SKAMMIST YKKAR !! SETJIÐ FYRIRTÆKIÐ Á MARKAÐ !!

Ég held að þessir menn sem eru að valsa með fé skattgreiðanda ættu að skammast sín. Komið er í ljós hvers vegna Vilhjálmur borgarstjóri lagðist með fullum þunga gegn samþykktri ályktun á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem lagði til að ríki og sveitarfélög losaði sig út úr eignaraðild að orkufyrirtækjum. Hann var með þessi ósköp í pípunum að því er virðist nú.

Úr því sem komið er væri réttast að setja þetta fyrirtæki á almennan markað og gefa öllum kost, sem þess óska, að taka þátt í útrásinni og eignast formlega hlut þessu fyrirtæki. Ekki bara þann hlut sem við "eigum" í gegn um  opinbert eignarhald. Þegar alt kemur til alls höfum við almenningur ekkert að segja um þessi fyrirtæki í opinberri eigu. Afli þau tekna, er sá hagnaður notaður í óráðsíu og atkvæðakaup misviturra stjórnmálamanna, eða ofurlaun þeim til handa og kaupréttur á hlutabréfum á genginu "margfalt of lágt". Tapi þau þá er sá aur sóttur í hálftóma vasa okkar.


mbl.is Samþykkt að endurskoða sölu á hlutabréfum í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Reykjavíkurborg hefur sótt fé til OR.  OR hefur ekki sótt fé til Reykjavíkurborgar.

Þetta fyrirtæki er auðvitað varla komið af stað og áætlanir þær að það verði sett á markað þegar það er búið að sanna sig og öruggt að það hreinlega detti ekki upp fyrir.  Miðað er við að það gerist eftir ca. 2-3 ár. 

Þótt virði þessara hlutabréfa hafi hækkað í þessum viðskiptum undanfarna daga gæti það hæglega verið orðið að engu áður en þetta fólk fær að selja eftir 2 ár.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 7.10.2007 kl. 02:10

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Orkuveitan hefur sótt það fé sem hana vantar hverju sinni í gæluverk stjórnaformanns síns í vasa neytenda í of háum orkugjöldum en þörf krefði ef ekki væri verið að sinna gæluverkefnum og atkvæðaveiðum eftir atvikum.  Þá hafa borgarfulltrúar (borgarsjóður) sótt fé á sama hátt til skattgreiðenda í gegn um hækkaða gjaldskrá umfram þörf vegna þess sem viðkemur rekstri orkuveitunnar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.10.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband