Færsluflokkur: Evrópumál
27.2.2014 | 05:40
HIN SANNA ÁSJÓNA EVRÓPUSAMBANDSINS The Real Face of The European Union
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 05:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2014 | 02:41
Ráðherraráð ESB: Aðildarviðræður ganga vel en Ísland þarf að samþykkja allan lagabálk ESB
Hérna set ég inn frétt Þorfinns Ómarssonar um fund ráðherraráðs Evrópusambandsins 12. desember 2012 og var birt á pressunni.is og er þetta vefslóðin :
http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/12/12/radherrarad-esb-adildarvidraedur-ganga-vel-en-island-tharf-ad-samthykkja-allan-lagabalk-esb/
Hér kemur pistillinn :
Ráðherraráð Evrópusambandsins ítrekar að Ísland verði að samþykkja og innleiða allan lagabálk Evrópusambandsins við mögulega inngöngu í sambandið. Þá telur ráðið íslenskum stjórnvöldum hafa tekist vel við stjórn efnahagsmála og að aðildarviðræður Íslands og ESB gangi almennt vel.
Utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna funda hér í Brussel þessa dagana, en þeir fara með stækkunarmál af hálfu ráðherraráðsins, sem er sameiginlegur vettvangur ríkisstjórna aðildarríkjanna 27. Í kafla um stöðu aðildarviðræðna við Ísland fagna ráðherrarnir góðum árangri í aðildarviðræðum undanfarið ár og vekja athygli á að viðræðurnar endurspegli hina sérstöku stöðu Íslands innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen.
Ráðið vekur athygli á að viðræðurnar eru nú að færast á úrslitastig. Auk þess fjölgar sameiginlegum hagsmunum ESB og Íslands, s.s. á sviði endurnýtanlegra orkugjafa, loftlagsbreytinga og mikilvægi ESB á Norðurslóðum,
segir í ályktun þeirra. Ráðherrarnir telja aðild Íslands falla vel að sameiginlegum hagsmunum Íslands og ESB og styðja framhald viðræðna í samræmi við fyrri áætlanir.
Ráðið minnir á að aðildarviðræður miða að því að Ísland innleiði lagabálk ESB og hrindi honum í framkvæmd þegar til aðildar kemur.
Þá eru ráðherrarnir sáttir við efnahagslegan viðsnúning Íslands og framþróun í íslensku efnahagslífi og telja að Ísland ætti að standast efnahagslegt álag, svo fremi sem efnahagsmálum þjóðarinnar verði áfram stýrt með viðeigandi efnahagsaðgerðum og endurbótum, eins og segir í ályktuninni.
Auk þess er lýst yfir ánægju með aukna upplýsta umræðu um aðildarviðræður Íslands og ESB.
Segja nei við Serbíu og Makedóníu
Þá vilja ráðherrarnir enn ekki hleypa aðildarviðræðum ESB við Serbíu og Makedóníu af stað, en bæði ríki hafa formlega sóst eftir aðild. Ákvörðun um Serbíu var frestað a.m.k. til vors, eða þar til framkvæmdastjórn ESB vottar að Serbir hafi komið samskiptum sínum við Kosovo í viðunandi horf. Ný og þjóðernissinnuð stjórnvöld í Serbíu hafa byrjað átök að nýju í Kosovo, sem setur aðildarumsókn þeirra í uppnám.
Svipaða sögu er að segja af Makedónum, sem hafa átt í erjum við gríska granna sína í suðri.
Tyrknesk stjórnvöld eru einnig gagnrýnd í ályktuninni, en viðræður við Tyrki hafa verið í frosti undanfarin ár, þó þeim hafi ekki verið slitið formlega. Eru Tyrkir m.a. gagnrýndir fyrir að hafa stungið fréttamönnum í fangelsi, slíkt verði aldrei unað innan Evrópusambandsins.
Þorfinnur Ómarsson, Brussel
24.2.2014 | 23:57
DR. ÖSSUR TUKTAÐUR TIL AF EVRÓPUSAMBANDINU Á FJÖLÞJÓÐLEGUM BLAÐAMANNAFUNDI FYRIR AÐ TALA UM AÐ UNDANÞÁGUR FÁIST Í AÐLÖGUN ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU
Að gefnu tilefni held ég að nauðsynlegt sé að setja hér inn enska textann af því sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins svaraði dr. Össuri :
.
.
Füle :
.
And if I may - I am sure you will find the necessary level of creativity, but in the framework of the existing acquis, and also based on the general principle which very much will be sustained throughout the discussion that there are no permanent derogations from the acquis.
.
.
En því miður loka já-menn augum og eyrum við öllu sem þarna er nema ...you will find the necessary level og creativity en að þeir skilji eða vilji heyra innan hvaða ramma creativity megi vera það vill hvorki dr. Össur né heldur aðrir Já-menn upp til hópa.
Evrópumál | Breytt 1.3.2014 kl. 04:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)