2.11.2007 | 00:25
ÓDÝRA TILBOÐSVARAN FANNST EKKI DAGINN SEM HÚN ÁTTI AÐ VERA Á SÉRSTÖKU TILBOÐI Í HAGKAUPUM !
Sá sem þetta ritar kom einhverju sinni inn í Hagkaup í Smáralind. Sama morgun hafði ég lesið heilsíðuauglýsingu um að þar væri að finna Cheerios á ótrúlega góðu verði, sem og einhverjar nokkrar aðrar vörur, og tilboðið gilti bara þennan sama dag. Hvergi fann ég Cheerios. Ég grennslaðist fyrir um Cheeriosið hjá starfsmanni Hagkaupa, hvar ég gæti náð mér í 1-2 pakka af Cheerios á góða verðinu. Svarið var á þá leið að Cheeriosið væri búið og ekki kæmi meira af því þann daginn. Það skrítnasta í þessu öllu var að verslunin hafði einungis verið opin í 12 mínútur þann daginn og ein af fáum vörum á tilboði var búin ! ! ! Ég svipaðist um og reyndi að finna þessa viðskiptavini, sem hver um sig væri með bretti fullt af Cheerios, því verslun sem á von á þúsundum viðskiptavina daginn sem hún er með góð tilboð, hlyti að haf birgt sig vel af tilboðsvörunum. Því hlytu þessir 15 viðskiptavinir sjáanlegir sem höfðu fram að þessu komið inn í verslunina að vera með hestburð hið minnsta hver um sig af þessu morgunkorni. Nei , enginn viðskiptavina fyrirtækisins var með svo mikið sem einn pakka af þessu ódýra Cheeriosi. TÓM SVIK !!!!!
Ég kom seinna um daginn, svona rétt til þess að athuga hvort ekki væri komin aukasending , en ekkert var til né hafði verið bætt í hillurnar. Fékk það síðan staðfest að svo væri hjá starfsmanni Hagkaupa.
Athugasemdir
Já þetta er ekki nýtt að auglýsa vörum á rosalega lágu verði og tóm hamingja en svo þegar á hólminn er komið er ekkert til að bjóða nema vörur á venjulega verðinu .
Fjandans svindl bara
Riddarinn , 18.2.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.