ALGER BRANDARI !

Það er með ólíkindum að fréttamenn skuli telja það frétt að einhverjir hafi verið gripnir á 122 -> 135 km hraða á Reykjanesbrautinni. Á þessari braut er 90 km hámarkshraði og eins og kunnugt er þá táknar það í raun upp undir 100 km hraða flestra sem þarna aka. Auka 22 -> 35 km er nú lítið mál ef það er á tvöfaldri brautinni og við góðar aðstæður.

Er lögreglan búin að finna einhverja morðingja og nauðgara, sem og barnaníðinga nýlega ? Hvernig væri að þeir einbeittu sér að því  sem og að skipta sér af þeim sem aka of hægt svo að hætta stafi af og eins þeir sem aka á röngum vegarhelmingi o.s.frv. en að vera að rella í mönnum vegna svona smáræðis.GERIR ÞÚ ÞÉR GREIN FYRIR ALVARLEIK LÖGBROTS  ÞÍNS ? ! ?


mbl.is Sex staðnir að ofsaakstri á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir herramenn. Ekki sammála. Fólk á að fara eftir lögum. Nóg er búið að vera af umferðarslysum að undanförnu.

Baráttukveður fyrir réttlæti.

Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.4.2008 kl. 19:15

2 Smámynd: Kjartan Örn Júlíusson

Að sjálfsögðu á maður að fara eftir lögum. Hinsvegar set ég spurningamerki við þetta orðaval. Ofsaakstur á þessari götu held ég að sé að flestra mati allavega 150+

Kjartan Örn Júlíusson, 14.4.2008 kl. 19:32

3 Smámynd: Landfari

Það skiptir öllu máli í þessu sambandi hvar á brautinni þetta er og við hvaða aðsæður, eins og bent hefur verið á hér í athugasemdum, hvort þetta er ofsaakstur eður ei. En í öllum tilfellum er þetta of hraður akstur.

Það er búið að gera allt of mikið af því að setja hámarkshraða það langt niður sumstaðar að heilbrigð skynsemi flest allra bílstjóra segir þeim að hægt sé að aka talsvert hraðar með fyllsta öryggi. Það verður svo til þess að stór hluti ökumanna fer að meta hæfilegan ökuhraða annars staðar út frá eigin forsendum og hafa þá ekki allar forsendur til að meta hann rétt.

Ég vil meina að það sé hættulegt hvað búið er að setja 30 km/klst. hámarkshraða víða þar sem engin tilefni eru til. Þetta venur bílstjóra á að það sé ekkert að marka þessi hámarkshraðaskilti. Sú tilhneiging getur svo orðið til þess að valda slysi þar sem virkilega er þörf á 30 km/klst. hámarkshraða.

Að sjálfsögðu á maður að fara að lögum en það var nú líka í umferðarlögum held ég til skamms tíma að maður átti undantekningarlaust að flauta þegar farið var fyrir horn. Held að það hefði nú ekki verið svefnsamt í sumum íbúðarhverfum ef allir hefðu farið eftir þessu.

Landfari, 14.4.2008 kl. 20:50

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Predikari
Gleðilegt sumar.
Takk fyrir kynnin hér í bloggheimum.
Drottinn blessi þig.
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2008 kl. 15:19

5 Smámynd: Halla Rut

Þvílíkt afrek hjá þeim. Til lukku segi ég nú bara. Eða þannig.

Á meðan gat háskólakennari nauðgað börnum sínum í fimmtán ár og engin vissi neitt.  

Halla Rut , 11.5.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband