28.11.2008 | 09:05
ER ÞETTA EKKI RAUNVERULEGA MESTI ÞJÓFNAÐUR ÍSLANDSSÖGUNNAR ? ? ? HAFA ALDREI JAFN FÁIR STOLIÐ JAFN MIKLU FRÁ EINS MÖRGUM ?? ?
Ég held að Sigurður G. Guðjónsson hrl. ætti að safna eigendum Giftar að baki sér og sækja þessa menn til saka sem fóru svona að ráði sínu umboðslausir með eigur alls þessa mikla fjölda manna.
Þá er nú þetta ekki allt og lítið svo á heimasíðu tengd Gift/Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar og öll fögru fyrirheitin sem Fenrisúlfurinn í dulargefi Þórólfs Gíslasonar gleypti. Sá hlýtur að sleikja út um þessa dagana. Skyldu þessir óprúttnu stigamenn sofa vært á nóttunni ? Ég held að eigendur Samvinnutrygginga/Giftar ættu að safnast fyrir utan heimili þessara manna og mótmæla sjálftökumönnunum. Menn hafa verið settir í fangelsi fyrir mun minna
Gift tapaði 11 milljörðum frá áramótum
Fjárfestingafélagið Gift, sem varð til við slit eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga gt fyrir um það bil ári, hefur tapað ellefu milljörðum króna frá áramótum.
Einkum á fjárfestingum í Kaupþingi og Exista. Þegar eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga var slitið í fyrra hétu stjórnendur Giftar umþaðbil 50 þúsund tryggingatökum að þeir fengju innan tíðar eignarhlut sinn í tryggingafélaginu endurgreiddan, og var þá talað um að meðal endurgreiðsla yrði um hundrað þúsund krónur á mann.Ekki hefur verið staðið við það og ljóst virðist vera af fyrrgreindum afkomutölum að hlutur tryggingatakanna hefur rýrnað verulega eftir að fyrirheit um endurgreiðslu var gefið.-
Velkomin á heimasíðu
Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga
Í júní 2007 ákvað Fulltrúaráðsfundur Eignarhaldsfélagsins Samvinnutryggingar formbreytingu á félaginu. Með breytingunni tekur nýtt hlutafélag sem hefur hlotið nafnið Gift Fjárfestingafélag ehf við öllum eignum og skuldum félagsins. Þessari vefsíðu er ætlað að koma á framfæri mikilvægum upplýsingum um breytinguna sjálfa og áhrifin sem hún hefur á eignarhald.
- Mikilvægustu breytingarnar eru meðal annars:
- Hlutafé hins nýja félags verður skipt á milli réttindaeigenda í Eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga, en þeir eru fyrrum tryggingartakar Samvinnutrygginga gt og Samvinnusjóðurinn samkvæmt ákvæðum í samþykktum félagsins.
- Hluthafar verða á fimmta tug þúsunda og eigið fé félagsins losar rúma 30 milljarða króna.
- Eignarhlutirnir í hinu nýja félagi verða afhentir fyrrum tryggingartökum fljótlega eftir næstu áramót, áramótin 2007/2008
- Stærstu eignir félagsins eru hlutafé í Exista hf., íslenskum fjármálastofnunum og óbeinn eignarhlutur í tæpum þriðjungs hlut í Icelandair Group hf í gegnum Langflug ehf.
- Verkefni skilanefndarinnar er að skipta hlutunum í Gift fjárfestingarfélagi ehf. á milli þessara aðila sem áður áttu skilyrtan eignarétt í félaginu.
- Við skiptalok Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga sem áætlað er að ljúki á fyrri hluta árs 2008, munu á fimmta tug þúsunda fyrrum viðskiptamanna Samvinnutrygginga g.t. verða orðnir hluthafar í Gift fjárfestingarfélagi ehf.
Þeir sem vilja afla sér frekari upplýsinga um málið er bent á að lesa fréttatilkynninguna í heild sinni hér á vefsíðunni eða hafa samband við Benedikt Sigurðsson framkvæmdastjóra gegnum netfangið benedikt@str.is eðaí síma 533 4700
Verðmæti Giftar hefur rýrnað mikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hart tekist á í stjórn Giftar á meðan verðmæti brunnu upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:42 | Facebook
Athugasemdir
Þetta mál sýnir svo ekki verði um villst að það er mikil þörf á að setja lög um hópmálsóknir!
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 09:23
Þetta mál sýnir svo ekki verði um villst að það er mikil þörf á því á byrja að brýna heykvíslarnar!
Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2008 kl. 11:46
Sælir verið þið.
Predikarinn átti sem betur fer ekki rétt á peningum úr Samvinnutryggingum, en finnur sárt til með þeim sem þar misstu eign sína.
Þegar skyrdós er hnuplað í Nóatúni er kallað á löggæslumenn sem taka skýrslu og menn sendir í steininn á endanum í einstaka tilfellum.
Hvað skyldi verða gert við þessa menn sem "stálu" þessum tugum milljarða króna ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.11.2008 kl. 16:46
Mér er það undrunar efni að ekki hafi verið gert upp við fyrrverandi viðskiptamenn Samvinnutrygginga G.T. eins og reglur félagsins kveða á um. Það ætti að vera búð að gera þetta upp fyrir löngu. Og er það ærið tilefni til rannsóknar.
Hér er að vísu ekki við Framsóknarflokkinn að sakast sem stofnun, en kemur þeim flokki kannski verst, vegna þess að í fulltrúaráðinu er áhrifafólk flokksins svo sem Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins, Haukur Halldórsson bankaráðsmaður í Nýja Landsbankanum, gamlir kaupfélagsstjórar og ráðuneytismenn og fleiri og fleiri. Framsóknarmenn hafa oftast ráðið för í Samvinnuhreyfingunni. Þetta er í raun sneypulegur endir á góðu starfi hennar.
Ég hef tryggt hjá Samvinnutryggingum og síðar VÍS frá því að ég var 19 ára eða í 44 ár.
Ég átti þarna einhverja upphæð sem skiptir máli. Mér hefði þótt það ákveðin viðurkenning að fá þennan hlut og að hafa tekið þátt í þessu merka Samvinnustarfi því ég er samvinnumaður að eðlisfari. Nú virðist það frá mér tekið. Og ég er mjög óánægður með það. Þetta voru 30 milljarðar.
Ég tók eftir því að Benedikt Sigurðsson, stjórnarmaður í Gift og framkvæmdarstjóri á einhverjum tíma þess, var framsögumaður á stórafundinum í Háskólabíói.
Ég átta mig ekki alveg á því. Mér fannst það svolítið skoplegt að sjá hann þarna í pontu.
Hann minntist ekkert á þessi mál þar.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 17:32
það vantaði ekki að Benedikt kvað fast að ...enda að norðan..en það þarf að vera meira á bakvið orðaflauminn en kjarnyrt norðlenskan...
Agný, 8.12.2008 kl. 11:39
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Guð gefi þér og þínum
Gleðileg Jól og farsælt komandi ár
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.