HAFA "SAMKYNHNEIGÐIR" VEIÐILEYFI Á BÖRNIN OKKAR ? - ÚR MORGUNBLAÐINU 19.11.2007

Predikarinn ætlar að leyfa sér að feta í fótspor "Púkans" og vekja athygli á stórmerkum skrifum s.l. mánudag í Morgunblaðinu. Hér á eftir kemur greinin í heild sinni, ekki í stíl "Púkans" sem les hana eins og "Skrattinn les Biblíuna" . Ekki væri verra ef einhver snillingurinn gæti gefið slóð á þetta viðtal í Kastljósinu sem um er rætt :
Mánudaginn 19. nóvember, 2007 - Bréf til blaðsins

Hafa „samkynhneigðir“ veiðileyfi á börnin okkar?

Frá Sigþóri Guðmundssyni

ÉG ER einn af mörgum kristnum mönnum í þessu landi sem eru orðnir dauðþreyttir á yfirgangi og frekju hins fámenna hóps „samkynhneigðra“ og kornið sem fyllti minn mæli var fréttaflutningur í einu dagblaðanna, síðar í Kastljósi RÚV, hinn 23. október, ömurlegt og ósmekklegt viðtal við ungan dreng, eða eigum við að segja barn, sem virðist hafa orðið fyrir því sem ég kalla kynferðislegt áreiti af hálfu svokallaðrar ungliðadeildar „samkynhneigðra“. Í viðtalinu kemur fram að í áttunda bekk grunnskóla hafði verið fluttur fyrirlestur um „samkynhneigð“, já, við erum að tala um 13 ára börn. Eftir fyrirlesturinn taldi barnið sig eiga erindi á fund þeirra og það sem verra var er að faðirinn fór með barnið sitt og skildi það eftir í höndum þessara aðila sem við vitum öll að er ekki íþróttafélag eða björgunarsveit. Afleiðingarnar fengu margir að sjá. „Samkynhneigðir“ virðast hafa nánari aðgang að börnum okkar á viðkvæmu aldursskeiði heldur en við höfum gert okkur grein fyrir og það í menntastofnunum sem við treystum fyrir börnum okkar. Hvernig geta 13 ára börn ákveðið að þau séu „samkynhneigð“? Börn eiga að geta borið væntumþykju hvert til annars þó af sama kyni séu án þess að vera att út í það sem hingað til hefur af kristnum mönnum þótt vera kynferðislegur ólifnaður. Börn eiga líka að fá að vera listræn, viðkvæm og ljúf án þess að vera flokkuð kynferðislega. Við sem eigum börn og barnabörn þekkjum vel hversu viðkvæmt tilfinningalíf unglinga er og hve áhrifagjörn þau eru.

Það er tímabært að hætta þessari sjoppulegu tilfinningasemi gagnvart kynlífshreyfingu þessari. Rísið upp, íslenskir karlmenn og konur, gegn skefjalausum yfirgangi „samkynhneigðra“ og lagsmanna þeirra, sem hafa fengið að ganga alltof langt í svokallaðri mannréttindabaráttu sinni. Nú er svo komið að það er varla til sá karl eða kona sem þorir að andmæla. Fjölmiðlar og fréttamenn eru gjörsamlega stjórnlausir og gæta ekki að réttlátum fréttaflutningi þar sem önnur sjónarmið komi fram en „samkynhneigðra“ heldur bregðast illa við ef einhver berst gegn þessu málefni sem þeir virðast hafa gert að sínu.

Það virðist einnig aðeins vera einn prestur eftir innan þjóðkirkjunnar sem þorir að standa opinberlega upp gegn guðleysinu og óska ég Geir Waage til hamingju með það.

Að lokum bendi ég á Rómverjabréf Páls postula, kafla 1. Gamla góða þýðingu.

Með kveðju til þjóðar minnar.

SIGÞÓR GUÐMUNDSSON


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hafi "Púkinn" rétt á að birta skammarpistil um þessa grein Sigþórs, þá hefur "Predikarinn" engu síður rétt á því að birta hrós um hana. Ég leit fyrst og fremst á einsdálks-pistil Sigþórs sem athyglisverðan fyrir snerpu hans, sem og táknrænan fyrir þá óánægju sem ólgandi mun vera hjá mörgum virkum og trúuðum leikmönnum í Þjóðkirkjunni vegna stefnu Kirkjuþings.

Jón Valur Jensson, 21.11.2007 kl. 03:02

2 Smámynd: Dagur Ólafsson

Ég skil nú ekki hvers vegna að er búið til svona mikið mál úr þessu.

Ef að Ísland hleypir inn múslimum og búdda trúum osfv og leyfir þeim að stunda sína trú hér á landi þá finnst mér að samkynhneigðir eigi ekkert að vera dæmdir eftir kristinni trú frekar en einhverri annari.

Ég hef nú ekki fylgst nóg með því en ef samkynhneigðir eru enn að berjast fyrir því að fá að gifta sig þá hafa þeir að mínu mati fullan rétt til þess.

Þetta er basic, það er ekki hægt að banna einum né neinum neitt með því að vitna í eitthvað rit trúabragða, það eru bara allt of mörg trúabrögð í heiminum.

Minni nú á að það er Muslim kirkja  í mjóddinni, ættum kannski að senda samk.hn fólk þangað og sjá hvað gerist

Dagur Ólafsson, 21.11.2007 kl. 06:16

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skrif vel kristinna um þessi mál snúast ekki um að "dæma" samkynhneigða, heldur að verja kristið hjónaband gegn áhlaupi þeirra róttæku. Dagur getur haft þá afstöðu, að samkynhneigðir eigi að fá að gifta sig, en það er ekki kristin afstaða og á ekki heima í kristinni kirkju. Málið snýst um vörn gegn árás á kristin gildi, biblíuleg trúarsannindi og kristna helgisiði -- ekki um árásir kristinna á einkalíf samkynhneigðra.

Jón Valur Jensson, 23.11.2007 kl. 09:07

4 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Jón Valur

Aðeins ein spurning: ertu þá þeirrar skoðunar að "gifting" og "hjónaband" sé sér-kristið fyrirbæri?

Ef svo er, hvað kallast það þá þegar forstöðumaður t.d. Ásatrúarfélagsins gefur fólk saman, nú eða borgaralegur embættismaður? Hver er trúskaparstaða Kínverja og Japan almennt? Ef indverskt par flyst hingað, og telst löglega gift í heimalandi sínu, er það þá gift og í hjónabandi hér á Íslandi?

Ef svo er ekki, hvers vegna mætti forstöðuamður Ásatrúarfélagsins eða borgaralegur embættismaður ekki gifta samkynhneigða í hjónaband? Af hverju má borgaraleg gifting eða hjónaband ekki vera fyrir samkynhneigða?

Nú eru nokkur samkynhneigð hjón á Íslandi, t.d. var ég nýlega viðstaddur skírn frænku minnar en mæður hennar giftu sig í Danmörk. Þjóðkirkjuprestur skírði. Var barnið fætt utan eða innan hjónabands?

Kær kveðja

Brynjólfur

Brynjólfur Þorvarðsson, 23.11.2007 kl. 21:09

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kær kveðja? Er nú Brynjólfi sjálfum orðið kært til mín af öllum mönnum?! Hvernig á ég að fást til að trúa því? Talaði hér lupus loricatus?

Nei, gifting og hjónaband eru ekki sérkristin fyrirbæri, Brynjólfur. En þau tilheyra náttúruréttinum og þurfa að vera í samræmi við grundvallarmannréttindi. Það er hins vegar andstætt náttúruréttinum, að fólk af sama kyni hafi kynmök og giftist hvert öðru. Þessa vegna hefur ekkert löggjafarþing siðferðislegan rétt til að smíða slík lög, enda eru þau andstæð þeim eilífu Guðs lögum (lex divina æterna), sem náttúrurétturinn er endurspeglun af og sömuleiðis hin settu lög (lex posita) í hjálpræðissögunni (= lex Biblica) eru einnig endurspeglun af eða öllu heldur: miðlað með opinberunum Guðs. Ég held því ekki fram, að sérhvert ríki eða ríki yfirhöfuð sem (qua) ríki hafi þá skyldu að endurspegla síðan lögmál Biblíunnar; en þau hafa þá siðferðislegu skyldu að endurspegla a.m.k. mörg grundvallaratriði úr náttúruréttinum (sem þekkist í samvizku okkar og með rökhugsun) og mega alltjent alls ekki vera í mótsögn við þann náttúrurétt.

Slíka mótsögn er t.d. að finna í lögum, sem leyfa tæknifrjóvgun lesbía og ættleiðingu samkynhneigðra para á börnum. Þá mótsögn er einnig að finna í lögum um staðfesta samvist og öllum þeim ákvæðum, sem gert hafa þá stofnun jafngilda hjónabandinu að áhrifagildi að lögum.

Viðráðanlega stóra (þ.e. nógu stutta!) fræðiritgerð, sem gerir skýra og góða grein fyrir þessum náttúruréttarrökum varðandi hjónabandið, ber að vísa hér á : Is Marriage a Form of Discrimination? eftir R.M.T. Schmid við St. Hugh's College, háskólanum í Oxford. Brynjólfur er hvattur til að lesa þá grein af athygli og skerpu.

Þrátt fyrir þetta princíptrúa svar mitt verð ég svo að vekja athygli á öðru. Kristnir menn hafa verið seinþreyttir til að amast við s.k. réttindabaráttu samkynhneigðra og vilja vitaskuld ekki neita þeim um margs konar eðlileg, almenn mannréttindi. Það er auðvitað spurning, hvort þeir ættu af ofangreindum ástæðum að beita sér á þjóðfélagslegum vettvangi gegn öllum staðfestum sambúðarformum homma og lesbía, og raunar verður þá að sjá þá áfangasigra þeirra í tengslum við það, sem hlaðið hefur verið á og inn í þau meintu réttindi, sérstaklega hvað börnin snertir. Já, það er kannski spurning, hvort kristnir menn ættu hreinlega að taka virka afstöðu gegn ÖLLU slíku, eins og Platón gerði það á mjög eindreginn hátt í þroskaðasta verki sínu Lögunum. Og princípfesta er vissulega hrósverð í sjálfri sér, og í þessu tilviki tengist hún vitaskuld umhyggju fyrir börnum og samfélaginu, vitandi, að af villu (svo sem eins og í þessu tilfelli: villu í mann- og samfélagsskilningi) getur ekki komið neitt nema enn meiri vöxtur villu, með sínum tilheyrandi slæmu áhrifum í kjölfarið. En við kristnir menn höfum þó enn þungvægari skyldu til andmæla grófari kröfunum af öðrum ástæðum: Til að verja helg vé kirkju og trúar, kristinnar (biblíulegrar) siðakenningar á kirkjunnar eigin sviði sem og kristna helgisiði. Þegar kröfur samkynhneigðrahyggjunnar eru gengnar svo langt fram, að þær ryðjast inn á vettvang andlega valdsins, kirkjulegra stofnana og kristins samfélags þeirra, þ.e. vilja brjóta á bak aftur sjálfræði safnaða eða ráðast bæði utan að og innan frá (með svikum fimmtu herdeildar ofurfrjálshyggju-'guðfræði') á kristnar grundvallarstoðir og hyggjast bylta því fyrirkomulagi, sem Kristur og Guð Faðir okkar hefur sett kirkju sinni í hjúskaparefnum, ásamt banni Ritningarinnar við samkynja samförum, þá er a.m.k. orðið ljóst, að kristnum mönnum ber að andmæla því hástöfum eða a.m.k af einurð í krafti trúar sinnar og kristinnar samvizku. Gildir þá einu, hvað virðulegir fulltrúar veraldlega valdsins segja eða ætlast til um þá hluti ellegar sjálfskipaðir fulltrúar ("álitsgjafar") tilbúinnar sýndarmyndar af "afstöðu almennings" í viðkomandi efni. (Jafnvel þótt meirihlutinn væri á móti okkur raunkristnum í þessu máli, hefði það ekkert að segja; sannleikurinn ákvarðast ekki af lýðræðislegum meirihluta, enda getur þjóð verið að meira eða minna leyti blekkt allt eins og einstaklingar. En reyndar skiptist þjóðin nokkuð jafnt í tvo hópa í afstöðunni til hjónabands fyrir samkynhneigða -- meðan skiptingin er um 60% á móti því í Evrópu, 40 með -- og eru trúleysingjar og vafrarar í trúarefnum vitaskuld í róttækari hópnum og kirkjufólk helzt í hinum; og hví ætti þá kirkjan að fylgja einhverri meðaltölu?!)

Ég vona að þetta svari meginspurningu Brynjólfs.

Responsio ad ulteriorem quæstionem Brynjolfi patet per priora.

Jón Valur Jensson, 24.11.2007 kl. 02:45

6 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þakka þér kærlega Jón Valur

Var það ekki Jesú sjálfur sem bauð að maður skyldi elska náungann? Ég kalla alla menn vini mína, og þurfti ekki Jesú til að segja mér það.

Svarið er gott.

Ef ég skil þig rétt þá gilda náttúrulög um alla menn (hvort sem þeir eru kristnir eða ekki) og náttúrulög eru auðvitað frá Guði komin. En gilda náttúrulög þá ekki einnig um dýr?

Náttúrulögin eru væntanlega ekki til í skrifuðu formi en í hverju liggja þau þá, hvernig er hægt að nálgast einstaka "greinar" eða "reglur" náttúrulaganna?

Loks langar mig að spyrja þig latínufræðinginn hvort þú gætir snarað "Þorvarður" fyrir mig? Nú er Þór =~ Júpiter þ.a. það mæti nota einhverja útgáfu af þeim gamla guði í staðinn.

Kær kveðja

Brynjólfur

Brynjólfur Þorvarðsson, 24.11.2007 kl. 09:01

7 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

1. Hver hefur réttinn til að dæma kynlíf fólks, annar en Guð ?

2. Hver hefur réttinn til að dæma hvað felst í því að vera kristinn, annar en Guð ? 

Viðar Freyr Guðmundsson, 7.1.2008 kl. 09:05

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Viðar Freyr Guðmundsson :  Það er einmitt vísað í álit Guðs í Orði Hans, Biblíunni, um samkynja mök. Sömuleiðis er í sömu bók skilgreining á því hver telst vera kristinn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.1.2008 kl. 10:35

9 Smámynd: Sigurður Árnason

Jón Valur, Hjónaband samkynhneigðra eru alveg eins náttúruleg og önnur. Hver eru þín rök fyrir að þauð séu óeðlileg, þú lest það úr 2000 ára gamalli sögu. Ekki trúa öllu sem þú lest, þótt þú sért kristinn. Þú átt að hafa almenna skynsemi og vera búinn að viðurkenna, að það eru til fólk sem laðast að sama kyni og það er ekkert að fara að breytast. Maður á að gera grein fyrir því hvað er rangt í trúarritum, eins og T.d að banna konum að tala í kirkju, ég var vitni að svona mismunum í Indlandi, gagnvart konum. Sköpunin í biblíunni er dæmisaga. sömuleiðis með Evu og Adam. Merkilegt að það sé enn til fólk, sem tekur hlutum bókstaflega og lætur taka af sér almenna skynsemi, allt út af aldagömlum ritum.

Sigurður Árnason, 17.1.2008 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband