Hvaða lög brutu menn þarna sem réttlættu rúðubrot lögreglu á einkaeign og handtöku ?

Hvaða lög voru menn að brjóta þarna ? Var mikil röskun á umferð þó hún færi hægar en vant er ? Hvers vegna veitist ekki lögreglan að öllum slíkum sem eru að dóla sér í vegi fyrir annarri umferð út um allt á hverjum degi ? Venjulega þegar lögregla handtekur við svona aðstæður þá kallast það að menn veitist að lögreglu er nú bara að menn færist undan aðgangi lögreglumanna sem oft eru að fara lengra en þörf krefur við að sýna vald sitt.
mbl.is Mótmælendur Saving Iceland loka Snorrabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

 Þú settir einhverja mynd á bloggið hjá mér sem er í My Pictures möppunni hjá þér, svo aðrir en þú sjá hana ekki. Væriru til í að setja hana á netið?

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 20:26

2 Smámynd: Finnur Ólafsson Thorlacius

hvaða lög.... segðu okkur það, þú ert lögfræðingurinn.....!!

Finnur Ólafsson Thorlacius, 14.7.2007 kl. 20:49

3 identicon

Síðast þegar ég gáði þá á hópur af trúðum lítið erindi út á götu til að loka fyrir umferð almennings.

Þetta getur t.d. raskað öryggi borgara, hvað ef sjúkrabíll þyrfti að komast í gegnum svona þvögu? Þeim væri eflaust skítsama.

Þó svo ég sé ekki hrifinn af lögregluofbeldi né beitingu hennar á valdi sínu, þá er ég minna hrifinn af einhverjum geðbiluðum uppreisnarseggjum í vígahug.

Bjkemur (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 21:21

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Í fyrsta skipti sem alþjóðleg mótmæli voru á Íslandi fór lögreglan offari og beitti þónokkru tilefnislausu ofbeldi. Farið var fram á opinbera rannsókn á þeirra störfum en því hafnað. Þá var þeim í raun og veru gefinn það vald að gera nákvæmlega það sem þeim sýnist. Enda var ofbeldið gagnvart mótmælendum mun grófara í fyrra. Mér sýnist þetta muni verða síðan enn grófara núna. Ég þekki mjög vel manninn sem lögreglan er að beita ofbeldi á þessari moggamynd og er hann ein friðsamlegasta mannvera sem ég hef kynnst. Vakti furðu mína að sjá hann í þessari stöðu. Oft er bara nóg að segja eitthvað við þá eða neita að færa sig og þá er eins og þeir missi sig alveg.

Þá finnst mér svona athugasemdir um að fólk sé geðbilað í vígahug alveg einstaklega ósmekkleg ummæli. Ég veit að þau hefðu aldrei hindrað sjúkrabíla í að komast í gegn. Fordómar er ljótur löstur og hvet ég fólk til að kynna sér þau voðaverk sem fyrirtækin standa fyrir sem verið er að mótmæla.

Birgitta Jónsdóttir, 14.7.2007 kl. 21:27

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég held að stór partur af þessari lögreglu séu upp til hópa hálfstálpaðir stráklingar með mikilmennskubrjálæði og bera enga virðingu fyrir almenning, hvernig getur lögreglan ætlast til þess að henni sé sýnd virðing þegar hún er með svona hroka og valdníðslu ? það er bara ekki hægt.

Sævar Einarsson, 14.7.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband