Færsluflokkur: Bloggar

FRÆNDI VOR - FORSETI BANDARÍKJANNA

Frændi okkar úr Skagafirðinum, Ronald Wilson Reagan, er sennilega einhver besti forseti sem Bandaríki Ameríku hafa alið. Sagan sannar það betur og betur.

Frændinn úr SkagafirðinumÞað er nú einhver munur að kalla mann sem á ömmu úr Skagafirðinum frænda okkar, frekar en þessir norðurlandabúar sem er sífellt verið að klína á okkur frændsemi við. Við erum ekkert skyld þessu fólki, nema fáeinir landar okkar svo sem Geir Haarde, Agnar Kofoed - Hansen (konunglegur leggur) og Helga Steffensen svo nokkrir séu nefndir.

Endilega hlífið okkur hinum við þessu frændsemistali. Kári í Vatnsmýrinni er búinn að skanna þetta af okkur, Guði sé lof.


mbl.is Hafa fengið leyfi til að kvikmynda í Höfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MEGN ÓÞEFUR !

Það virðist vera megn óþefur af þessu máli öllu og virðist óskabarn Jóhannesar ekkert vera þar undanskilið. Predikarinn leyfir sér að birta gott yfirlit Óla Bjarnar Kárasonar um FL samstæðuna á blogginu hans :

"Var upplýsingum haldið leyndum fyrir stjórn FL Group?

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group og FL Group, sagði í hádegisviðtali í gær á Stöð 2, að 6,2 milljarðs króna rekstrarkostnaður FL Group á liðnu ári hafi komið verulega á óvart. Eins og bent var á hér í gær er ekki hægt að skilja orð Jóns Ásgeirs öðru vísi en að upplýsingum hafi verið haldið leyndum. Nauðsynlegt er að stjórnarformaðurinn, sem tók við völdum í desember, skýri þessi orð út. Jón Ásgeir Jóhannesson

Ef rétt reynist að upplýsingar hafi ekki legið fyrir, þegar ákveðið að auka hlutafé, er ljóst að stjórn FL Group hefur allt síðasta ár verið í villum, en Jón Ásgeir hefur setið í stjórn félagsins allar götur frá 9. júlí 2005. Einn nánasti samverkamaður Jóns Ásgeirs og starfsmaður Baugs hefur verið jafnlengi í stjórn. Skarphéðinn Berg Steinarsson tók sæti í stjórn FL Group á sama tíma og Jón Ásgeir og var formaður stjórnar félagsins frá 1. nóvember 2005 til desember síðastliðins. Þorsteinn M. Jónsson, fráfarandi formaður stjórnar Glitnis, var varaformaður stjórnar FL Group frá 2005 til desember á liðnu ári. Þorsteinn er náinn samstarfsmaður Jóns Ásgeirs.

Varla er hægt að ganga lengra en að halda upplýsingum leyndum fyrir stjórn skráðs hlutafélag, eða hluta stjórnarmanna, nema þá fjárfesta þegar leitað er til þeirra eftir auknu hlutafé eins og gert var í desember. Enginn sem tekur að sér það trúnaðarstarf að sitja í stjórn hlutafélags getur setið þegjandi undir slíku, heldur verður hann að leitast við að gera hluthöfum og lánadrottnum grein fyrir því hvað gert hefur verið. Núverandi stjórn FL Group, með Jón Ásgeir í fararbroddi, verður að gera hluthöfum og fjármálamarkaðinum í heild grein fyrir hvað gerðist, með hvaða hætti og hver eða hverjir bera ábyrgð. Trúverðugleiki er að veði. 

Hér er ekki verið að tala um neina smápeninga heldur 6,5 milljarða króna. Í uppgjöri FL Group fyrir fyrstu níu mánuði síðasta árs kemur fram að rekstrarkostnaður félagsins hafi verið tæpir 3,1 milljarður króna. Í uppgjöri fjórða ársfjórðungs kom í ljós að í heild var rekstrarkostnaðurinn 6,2 milljarðar króna allt síðasta ár. Með öðrum orðum síðustu þrjá mánuði ársins var kostnaðurinn liðlega einn milljarður á mánuði. Augljóst er að hér vantar nákvæmar skýringar og þessi mikli munur rennir stoðum undir orð Jóns Ásgeirs. Stjórnarformaðurinn getur hins vegar ekki látið orðið hanga óskýr í loftinu.

Flugleiðir verða FL Group - stjórnarmenn ósáttir við Hannes

Í tilefni af þessu er rétt að rifja aðeins upp hvernig þróunin hefur verið frá því að þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn til að mótmæla vinnubrögðum þáverandi stjórnarformanns.

FLGroup_300pxl Á aðalfundi 10. mars 2005 var ákveðið að breyta nafni Flugleiða í FL Group og voru eftirtaldir kjörnir í stjórn félagsins: Árni Oddur Þórðarson, Gylfi Ómar Héðinsson, Hannes Smárason, Hreggviður Jónsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Jón Þorsteinn Jónsson og Pálmi Kristinsson. Hannes Smárason var kjörinn formaður stjórnar og Hreggviður Jónsson varaformaður.

Fyrsta dag júlí mánaðar barst félaginu hins vegar tilkynning þar sem þrír stjórnarmenn, Árni Oddur Þórðarson, Hreggviður Jónsson og Inga Jóna Þórðardóttir, sögðu sig úr stjórn vegna ágreinings um vinnubrögð stjórnarformanns. Í kjölfarið var boðað til hluthafafundar 9. júlí, en áður en að honum kom höfðu allir stjórnarmenn, fyrir utan Hannes Smárason sagt sig úr stjórn.

Morgunblaðið greindi meðal annars svo frá þeim fundi:

"Inga Jóna Þórðardóttir bað um orðið eftir að Hannes hafði lokið ræðu sinni og gerði grein fyrir brotthvarfi sínu, sem tilkynnt var á stjórnarfundi 30. júní síðastliðinn. Hún sagði að á síðustu vikum hefði henni orðið það ljóst að starfshættir innan stjórnar félagsins hefðu ekki verið með þeim hætti sem hún teldi að samþykktir félagsins og starfsreglur segðu til um. Hún benti á að í ársskýrslu Flugleiða fyrir árið 2004 kæmi fram að stjórnin legði sérstaka áherslu á að viðhalda góðum stjórnunarháttum og tilgreindar væru sérstaklega Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja sem Verslunarráð Íslands, Kauphöll Íslands og Samtök atvinnulífsins komu að.

"Í veigamiklum atriðum er verulegur misbrestur á að farið sé eftir þeim reglum, sem í gildi eru," sagði Inga Jóna sem telur nauðsynlegt að gerðar verði ákveðnar ráðstafanir til að tryggja að stjórnunarhættir verði í fullu samræmi við þann ramma sem samþykktir félagsins og starfsreglur kveða á um...

"Þegar stjórnarformaður er jafnframt í fullu starfi sem slíkur, eins og er í FL Group, er enn brýnna að þessir hlutir séu í lagi og enginn velkist í vafa um verkaskiptingu forstjóra og starfandi stjórnarformanns. Að mínu viti verður það ekki gert nema með sérstakri samþykkt stjórnar sem hluta af starfsreglum," sagði Inga Jóna.

Hún benti á að í samþykktum félagsins og í starfsreglum stjórnar væri kveðið skýrt á um hlutverk og ábyrgð stjórnar gagnvart eftirliti með reikningshaldi og meðferð fjármuna félagsins. Samkvæmt þeim skyldi félagsstjórn taka ákvarðanir í öllum málum, sem telja verði óvenjuleg eða mikilsháttar. Þá sagði hún jafnframt að það væri alveg ljóst í hennar huga að allar stærri fjárfestingar og skuldbindingar gagnvart félaginu skyldu ræddar og undirbúnar og samþykktar í stjórn félagsins."

Jón Ásgeir í stjórn 

Fyrir hluthafafundinn 9. júlí urðu miklar breytingar á hluthafahópi FL Group en 26,5% hlutir Saxbygg hf. og 1% hlutur Mannvirkis ehf. voru seldir Landsbanka Íslands, sem aftur gerði framvirka samninga um sölu þessara hluta. Þeirra á meðal voru:

  • Katla Holding sem eignaðist 17,68%. Félagið var (er) í eigu Magnúsar Ármann, Kevin Stanford, Sigurðar Bollasonar. Í október sama ár seldi félagið öll hlutabréfin, en þeir félagar áttu áfram hlut í FL í gegnum önnur eignarhaldsfélög.
  • Baugur Group sem keypti 2,46% til viðbótar við 7,92% sem félagið hafði áður gert framvirkan samning um að kaupa.
  • Eignarhaldsfélagið Oddaflug sem jók hlut sinn um 5% til viðbótar við 30,54% sem það átti áður í félaginu.

Á hluthafafundinum 9. júlí voru eftirtaldir kjörnir í stjórn FL Group:

Hannes Smárason, Einar Ólafsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Skarphéðinn Berg Steinarsson, Magnús Ármann, Sigurður Bollason og Þorsteinn M. Jónsson. Hannes Smárason var endurkjörinn formaður stjórnar. Jón Ásgeir og Þorsteinn M. hafa allar götur síðan setið í stjórn félagsins og sitja enn.

Á stjórnarfundi FL Group 19. nóvember 2005 voru samþykktar grundvallarbreytingar á skipulagi félagsins sem var' fjárfestingarfélag í stað þess að vera fyrst og fremst félag í flugrekstri. Í tilkynningu til kauphallar sagði meðal annars:

"Á fundi stjórnar í morgun var ákveðið að gera grundvallarbreytingar á skipulagi FL Group, þannig að fjárfestingarstarfsemi mun verða aðalverkefni þess. Hannes Smárason hefur verið ráðinn forstjóri félagsins. Fjárfestingar félagsins munu falla undir þrjú svið, eitt svið, sem sérhæfir sig í rekstrar-, yfirtöku-, og umbreytingarverkefnum (Private Equity) sem Jón Sigurðsson stýrir, annað sem mun annast eignastýringu og fjárfestingar (Asset Management and Portfolio Investments) sem Albert Jónsson stýrir og hið þriðja sem annast kaup, sölu og leigu á alþjóðlegum flugvélamarkaði undir stjórn Halldórs Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra Icelease."

Samhliða þessum breytingum var Hannes Smárason ráðinn forstjóri félagsins, en hann hafði áður verið stjórnarformaður enda stærsti hluthafinn. Í stað hans var Skarphéðinn Berg Steinarsson kjörinn formaður og Þorsteinn M. Jónsson varaformaður. Þegar Jón Ásgeir vísar til þess að ekki hafi verið hægt annað en að greiða Hannesi 90 milljónir króna við starfslok, þar sem slík greiðsla hafi verið í samræmi við ráðningasamning, er ljóst að bæði hann og Þorsteinn M. Jónsson áttu sæti í stjórn félagsins sem gekk frá nefndum ráðningasamningi.

Vegna þessara breytinga var boðað til hluthafafundar 1. nóvember 2005 og þá voru eftirtaldir kjörnir í stjórn félagsins, en stjórnarmönnum var fækkað úr sjö í fimm:

Skarphéðinn Berg Steinarsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Ármann, Smári S. Sigurðsson og Þorsteinn M. Jónsson. Skarphéðinn Berg Steinarsson var kjörinn formaður og Þorsteinn M. Jónsson varaformaður.

Á aðalfundi 21. mars 2006 voru stjórnarmenn aftur orðnir sjö og bættust  Peter Mollerup og Paul Davidson í hópinn. Skarphéðinn Berg Steinarsson var kjörinn formaður og Þorsteinn M. Jónsson varaformaður.

Á aðalfundi FL Group 22. febrúar 2007 voru eftirtaldir kjörnir í stjórn félagsins:

Jón Ásgeir Jóhannesson,  Jón Kristjánsson,  Magnús Ármann, Paul Davidson, Skarphéðinn Berg Steinarsson, Smári S. Sigurðsson og Þorsteinn M. Jónsson.Skarphéðinn Berg Steinarsson var kjörinn formaður stjórnar á fyrsta fundi og Þorsteinn M. Jónsson varaformaður.

Á hluthafafundi 14. desember síðastliðinn sem haldinn var eftir hlutafjáraukningu var kjörin ný stjórn:

Gunnar S. Sigurðsson, Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Edwald, Pálmi Haraldsson, Þórður Már Jóhannesson og Þorsteinn M. Jónsson. Í framhaldinu tók Jón Ásgeir við stjórnarformennsku og Pálmi Haraldsson var kjörinn varaformaður.



mbl.is Rekstrarkostnaður: Helmingur af fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GRUNNSKÓLAKENNSLA GUÐFRÆÐINGA

Ég leyfi mér að birta grein sr. Geirs Waage í Morgunblaðinu í dag um ásakanir Baldurs Þórhallssonar um trúboð og skólastarf.

 

"Sunnudaginn 16. desember, 2007 - Aðsent efni

Sitt sýnist hverjum

Geir Waage gerir athugasemd við grein Baldurs Þórhallssonar sem birtist í 24 stundum.Geir WaageGeir Waage

"Málflutningur prófessors Baldurs Þórhallssonar í grein sinni um trúboð og skólastarf er ósæmilegur þeirri akademiu, sem hann þjónar. Sjálfum er hann honum til minnkunar."

PRÓFESSOR Baldur Þórhallsson ritar ?Álit? í 24 stundir á Ambrosíusmessu síðastliðinni. Þar fjallar hann um trúboð og skólastarf og rekur áhrif upplýsingarstefnunnar í þessu sambandi til þeirrar niðurstöðu, að kirkjan hafi að mestu dregið sig út úr skólastarfi. Að áliti prófessorsins linnti þá ?bábiljum? kirkjulegrar innrætingar í skólum og ?áróðri gegn skapandi og gagnrýnni hugsun?. ?Farið var í vaxandi mæli að greina á milli veraldlegs og andlegs valds?, segir þar.

Prófessor í stjórnmálafræði hefði vel mátt geta þess í svona yfirliti, að aðskilnaður andlegs og veraldlegs valds, er ein helzta krafa og ávöxtur Lúthersku siðbótarinnar og að upplýsingarstefnan á þangað sjálf rætur að rekja. Hitt er þó alvarlegra, að hann getur þess alls ekki í greininni, að það voru einmitt prestar kirkjunnar, sem nær einir sinntu allri uppfræðslu hjerlendis um aldir. Þeir bjuggu pilta undir skóla og á 19. og um framanverða 20. öld sinntu þeir barna- og unglingafræðslunni um land allt. Þeir kenndu á heimilum sínum og stofnuðu sjálfir og ráku skóla. Helztu frumkvöðlar að allri alþýðumenntun og almenningsskólum voru einmitt þeir hinir sömu þjónar Þjóðkirkjunnar, sem í grein prófessorsins fá þá einkunn, að vera „engan veginn best til þess fallnir að kenna trúarbragðafræði og túlka þar með önnur trúarbrögð á sínum forsendum“.

Ætli prófessor Sigurbjörn Einarsson hafi ekki einna fyrstur kynnt Íslendingum önnur trúarbrögð, þegar hann tók saman rit sitt um helztu trúarbrögð heimsins. Engan hefi eg heyrt halda því fram, að þar hafi hann hallað á önnur trúarbrögð, þrátt fyrir það að vera vígður Þjóðkirkjunnar þjónn. Á sama hátt hygg eg það vera nýmæli, þegar því er nú haldið fram, að alþýðuuppfræðsla prestanna og forganga um alþýðumenntun hafi ekki verið annað en bábiljuinnræting og áróður gegn skapandi og gagnrýnni hugsun.

Prófessor Baldur fullyrðir að ekki sje langt síðan að „mikið þurfti til að yfirmenn kirkjunnar féllust á að konur stæðu körlum jafnfætis innan kirkjunnar og í samfélaginu“. Ekki kannast eg við nein veruleg átök um það, að konur tækju vígslu til prestsembættisins í Þjóðkirkjunni. Það gjörðist raunar áður en eg varð sjálfur kirkjunnar þjónn, held eg, en varla hefðu slík átök farið fram hjá mjer, hefðu þau orðið. Konur hafa mjög lengi setið í sóknarnefndum, oft sem oddvitar þeirra. Oft hafa þær líka verið þar í meirihluta. Aldrei hefi eg heyrt um átök í þessu sambandi. Aldrei hefi eg heyrt klerk tala gegn þátttöku kvenna á opinberum vettvangi. Öðru nær. Mjer er því öldungis hulið, hvað prófessorinn á við með tilvitnaðri fullyrðingu.

Loks ritar prófessor Baldur; „Einnig hafa nokkrir forvígismenn kirkjunnar, með biskupinn í broddi fylkingar, ráðist með skömmum og fyrirlitningu á samkynhneigða og fjölskyldur þeirra“. Alveg hefur þetta farið fram hjá mjer. Hefi eg þó reynt að fylgjast með þessari umræðu. Um hitt er mjer kunnugt, að Þjóðkirkjan var skömmuð fyrir það af hálfu ýmissa sjertrúarhópa að leggja þessa kynhneigð að jöfnu á við gagnkynhneigð, þegar Synodan samþykkti það í Borgarnesi á 9. áratug síðustu aldar, „að skora á alla menn jafnt samkynhneigða sem gagnkynhneigða að sýna ábyrgð í kynlífi“. Hvatinn að samþykktinni var eyðnin, sem þá var einkum talin ógna samkynhneigðum. Með samþykktinni var kirkjan talin veita „öðruvísi“ kynlífi viðurkenningu. Eg talaði fyrir þessari samþykkt á sínum tíma og man ekki til þess að hart væri talað gegn henni annars staðar en hjá sumum sjertrúarhópum, sem voru einir um framangreinda túlkun. Eg fagnaði líka þeirri rjettarbót, sem felst í lögunum um staðfesta samvist og var ekki einn presta um það. Engan man eg, er í móti mælti. Engan prest hefi eg heyrt veitast að heimilum og fjölskyldum samkynhneigðra, allra sízt biskupinn. Hitt kannast eg við , að vörn okkar fyrir sjerstakri stöðu hjúskapar karls og konu sje afflutt. Það virðist mjer prófessorinn gjöra hjer, hafi hann yfirhöfuð eitthvað fyrir sjer í ofangreindri fullyrðingu annað en andúðina gegn kirkjunni, sem hvarvetna lýsir af málflutningi hans. Hún kemur ljóst fram í því að kalla það trúboð í skólum, þegar kirkjan tók upp vinaleiðina, til að koma ungmennum til liðs í skólunum og vinna gegn einsemd, einelti, freistingum skaðnautna og öðru því, sem íþyngir og skaðar fólk á viðkvæmu þroskaskeiði.

Málflutningur prófessors Baldurs Þórhallssonar í grein sinni um trúboð og skólastarf er ósæmilegur þeirri akademiu, sem hann þjónar. Sjálfum er hann honum til minnkunar. Loks er hann allri alþýðu manna til áminningar um að bera ekki ljúgvitni gegn náunganum.

Reykholti á Maríumessu á Aðventu 2007.

Höfundur er sóknarprestur."


HEGNINGARLAGABROT SEM VARÐAR FANGELSISVIST, HEITIR AÐ VILLA Á SÉR HEIMILDIR

Hann er heppinn drengurinn að stjórnvöld hér eru ýkt umburðarlynd. Víðast hvar í heiminum er svona litið alvarlegum augum. Það kemur væntanlega til af hversu lítt við erum öguð og kennum kannski ekki ungviðinu góða mannasiði lengur í uppvextinum að svona er komið ?
mbl.is Skagapiltur pantaði viðtal við Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓDÝRA TILBOÐSVARAN FANNST EKKI DAGINN SEM HÚN ÁTTI AÐ VERA Á SÉRSTÖKU TILBOÐI Í HAGKAUPUM !

Sá sem þetta ritar kom einhverju sinni inn í Hagkaup í Smáralind. Sama morgun hafði ég lesið heilsíðuauglýsingu um að þar væri að finna Cheerios á ótrúlega góðu verði, sem og einhverjar nokkrar aðrar vörur, og tilboðið gilti bara þennan sama dag. Hvergi fann ég Cheerios. Ég grennslaðist fyrir um Cheeriosið hjá starfsmanni Hagkaupa, hvar ég gæti náð mér í 1-2 pakka af Cheerios á góða verðinu. Svarið var á þá leið að Cheeriosið væri búið og ekki kæmi meira af því þann daginn. Það skrítnasta í þessu öllu var að verslunin hafði einungis verið opin í 12 mínútur þann daginn og ein af fáum vörum á tilboði var búin ! ! ! Ég svipaðist um og reyndi að finna þessa viðskiptavini, sem hver um sig væri með bretti fullt af Cheerios, því verslun sem á von á þúsundum viðskiptavina daginn sem hún er með góð tilboð, hlyti að haf birgt sig vel af tilboðsvörunum. Því hlytu þessir 15 viðskiptavinir sjáanlegir sem höfðu fram að þessu komið inn í verslunina að vera með hestburð hið minnsta hver um sig af þessu morgunkorni. Nei , enginn viðskiptavina fyrirtækisins var með svo mikið sem einn pakka af þessu ódýra Cheeriosi. TÓM SVIK !!!!!

Ég kom seinna um daginn, svona rétt til þess að athuga hvort ekki væri komin aukasending , en ekkert var til né hafði verið bætt í hillurnar. Fékk það síðan staðfest að svo væri hjá starfsmanni Hagkaupa.


JÓN SIGURGEIRSSON "LÖGFRÆÐINGUR" ÞOLIR ILLA SKOÐANASKIPTI OG GAGNRÝNI

Svona kynnir hann sig á bloggsíðu sinni :  

"Jón Sigurgeirsson lögfræðingur 

 JÓN SIGURGEIRSSON ÞOLIR ILLA GAGNRÝNI.................Höfundur metur mikils mannréttindi í víðasta skilningi og þar með kvennréttindi.  Honum finnst..........." 

Hann fer mikinn i "rökfræði" á bloggsíðu sinni í umfjöllun um trú. Sá sem þetta ritar setti inn hjá honum athugasemd.

Maðurinn sem  "metur mikils mannréttindi í víðasta skilningi"  þolir ekki réttindi til frjálsra skoðanaskipta séu þau honum ekki að skapi. Í þeim anda skar maðurinn færslu undirritaðs á brott.

Hvernig fór um þá sovézku sem féllu í ónáð valdhafanna forðum ? Orð þeirra voru máð út og hópmyndir frá Kremlarmúrum breyttust skyndilega þar sem á þær vantaði þá sem sögðu ekki réttu orðin.


"BENDIR TIL" "EKKI TELJA" NIÐURSTÖÐUNA VEITA SVAR....HVAÐ ÁKVARÐI KYNHNEIGÐ"

"Hold your horses for now" . 

 "Þetta bendir til þess að kynhegðun sé skráð í genin,“sagði Erik Jorgensen, framkvæmdastjóri vísindarannsókna við Heilarannsóknastöðina. Aftur á móti kvaðst hann "ekki telja" að þessar niðurstöður myndu veita svar við þeirri spurningu hvað ákvarði kynhneigð fólks. „Heilinn í fólki er margfalt flóknari en heilinn í ormi." "Bendir til" er ekki vísindaleg niðurstaða.


mbl.is Breyttu kynhneigð orma með því að breyta geni í þeim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÁLÆGT ÞVÍ ALLIR ÍBÚAR VESTMANNAEYJA KOMAST ÞÁ Á MILLI LANDS OG EYJA Á HVERJUM SÓLARHRING ! SKYLDI ÞETTA KOSTA EINHVERJA SMÁAURA ?

Kröfurnar eru þá þær að u.þ.b. allir íbúar Vestmannaeyja komist á milli lands og eyja á hverjum degi , 10 ferðir á dag með 350 farþega gera þá 3.500, farþega hvora leið hvern dag. Hvað kostar þetta almenna skattgreiðendur ? Gasp     

Er ekki nær að gefa þeim Vestmannaeyjarbúum einbýlishús hvar sem er á landinu, á okkar kostnað, ef þeir lofa að koma sér sjálfir út í sumarbústaðinn sinn í eyjum sem þeir skilja þá eftir þar ?

Krafa höfuðborgarbúa er þá að það verði 18 akreinar í hverja akstursátt á stofnbrautum, og minnst þrjár akreinar í hvora átt í íbúðahverfum.


mbl.is Vilja að ný Vestmannaeyjaferja beri 55 bíla og 350 farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"HEIÐRA FÖÐUR ÞINN OG MÓÐUR ÞÍNA..." Á MÚSLIMSKA VEGU ... .. ..

 "HEIÐRA FÖÐUR ÞINN OG MÓÐUR ÞÍNA..." Á MÚSLIMSKA VEGU ... .. ..

 


HEILAGT ? ?

Ég get nú ekki séð neitt heilagt við hjónabandssögu Pamelu.
mbl.is Pamela Anderson gengin í það heilaga á nýjan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband