Hvernig væri að lögreglan sinnti því líka að hnippa í fólkið sem hangir á allt of hægum hraða á vinstri akrein og skapar stórhættu. Síðast þegar ég leit í umferðarlög, þá er enn lögbrot að tefja umferð.

Ég hvet til þess að lögreglan hugi að fleiru en hraðakstri. Hann er mis alvarlegur eftir því hvar hann er stundaður. Of hægur akstur , fullyrði ég, er að meðaltali hættulegri en of hraður akstur.Svo er einnig lögbrot að
  1. hjóla yfir gangbraut, það á að teyma hjólið yfir götuna
  2. hjóla/ganga  yfir á rauðu ljósi
  3. hanga vinstra megin á götum með tveimur akreinum í sömu akstursstefnu bara vegna þess að eftir 5 kílómetra ætlar viðkomandi að beygja til vinstri
  4. o.s.frv, o.s,frv., o.s.frv.
Bara minna lögreglumennina á að þeir eiga líka að huga að þessum lögbrotum einnig. Ekki tapa sér í Serpico eftirför og hraðamælingum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband