17.7.2007 | 11:01
R-listinn hefur mikið á samviskunni !
Úr skýrslu Sjóvár-Almennra segir "
Tjónamestu gatnamótin
Enn einu sinni eru gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar efst á lista yfir tjónamestu
gatnamótin."
Eitt fyrsta verk R-listans fyrir einhverjum 13 árum var að taka af dagskrá mislæg gatnamót á nákvæmlega á þessum stað. Þau væru ekki mannvæn eða eitthvað í þá veruna sögðu menn í R-listanum.
Blóði drifin ákvörðun eins og skýrslan sannar.
Það var nefnilega búið að samþykkja fjármuni frá Alþingi í framkvæmdina þegar R-listinn tók við.
![]() |
Yfir 1.200 manns slösuðust í umferðaróhöppum í Reykjavík í fyrra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrir 13 árum síðan? Af hverju er þessi gífurlega aukning þá að gerast fyrst núna? Ætli það sé af því fjöldi bíla á götunni er að aukast? Eða af því umferðarhraðinn og frekjan í umferðinni er að aukast? Eða kannski af því öryggi bíla er að batna og því færri sem látast í svona slysum? Nei, það hlýtur að vera útaf R-listanum...
Persónulega vil ég mislæg gatnamót þarna, en að kenna borgarstjórn um þetta út af ákvörðun sem þeir tóku fyrir 13 árum finnst mér ansi kjánalegt.
Dídí (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 12:00
Halló Dídí, lestu betur !
Þetta umferðarvandamál er ekkert nýskeð. Búið að vera stórkostlegt vandamál til áratuga.Vegna þessara vandamála ætluðu borgaryfirvöld að reisa mislæg gatnamót fyrir einhverjum 15 árum. R-listinn ákvað þegar hann tók við valdataumunum að setja kíkinn á blinda augað og slá af þessa mikilvægu framkvæmd.
Blóðug ákvörðun eins og fyrr segir - algerlega óafsakanlegt.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.7.2007 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.