NÁLÆGT ÞVÍ ALLIR ÍBÚAR VESTMANNAEYJA KOMAST ÞÁ Á MILLI LANDS OG EYJA Á HVERJUM SÓLARHRING ! SKYLDI ÞETTA KOSTA EINHVERJA SMÁAURA ?

Kröfurnar eru þá þær að u.þ.b. allir íbúar Vestmannaeyja komist á milli lands og eyja á hverjum degi , 10 ferðir á dag með 350 farþega gera þá 3.500, farþega hvora leið hvern dag. Hvað kostar þetta almenna skattgreiðendur ? Gasp     

Er ekki nær að gefa þeim Vestmannaeyjarbúum einbýlishús hvar sem er á landinu, á okkar kostnað, ef þeir lofa að koma sér sjálfir út í sumarbústaðinn sinn í eyjum sem þeir skilja þá eftir þar ?

Krafa höfuðborgarbúa er þá að það verði 18 akreinar í hverja akstursátt á stofnbrautum, og minnst þrjár akreinar í hvora átt í íbúðahverfum.


mbl.is Vilja að ný Vestmannaeyjaferja beri 55 bíla og 350 farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég sé fyrir mér að þjóðkirkjan verði tekin af fjárlögum, þá er til fullt af peningum sem áður fóru í ekki neitt

DoctorE (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 09:11

2 identicon

Hvar er talað um 10 ferðir á dag, 6 ferðir á dag gera 2100 manns og það eru ekki allir íbúarnir!!!! Hvað kostar almenna skattgreiðendur að halda úti samgöngum á höfuðborgarsvæðinu,hvað kosta þessi mislægu gatnamót ofl???? ég hef engann áhuga á þeim. En kannski fór þetta eitthvað fram hjá mér en ég hélt að árið 2007 að þá fengi maður að ráða hvar maður byggi. Annars eru Vestmannaeyjar ennþá stærsta verstöð landsins og því kemur nú nokkuð mikið í skattakassann á hverju ári og nokkuð meira en þú kannt að telja.

Halldór (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 09:13

3 Smámynd: Sigursveinn

Óttalega eru menn eitthvað takmarkaðir þegar þeir setja svona fram. Fyrir það fyrsta er verið að tala um 6-8 ferðir. Það þarf 5 ferðir til þess að dekka það framboð af ferðum sem er í dag. Það er verið að tala um bættar samgöngur. Vestmannaeyingar eiga það skilið að það séu góðar samgöngur til og frá Eyjum. Ég á ekki von á því að borgarbarn líkt og sá sem bloggar á þessa síðu skilji það. 

Sigursveinn , 25.10.2007 kl. 09:17

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Biðst forláts á mislestrinum. Það er víst farið fram á 8 ferðir á en ekki 10. Það gera 2.800 manns hvora leið.  Er þetta ekki nálægt 75 % íbúanna ?

Kostar meira pr. skattinnkomu á íbúa í byggðarlaginu en nokkurs staðar. Enda er verið að krefja alla aðra en þá sem nota þetta um að greiða kostnaðinn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.10.2007 kl. 09:20

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Mér finnst að ríkið æti að skila Þjóðkirkjunni eignum sínum og kirkjan fari úr umsjá ríkissjóðs. En eins og kunnugt er þá eru laun presta hennar greidd af ríflegum arði eigna kirkjunnar sem voru afhentar ríkinu gegn samkomulaginu um greiðslur launa. Jón Ásgeir og Hannes Smára hefðu ekki sætt sig við að afhenda eigur sínar gegn svona löku framlagi. Þætti lítill arður af því.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.10.2007 kl. 09:23

6 identicon

Á þá að loka miklubrautinni þegar heildarbílafjöldinn er kominn  í bílafjölda reykvíkinga?

Maggi V (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 09:25

7 identicon

eins og hann Sigursveinn segir þá þarf ekki nema 5 ferðir til að dekka það framboð sem er í dag. Ég er búsett í bænum en er frá eyjum og það er allveg óþolandi að komast ekki í heimsókn til fjölskyndunnar af því að herjólfur er fullur (viðurkenni að það gerist ekki oft en eins og á sumrin þá þarf maður að panta ferð með löngum fyrirvara stundum um helgar) og það hvað það er lítið pláss fyrir bíla í herjólfi er allveg fáránlegt. og talandi um skattpeninga þá eru Vestmannaeyjar ein stærsta verstöð landsins og því koma nokkuð mikið af skattpeningum frá okkur. Ekki sé ég að við eyjamenn höfum hagnast mikið af því síðustu ár það er verið að nota okkar skattpeninga í það að breikka vegi og setja göng hér og þar um landið. Finnst allveg kominn tími til að við fáum eitthvað

nna (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 11:46

8 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Þetta er samt frekja sama hvernig þetta er reiknað

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 26.10.2007 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband