STÓRKOSTLEG TÍÐINDI - SÖMULEIÐIS MÁ EKKI GLEYMA ÞVÍ AÐ TOLLUR Á KJARNFÓÐRINU TIL ELDIS FER AF EINNIG EÐA ER ÞEGAR FARINN.

Þetta er með betri tíðindum sem við höfum fengið lengi. Helga gleymir því að það er einnig verið að fella hinn illa toll á kjarnfóðrinu niður sem hefur verið kvartað undan af kjötframleiðendum. Það lagfærir nú heldur betur stöðuna - en það er víst enginn búmaður nema hann barmi sér segir gamla máltækið. Endalaust vælt. Bera þessir bændur ekki hag neytenda fyrir brjósti ? Hvernig var ekki þegar EFTA samningurinn tók endanlegt gildi eftir 7 ára "aðlögunartíma" sem enginn sælgætisframleiðandi notfærði sér. Þeir ráku upp ramakvein rétt fyrir afnám tolla á namminu og sögðu að þar eftir fengist ekkert í hillum verslana nema Mackintosch eða Toblerone tollalaust. Hvað gerðist ?
mbl.is Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Helga gleymir engu...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.5.2008 kl. 04:29

2 Smámynd: Halla Rut

Ég vissi ekki af þessu með nammið. Gott að vita fyrir baráttu framtíðarinnar.

Helga er í miklu uppáhaldi hjá mér.... 

Halla Rut , 11.5.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband