HAFA "SAMKYNHNEIGÐIR" VEIÐILEYFI Á BÖRNIN OKKAR ? - ÚR MORGUNBLAÐINU 19.11.2007

Predikarinn ætlar að leyfa sér að feta í fótspor "Púkans" og vekja athygli á stórmerkum skrifum s.l. mánudag í Morgunblaðinu. Hér á eftir kemur greinin í heild sinni, ekki í stíl "Púkans" sem les hana eins og "Skrattinn les Biblíuna" . Ekki væri verra ef einhver snillingurinn gæti gefið slóð á þetta viðtal í Kastljósinu sem um er rætt : 
Mánudaginn 19. nóvember, 2007 - Bréf til blaðsins

Hafa „samkynhneigðir“ veiðileyfi á börnin okkar?

Frá Sigþóri Guðmundssyni

Frá Sigþóri Guðmundssyni: "ÉG ER einn af mörgum kristnum mönnum í þessu landi sem eru orðnir dauðþreyttir á yfirgangi og frekju hins fámenna hóps „samkynhneigðra“ og kornið sem fyllti minn mæli var fréttaflutningur í einu dagblaðanna, síðar í Kastljósi RÚV, hinn 23."

ÉG ER einn af mörgum kristnum mönnum í þessu landi sem eru orðnir dauðþreyttir á yfirgangi og frekju hins fámenna hóps „samkynhneigðra“ og kornið sem fyllti minn mæli var fréttaflutningur í einu dagblaðanna, síðar í Kastljósi RÚV, hinn 23. október, ömurlegt og ósmekklegt viðtal við ungan dreng, eða eigum við að segja barn, sem virðist hafa orðið fyrir því sem ég kalla kynferðislegt áreiti af hálfu svokallaðrar ungliðadeildar „samkynhneigðra“. Í viðtalinu kemur fram að í áttunda bekk grunnskóla hafði verið fluttur fyrirlestur um „samkynhneigð“, já, við erum að tala um 13 ára börn. Eftir fyrirlesturinn taldi barnið sig eiga erindi á fund þeirra og það sem verra var er að faðirinn fór með barnið sitt og skildi það eftir í höndum þessara aðila sem við vitum öll að er ekki íþróttafélag eða björgunarsveit. Afleiðingarnar fengu margir að sjá. „Samkynhneigðir“ virðast hafa nánari aðgang að börnum okkar á viðkvæmu aldursskeiði heldur en við höfum gert okkur grein fyrir og það í menntastofnunum sem við treystum fyrir börnum okkar. Hvernig geta 13 ára börn ákveðið að þau séu „samkynhneigð“? Börn eiga að geta borið væntumþykju hvert til annars þó af sama kyni séu án þess að vera att út í það sem hingað til hefur af kristnum mönnum þótt vera kynferðislegur ólifnaður. Börn eiga líka að fá að vera listræn, viðkvæm og ljúf án þess að vera flokkuð kynferðislega. Við sem eigum börn og barnabörn þekkjum vel hversu viðkvæmt tilfinningalíf unglinga er og hve áhrifagjörn þau eru.

Það er tímabært að hætta þessari sjoppulegu tilfinningasemi gagnvart kynlífshreyfingu þessari. Rísið upp, íslenskir karlmenn og konur, gegn skefjalausum yfirgangi „samkynhneigðra“ og lagsmanna þeirra, sem hafa fengið að ganga alltof langt í svokallaðri mannréttindabaráttu sinni. Nú er svo komið að það er varla til sá karl eða kona sem þorir að andmæla. Fjölmiðlar og fréttamenn eru gjörsamlega stjórnlausir og gæta ekki að réttlátum fréttaflutningi þar sem önnur sjónarmið komi fram en „samkynhneigðra“ heldur bregðast illa við ef einhver berst gegn þessu málefni sem þeir virðast hafa gert að sínu.

Það virðist einnig aðeins vera einn prestur eftir innan þjóðkirkjunnar sem þorir að standa opinberlega upp gegn guðleysinu og óska ég Geir Waage til hamingju með það.

Að lokum bendi ég á Rómverjabréf Páls postula, kafla 1. Gamla góða þýðingu.

Með kveðju til þjóðar minnar.

SIGÞÓR GUÐMUNDSSON


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur

Ég las þessa grein og gat ekki gert annað en að skella upp úr.

Greinarhöfundur hefur áhyggjur af því að einhverjir frá samtökum samkynhneigðra fá að koma í skólann og halda fyrirlestur fyrir 13 ára krakka og tala við þau um samkynhneigð. Ég fullyrði það, án þess að vita nákvæmlega formið á fyrirlestrinum, að tilgangurinn sé ekki að fá krakka til þess að gerast samkynhneigðir, heldur að opna á umræðu og kveða niður fordóma gegn þeim. Enda er ekki vanþörf á því alla sína skólagöngu hafa krakkarnir þurft að þola trúboð eldgamallar, úreltrar og fordómafullrar trúar. Og einmitt við 13 ára aldurinn er þrýst á krakkana að staðfesta þessa trú, jafnvel þó þau segja prestinum að þau trúi ekki í raun og veru.

Byrjum á því að henda stöðugu trúboði út úr ríkisskólanum áður en við förum að spá í einn fyrirlestur sem einhverjum líkar ekki við.

Ingólfur, 24.11.2007 kl. 01:43

2 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Hvernig er það trúboð þegar það er kynnt saga (ertu á móti sögu?) og svo er gert grein fyrir helstu grunnatriðum stærstu trúarbragðanna. Það er um 1/3 af jarðarbúum flokkaðir Kristnir og 1/6 múslimar og er þá ekki almenn skynsemi að fræða fólk um þessi trúarbrögð? Ég myndi vilja að börnin mín viti hvernig meira en helmingur af jarðarbúum trúir og hagar lífi sínu samkvæmt. Til hvers eru skólar ef ekki til að kynna okkur heiminn?

 Ekki fara svo að koma með að það sé þá alveg eins með samkynhneigð, því að samkynhneigð er ekki trú eða reglur sem fólk lifir lífi sínu eftir eða margar af ríkistjórnu heimsins byggja lagakerfi sitt á, samkynhneigð er form kynhneigðar.

Mér finnst það vel skiljanlegt að foreldri vilji ekki að barn sitt (og við hljótum að geta verið sammála því að 13 ára einstaklingur er barn) þurfi að verða fyrir einhverskonar þrýsting frá kynhneigð, því eins og hann bendir á "Börn eiga að geta borið væntumþykju hvert til annars þó af sama kyni séu án þess að vera att út í það sem hingað til hefur af kristnum mönnum þótt vera kynferðislegur ólifnaður. Börn eiga líka að fá að vera listræn, viðkvæm og ljúf án þess að vera flokkuð kynferðislega."

Þetta fellur ekki í þann flokk að vera á móti samkynhneigðu FÓLKI, vissulega eiga allir rétt á að viðra skoðanir sínar og sjónarmið og ég efast um að margir foreldrar hafi verið ósammála þessum manni.

Það að líka ekki við það sem einhver gerir er ekki það sama og að líka ekki við einstaklinginn.

Tryggvi Hjaltason, 27.11.2007 kl. 04:30

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er staðreynd að 13 ára unglingar eru flestir orðnir kynþroska og eru að átta sig á sjálfum sér hvað það varðar. Þetta er viðkvæmur aldur og þeir, sem á þessum tíma átta sig á því að þeir eru sankynhneigðir eru oft í sálarkreppu vegna fordóma í garð samkynhneigðra. Þessi sálarkreppa verður þeim mun verri, sem fordómar í garð samkynhneigðra eru meiri. Þessi sálarkreppa hefur í mörgum tilfellum leitt til sjálfsvíga hjá þessum unglingum.

Það er því mjög mikilvægt að eyða þessum fordómum og það eru varla til betri staðir til þess en einmitt skólarnir. Það er einmitt mjög mikilvægt að börn á þessum aldri fái fræðslu í því að samkynhneigð sé ekki kynferðislegur ólifnaður heldur aðeins eitt form mannlegrar tilveru. Trúuð börn þurfa mest af öllum að fá þetta á hreint og fá að vita það að svona eru þau fædd og af guði gerð.

Sigurður M Grétarsson, 9.12.2007 kl. 11:16

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sefur þú svefninum langa, Predikari? Þú verður að svara svona augljóslega hlutdrægum skrifum, eftir að þú hefur birt greinar. Síðasti skrifarinn hér á undan endar þessa umræðu allsendis fáránlega og hefur auðvitað ekki vitund fyrir sér í þessari andkristnu predikun sinni.

Jón Valur Jensson, 17.12.2007 kl. 04:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband