgengileikanum og þetta dauðlega að íklæðast ódauðleikanum. En þegar hið forgengilega íklæðist óforgengileikanum og hið dauðlega ódauðleikanum, þá mun rætast orð það, sem ritað er: Dauðinn er uppsvelgdur í sigur.


Við munum fá ódauðleikann að gjöf við endurkomu Jesú Krists til jarðar. Sá atburður er kannski ekki svo ýkja langt undan, ef dæma má af spádómum þeim sem Guð hefur opinberað okkur í Orði sínu. - Lærisveinar Hans gerðu því skóna, að Kristur kæmi aftur fljótlega eftir upprisu Hans fyrir nærri 2000 árum. Það er ástæðan fyrir áhyggjum þeirra af hinum dánu og hvað yrði um þá, þar sem Kristur var enn ekki kominn aftur. Páll postuli svarar þeim þessu í fjórða kafla Þessalónikubréfsins :

 

Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von. Því að ef vér trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru.

Englahersveit

Því að það segjum vér yður, og það er orð Drottins, að vér, sem verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu. Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa.

Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. Uppörvið því hver annan með þessum orðum.Jesús á ný

Ástvinir okkar látnu sofa, en munu vakna til lífsins þegar Drottinn Guð Sonurinn kemur aftur til að sækja okkur. Þetta er í samræmi við Postullegu trúarjátninguna sem við forum með í hverri Guðsþjónustu og segir að Kristur hafi stigið upp til föðurins og komi þaðan aftur til að dæma lifendur og dauða. Síðan segir þar „Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins
 [
þ.e. dauðra] og eilíft líf.“

Það er íhugunar vert, hvers vegna Jesús Kristur hafi ástæðu til þess að koma á nýjan leik til að sækja fólkið sitt sem er dáið, hafi það strax við andlátið farið í Guðsríkið. Víða er pottur brotinn í kristnifræðslunni á okkar tímum. Menn hafa alist upp við alls kyns mannasetningar og trúarkenningar, sem  standast engan veginn skoðun, þegar þær eru bornar saman við Orð Guðs - Biblíuna. Minnumst orða Frelsarans sem eftir Honum eru höfð í fimmta kafla Jóhannesarguðspjalls :

 

Þér rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær, sem vitna um mig, en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið.

Viljum við ekki hafa það sem sannara reynist, sér í lagi  þar sem Guð varar okkur í Orði sínu við hættulegum óvini, sem gerir hvað hann getur til að blekkja okkur og leiða burt frá Orði Guðs? Er okkur ekki eilífa lífið dýrmætara en svo, að láta reka á reiðanum um eilíf örlög okkar?

Drottinn býður okkur að þiggja af sér eilíft líf, þannig að dauðinn þarf ekki að tákna endalok tilveru okkar. En til þess að öðlast hið eilífa líf, verðum við að taka á móti Drottni inn í líf okkar. Eilífa lífið er nefnilega háð því, að við gefumst Honum. Það er hægt að treysta því sem Jesús sagði við Mörtu þegar bróðir hennar var dáinn og hafði verið í gröfinni í fjóra daga eins og lesa má eftir Honum haft í ellefta kafla Jóhannesarguðspjalls :


Jesús segir við hana: Bróðir þinn mun upp rísa. Marta segir: Ég veit, að hann rís upp í upprisunni á efsta degi. Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.
Bouguereau Meyjan ásamt englum
Lítum ennfremur á fimmta kafla Jóhannesarbréfs :

Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki hefur Guðs son á ekki lífið. Þetta hef ég skrifað yður, sem trúið á nafn Guðs sonar, til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft líf.

Minnumst einnig fangavarðarins í hinni grísku Filippíuborg  þegar hann varð þess var að fangarnir hans væru að bera út fagnaðarerindið um hið eilífa líf. Það lesum við í sextánda kafla Postulasögunnar :

 

Herrar mínir, hvað á ég að gjöra til að verða hólpinn? En þeir sögðu: Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.

Á þessari sömu næturstund tók hann þá með sér og laugaði meiðsli þeirra eftir höggin, og var hann þegar skírður og allt hans fólk. Síðan fór hann með þá upp í hús sitt, bar þeim mat, og var hann og allt heimafólk hans fagnandi yfir því að hafa tekið trú á Guð.

Þetta sama er okkur öllum boðið að gera. Það getur vitanlega kostað okkur að sofa svefni hinna réttlátu í jörðu niðri í kistunni, sem og að fylgja Boðorðum Hans fram að dánarstundinni og halda okkur á hinni grýttu leið syndleysis. Sá kostnaður skiptir litilu máli og er lítið gjald okkar fyrir það að Drottinn Guð Sonurinn mun koma aftur innan tíðar og gefa okkur eilíft líf.

María með Jesú

 

Guði sé lof fyrir hinn mikla Frelsara Jesú Krist !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Prédikari.

Já,segi ég það er svo margt sem okkur ber að varast í okkar veraldlega heimi.

Að fara í einu og öllu eftir Ritningunni er okkur farsælast.Ég trúi á Jesu Krist son Guðs sem kom til að frelsa okkur undan syndinni,og tók á sig syndir okkar,  fyrir okkur svo að við mættum verða frjáls.

Mér finnst þessi skrif þín höfða til mín.

Þakka þér .

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 03:07

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þakka ykkur báðum fyrir innlitið og skrifin.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.8.2008 kl. 03:38

3 Smámynd: Mofi

Mjög góð samantekt á þessu máli Predikari.  Set þetta í listann minn yfir greinar sem útskýra þetta mikilvæga efni; takk fyrir mig!

Mofi, 25.8.2008 kl. 12:54

4 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Það eru tvær eins færslur hjá þér, ég setti mína athugasemd við þá efri en sé að fólk notar þessa neðri og það eru víst 4 dagar síðan þetta fór í gegn. Jæja líklega vill einhver að ég hafi mig hæga og hætti þessu nöldri bara, en gefst ekki upp fyrst þetta er komið á blað og kopera skrifin hingað.

Biblíusögurnar í barnaskóla kenndu okkur að við færum beint til himnaríkis strax eftir dauðann og lifðum þar í Paradís og svei mér þá ég man þetta rétt því ég fékk alltaf 10 :) En úti í frá var talað um líf eftir dauðann, betri tilvist en ekki í himnaríki og hinir látnu myndu taka á móti okkur þegar okkar tími kæmi. Í rauninni hallaðist maður frekar að því síðara þó efinn væri stór, biblíusögurnar voru eins og fallegt ævintýri. En seinna þá umgekkst ég Aðventista mikið og lét þá í friði með sína trú í mestu friðsemd, en það var eitt sem særði mig og mér fannst agalegt ranglæti. Það var að hinir látnu svæfu fram  að upprisu. Mér fannst leiðinlegt að rýra mína smá trú að mínir látnu ástvinir væru ef til vill á góðum stað og lifðu góðu lífi og eins var það mikið ranglæti hversu mislangan tíma fólk þurfti að bíða eftir upprisu :)  svo þetta gerði mig andvíga Aðventistum. Aðeins seinna fór ég á miðilsfund í þeim tilgangi að þrautreyna hvort ég gæti náð sambandi við ákveðna aðila, miðillinn var búinn að tala í 2 mín þegar ég setti upp Pókerandlit og vildi ganga út, ég skynjaði strax að þetta var tóm vitleysa, fékk að heyra það í endinn að ég væri of lokuð, hinir látnu kæmust ekki að mér. Ég gerði aðra tilraun með öðrum miðli, sama sagan, miðlar eru ekki trúverðugir í mínum huga, þetta eru bara menn eins og við sem hafa tekið sér svona starf fyrir hendur, eins og sumir spá í bolla og ég sjálf leik mér að Tarot spilum, en ekkert til að trúa á. Því skil ég ekki afskipti Biblíunnar af slíkum kjánagangi  eins og sést á þessum orðum:

Guð varar okkur við miðilsfundum sem hættulegum, sem er okkur til tjóns. Hvers vegna ættum við þá að saurga okkur með þeim hætti? Það skyldi þó ekki vera að þeir sem heyrast og "birtast að handan" á þessum svokölluðu miðilsfundum séu einhverjir allt aðrir en þeir þykjast vera. Þeir eru sennilega svo hættulegir, að við vildum örugglega ekki hætta okkur nærri þeim ef við hefðum hugmynd um hverjir þeir eru.

Sjáum orð Páls postula um það í 13.-14. versi síðara Korintubréfs : Það er hægt að sjá í færslunni.

 

Ég nánast trúi engu, ég er svo raunsæ og skoða allt niður í kjölinn, auðvitað eru mismunadi trúarbrögð líka villandi fyrir manninn, eins og þú segir vitur maður trúir engu sem hann getur ekki fært sönnun á. Og ég veit að það er ekki hægt að færa sönnun á neitt varðandi trú, Guð, upprisu, líf, tilvist Guðs, tilvist Satans, tilvist sálar, þannig að fólk annað hvort hefur það í sér að trúa, jafnvel bókstaflega, eða það hefur það ekki.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 29.8.2008 kl. 22:34

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Mofi : Þakka þér sömuleiðis kæri bloggvinur. Mér er einungis heiður sýndur af því að þú munir nota samantekt mína í lista þinn "yfir greinar sem útskýra þetta mikilvæga efni".

Tara Óla/Gudm : Hugsaðu út í það að það er ekki víst að svefn í einhverjar þúsundir ára séu í raun lengi að líða fyrir þá sem sofa í gröfum sínum. Minnstu þess eins og segir meðal annars í Sálmunum sem og í Predikaranum að þeir sem sofa vita ekki neitt, hafa enga starfsemi og svo framvegis. 3.000 ár eru kannski ekki nema eins og sekúndubrot að líða fyrir þeim þar með. Taktu til dæmis eigin svefn sem viðmið. Þú leggst á koddann þinn að kveldi og vaknar að morgni án þess að finnast að þú hafir upplifað 8-10 klukkustundir í svefni. Þú minnist að mesta lagi einhvera sekúndnatuga eða nokkurra mínútna vegna draumfara. Samkvæmt ritningunni þá eru ekki einu sinni draumfarir í spilinu þar sem menn sofa dauðasvefninum.

Megi Guð geyma ykkur öll og blessa,  hafið hjartans þökk fyrir innmlitið og  skrifin.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.8.2008 kl. 19:14

6 Smámynd: Birgirsm

Takk fyrir mjög svo góða færslu.

Birgirsm, 31.8.2008 kl. 19:50

7 identicon

Komdu sæll!

Þegar fjallað er um sálir og veröld hinna dánu þá talar Jesús um þennan heim og segir okkur söguna (dæmisöguna) um ríka manninn og Lazarus. Hvorugur þeirra svaf í þeirri frásögu.

Saddúkear komu til Jesú og spurðu um konuna sem eignaðist alla bræðurna 7. Jesús segir í lok þeirrar sögu : "En um upprisu dauðra hafið þér ekki lesið það sem Guð segir við yður:Ég er Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs. Ekki er hann Guð dauðra heldur lifenda" Matt.22:31- 32. Jesús sýnir glöggt fram á að þessir 3 eru þegar lifandi þar sem þeir eru eignaraðilar Guðs.

Þessa hugsun kemur Páll postuli einnig með þegar hann lýsir í Efesusarbréfinu að Sá sem steig niður er og sá sem upp sté.. Og hann hertók fanga og gaf mönnum gjafir.. þessi lýsing er ævinlega tengd við þá sem voru undir valdi dauðans en leystir í andanum til himins. Sálir þessara aðila eru því enn á himnum en ekki sofandi í dufti jarðar. Pétur minnist á þetta mál þegar Jesús var á laugardeginum í ríki dauðans að prédika yfir öndunum sem syndgað höfðu áður á dögum Nóa og voru í varðhaldi. Að prédika yfir öndum í varðhaldi er ekki tilvísun til ómynnisástands eða sinnuleysis. Sálirnar hafa vissulega skynjun án líkamans og vaka þó svo að líkaminn sofi og rotni. Svefninn er þannig myndlíking og ber að skoðast sem þannig.

kær kveðja

Snorri í Betel

snorri@nett.is (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 08:31

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælt veri fólkið.

Hvort förum við heim til himnesku Jerúsalem strax eftir veru okkar hér eða sofum sálarsvefninum langa og mikla er stóra spurningin. 

"Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðsengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma." 1. Þess. 4: 16.-17. Þarna er spurning hvort um er að ræða líkamsleifar þeirra sem dánir eru eða bæði líkami og sál?

"En Enok gekk með Guði og hvarf, af því að Guð nam hann burt." 1. Mós. 5: 24.

" 'Ég er Guð Abrahams, Guðs Ísaks og Guð Jakobs.' Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda."Matt. 22: 32.-33.

Þegar Jesús var krossfestur voru tveir aðrir krossfestir á sama tíma: Annar hæddi Jesú en hinn ekki. Hann sagði: "Jesús minnst þú mín, þegar þú kemur í ríki þitt!" Og Jesús sagði við hann: "Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís." Lúkas 23: 42.-43.

"Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes, bróður hans og fer með þá upp á hátt fjall, að þeir væru einir saman. Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra, ásjóna hans skein sem sól, og klæði hans urðu björt eins og ljós. Og Móse og Elía birtust þeim og voru þeir á tali við hann. Pétur tók til máls og sagði við Jesú: "Herra, gott er, að vér eru hér. Ef þú vilt, skal ég gjöra hér þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina." Meðan hann var enn að tala, skyggði yfir þá bjart ský, og rödd úr skýinu sagði: "Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á . Hlýðið á hann.!" Matt. 17: 1.-5.

Ríkur og snauður.

Einu sinni var maður nokkur ríkur, er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði.   

En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus.  Feginn vildi hann seðja sig á því, er féll af borði ríka mannsins, og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans.

En nú gjörðist það, að fátæki maðurinn dó, og báru hann englar í faðm Abrahams. Ríki maðurinn dó líka og var grafinn.

Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann upp augu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans.

Þá kallaði hann: ,Faðir Abraham, miskunna þú mér, og send Lasarus, að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína, því ég kvelst í þessum loga.`

Abraham sagði: ,Minnstu þess, barn, að þú hlaust þín gæði, meðan þú lifðir, og Lasarus böl á sama hátt. Nú er hann hér huggaður, en þú kvelst.

Auk alls þessa er mikið djúp staðfest milli vor og yðar, svo að þeir, er héðan vildu fara yfir til yðar, geti það ekki, og eigi verði heldur komist þaðan yfir til vor.`

En hann sagði: ,Þá bið ég þig, faðir, að þú sendir hann í hús föður míns,

en ég á fimm bræður, til þess að vara þá við, svo þeir komi ekki líka í þennan kvalastað.`

En Abraham segir: ,Þeir hafa Móse og spámennina, hlýði þeir þeim.`

Hinn svaraði: ,Nei, faðir Abraham, en ef einhver kæmi til þeirra frá hinum dauðu, mundu þeir gjöra iðrun.`

En Abraham sagði við hann: ,Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, láta þeir ekki heldur sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauðum.`Lúkas 16: 19.-31.

"Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.Jóh. 3: 16.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.9.2008 kl. 05:49

9 Smámynd: Mofi

Rósa
Þarna er spurning hvort um er að ræða líkamsleifar þeirra sem dánir eru eða bæði líkami og sál?

Þegar við lesum um sköpun mannsins þá sjáum við að líkami plús lífs andi Guðs er það sem gerir okkur að lifandi sálum.  Það er ekki til einhver anda útgáfa af okkur sem getur verið til utan líkamans, það er heiðið Hollywood dæmi sem er ekki að finna í Biblíunni.

Rósa
"En Enok gekk með Guði og hvarf, af því að Guð nam hann burt." 1. Mós. 5: 24

Ef Enok hefði farið beint til Guðs þegar hann dó þá var engin ástæða fyrir Guð að taka hann svona.  Hið sama gildir um t.d. Elía sem Guð tók sérstaklega.

Ímyndaðu þér Lazarus, kominn til himna að skoða nýju heimkynni sín þegar Jesú kallar hann aftur í gröfina, vafinn líkklæðum, ekki beint fallega gert. Ekkert síðan minnst á að Lazarus hafði sagt eitthvað frá þessari reynslu sinni; er það kannski vegna þess að Salómon sagði satt þegar hann sagði að hinir dánu vita ekki neitt?

Rósa
" 'Ég er Guð Abrahams, Guðs Ísaks og Guð Jakobs.' Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda."Matt. 22: 32.-33.

Það er af því að þeir sem sofa í gröfum sínum eru ekki endanlega dánir heldur verða reistir upp til lífs við endurkomuna.  Þeir sem deyja að eilífu hætta að verða til og Guð verður ekki þeirra Guð.

Rósa
Þegar Jesús var krossfestur voru tveir aðrir krossfestir á sama tíma: Annar hæddi Jesú en hinn ekki. Hann sagði: "Jesús minnst þú mín, þegar þú kemur í ríki þitt!" Og Jesús sagði við hann: "Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís." Lúkas 23: 42.-43.

Það er ekki hægt að láta Jesú segja þetta því að þegar Hann rís upp frá dauðum þá segir Hann sérstaklega að Hann er ekki farinn til himna. Við verðum að lesa þetta svona " Í dag segi ég þér, þú skalt verða með mér í paradís".  Ein þýðingin gerir Jesú að lygara en önnur ekki svo það ætti að vera auðvelt fyrir kristna manneskju að velja hvor þýðingin er réttari.

Rósa
Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra, ásjóna hans skein sem sól, og klæði hans urðu björt eins og ljós. Og Móse og Elía birtust þeim og voru þeir á tali við hann.

Er ekki merkilegt að Elía sem birtist þarna dó aldrei? Við höfum síðan góðar ástæður til að ætla að Móse hafi verið reistur upp frá dauðum. Gyðinga hefðin segir það og sömuleiðis eru vers í Biblíunni sem gefa það til kynna.

Rósa
En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus.
  Feginn vildi hann seðja sig á því, er féll af borði ríka mannsins, og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans.

Ég skrifaði heila grein um þessa dæmisögu, sjá: Dæmi sagan af Lazarusi og ríka manninum - styður hún eilífar þjáningar syndara?

Rósa
En Abraham sagði við hann: ,Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, láta þeir ekki heldur sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauðum.`
Lúkas 16: 19.-31

Ef við hlustum á Móse og spámennina þá er greinilegt að þeir endurtaka þetta aftur og aftur, hinir dánu sofa og vita ekki neitt.

Rósa
"Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.Jóh. 3: 16

Taktu eftir andstæðunni, eilíft líf eða ekki eilíft líf.  Þú finnur hvergi í Biblíunni setningu eins og þessa hérna: "Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf Son Sinn eingeetinn til þess að hver sem á Hann trúir þjáist ekki að eilíft heldur hafi eilíft líf... ekki í þjáningum auðvitað".

Mofi, 4.9.2008 kl. 09:59

10 Smámynd: Thelma

Góð grein.

þakka góð orð í minn garð(tanngarð) ;Þ

kv

Thelma 

Thelma, 22.9.2008 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband