HVAÐAN KEMUR GEISLABAUGSFEÐGUNUM FJÁRMAGN SITT ?

Í ljósi þess að Jón Ásgeir ætlar að hefna sín á okkur smælingjunum vegna þess að hann var fundinn sekur fyrir dómstólum þessa lands vegna lögbrota sinna og fara í skaðabótamál við okkur, þá er umhugsunarvert hvaðan auður þeirra geislaBAUGSfeðga á rætur sínar að rekja. Ekki verður til fjármagn í rekstur og kaup tveggja milljarða einkaþotunnar úr engu ......eða hvað ?  Sjáið fróðlegan pistil Gylfa Gylfasonar á blogginu :

Jóhannes í Bónus er glæpamaður

Sem kaupmaður hef ég alltaf séð Jóhannes í Bónus fyrir mér sem glæpamann og lýðskrumara af verstu tegund.  Vinsældir hans eru mér ráðgáta en kaupmannsbrögðin voru einföld en áhrifarík með fulltingi fjölmiðla sem kallinn spilaði á eins og fiðlu.

Eftir að Bónusdrengirnir eignuðust Hagkaup og 10-11 þá keyrðu þeir upp álagninguna beggja megin en létu Bónus halda sama verðmun gagnvart Hagkaup.  Í skjóli þríeykisins léku þeir á máttlaus neytendasamtök sem gerðu ekkert annað en að horfa á verðmuninn á milli Hagkaups og Bónuss en gleymdu heildarmyndinni sem er sú að öllum markaðnum var lyft í álagningu.

Hagkaup hefur alltaf verið ákveðin viðmiðun fyrir aðra kaupmenn í t.d. leikföngum og fatnaði en þar er hið sama uppá teningnum eða of hátt verð á íslandi vegna markaðsstyrks Baugs.  Okurstarfsemin nær líka til smærri kaupmanna sem eðlilega fagna hærri álagningu miðað við Hagkaupsverðin.  Menn verða að gera sér grein fyrir því að smærri aðlilar miða sig alltaf við hina stóru og ef þeir hækka þá fylgir halarófan á eftir.

Þegar ég starfaði við matvæladreifingu fyrir 150 Reykvíska heildsala í gegnum norðlenska umboðsverslun þá sá maður vel hvernig álagningarlandið liggur.  Einn álagningaflokkurinn var kallaður bensínstöðvaálagning en þær lögðu feitast á, rétt eins og apótekin.  Nú er svo komið að 10-11 er með hærri álagningu en nokkuð annað verslunarfyrirtæki með matvöru og hækkunin hjá Hagkaup er augljós öllum sem við verslun starfa.  Nóatún hækkaði sig líka því þeir eru eðlilega bornir saman við Hagkaup.  Þetta er neytendablekkingin í hnotskurn.

Svo hampa þessi fyrirtæki þessum svokölluðu lágvöruverslunum sem eru í raun að keyra nokkuð nærri gömlu Hagkaupsverðunum áður en glæpamennirnir sölsuðu hina fornfrægu neytendastoð undir sig.

Siðferðisleg og samfélagsleg ábyrgð Baugs og Kaupáss er gríðarleg en því miður standa þeir ekki undir henni.  Jóhannes í Bónus er  viðskiptalegur stórglæpamaður sem hefur kostað neytendur meira en hann gaf þeim á meðan Bónus var lágvöruverslun.  Um leið er þetta maður sem hefur notað kjötfarsgróða til að vega að sitjandi ráðherra í ríkisstjórn íslands.  Ég sé Jóhannes fyrir mér sem frekar viðskiptasiðblindan frekjuhund á meðan hluti neytenda dýrkar hann vegna þess að á íslandi eru ekki starfandi alvöru neytendasamtök sem verja fólk gegn markaðsblekkingum.

Oft dettur mér í hug að Neytendasamtökunum sé á einhvern hátt mútað af Baug því þau veita Jóa hin svokölluðu neytendaverlaun fyrir að vera ódýrari á kassa 1 en kassa 2.

Eru íslenskir neytendur bara auðblekktir fávitar upp til hópa sem eiga hreinlega skilið að láta viðskiptasiðblinda auðhringi ræna sig með bros á vör því blaðið sem þeir gefa út prentar hentugan sannleika og kyndir undir sölubatteríunum eftir pöntun.

Ég hafna þessu ástandi en það er merkilegt að Davíð Oddsson sé eini stjórnmálamaðurinn sem hafi haft dug til að segja eitthvað bítandi.  Hinir þora ekki í Baug virðist vera.

Gylfi Gylfason"


mbl.is Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Hefur þú leyfi til að birta þessa grein? Gylfi Gylfason er hættur að blogga í bili eins og þú kannski hefur tekið eftir og mun ekki opna síðu fyrr en í haust. Ég mun láta hann vita af þessari færslu.

Guð veri með þér.

Kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.6.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Það er tæplega maklegt að meina mönnum að láta reyna á réttindi sín fyrir dómstólum. Eru allir sem fara í mál við ríkið að 'hefna sín á okkur smælingjunum' ?

Aðalheiður Ámundadóttir, 28.6.2008 kl. 20:54

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl kæra Rósa : Gylfi birti þessa grein opinberlega og hefur verið vitnað í hana víða á öðrum bloggsíðum.

Aðalheiður : Það mun enginn reyna að meina þeim að láta reyna á réttindi sín. Hér er bara verið að benda á það að mikið vill meira og kannski er óskammfeilni sem ræður þarna ferð ? Þessir menn voru dæmdir sekir um lögbrot og virtist sem héraðsdómur þyrði ekki að taka á 36 af ákærunum sem voru vel rannsakaðar og 2-3 óháðir mismunandi aðilar, sérfróðir á hverju sviði, sammála um sekt í hverjum ákærulið. Vísað var frá dómi vegna orðalags í ákærunum ekki vegna þess að þær ættu ekki við rök að styðjast. Ég myndi nú segja að þeir ættu að prísa sig sæla að þeir sluppu við þessar frávísuðu ákærur, en gleymið ekki því að Hæstiréttur sagði JÁJ  sekan um ólögmæta sjálftöku á fjármunum upp á hundruðir milljóna króna frá meðeigendum sínum í almenningshlutafélaginu, en ekki hægt að sakfella vegna fyrningar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.6.2008 kl. 22:12

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þorvaldur : Ég held þú hafir greipt á kýlinu. Það hefur ekki frést af gjaldþroti kaupmanna síðan þetta ferli hófst ....eða hvað ?

Aðrir kaupmenn hafa glaðir fylgt hækkununum og brosað í kampinn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.6.2008 kl. 23:16

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Gylfi Gylfason er gott dæmi um öfundsjúkan einstakling sem grætur eins og smákrakki yfir velgengni sem hann hefur greinilega ekki náð í lífinu. Hvernig heldur fólk að fólk græði peninga ? með því að sitja og gera ekki neitt ? fólki er ekki skylt að versla í 10/11 og ef það er svona hræðilegt að versla í 10/11 þá hefði maður haldið að það hefði aldrei gengið og farið á hausinn. Predikarinn hvernig heldur þú að verslun í dag væri ef Bónus hefði ekki verið stofnað ? ég er mjög hræddur um að þá væru kaupfélögin ennþá starfandi með sitt svívirðilega háa vöruverð. Fyrir mér er 10/11 og Nóatún ekkert annað en kaupfélög í felubúning.

Sævar Einarsson, 28.6.2008 kl. 23:41

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sævar : Voru ekki öll kaupfélög hætt þegar Bónus kom til sögunnar !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.6.2008 kl. 23:46

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þeir feðgar minna á margt á ungling sem hefur verið tekinn með hass undir höndum. Þó að það hafi verið lítið þá er um brot að ræða. Þeir fara strax að væla og neyta að viðurkenna sekt sína. síðan þegar dómur fellur ekki þeim í skaut fara þeir að væla um það að löginn séu ósanngjörn.

Já ég væri alveg til í það að geta bara sagt ef ég yrði einhverntíman dæmdur að það ætti bara að breyta lögunum til henta mér prívat og persónulega. Síðan getað í krafti valds og auðs hótað að flytja starfsemi fyrirtækja úr landi ef ekki verður farið að mínum vilja.

Hérna vaknar ein grundvallar spurning:

Eiga þeir sem eru ofurríkir að fá allt það sem þeir vilja og vera hafnir yfir lög? Eiga lög að vera gerð til þess að henta þeim?  

Fannar frá Rifi, 29.6.2008 kl. 01:22

8 Smámynd: Sævar Einarsson

Predikarinn nei langt í frá, þó svo KRON hafi verið hætt þá voru ennþá starfandi kaupfélög utan Reykjavíkur og eru það ennþá.

Sævar Einarsson, 29.6.2008 kl. 01:35

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Minni á að sá maður sem Gylfi kallar glæpamann (Jóhannes í Bónus) hefur ekki verið dæmdur heldur sýknaður af öllum kröfum saksóknara. Jón var hins vegar dæmdur. Þessi pistill er að því leiti glannalegur og að mínu mati utan marka laga. Kaupfélögin voru til, fræt var verðstríð milli KEA og bónus sem Bónus tapaði og lokaðði sinni búð á Akureyri og opnaði ekki aftur fyrr en KEA var að hætta kjörbúðarekstri. Kaupfélag Skagfirðinga lifir góðu lífi í dag. Þar fyrir utan er greinilegt að predikarinn hefur ekki lesið dóminn ef marka má komment hans á annari síðu þar sem hann talar um sekt og fyrningu.

Víðir Benediktsson, 29.6.2008 kl. 13:30

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Víðir : Jóhannes var ekki sýknaður af öllu ! Síður en svo. Hann naut þess að héraðsdómur vísaði frá 36 ákærum (sumir vilja segja að það sé vegna þess að þeir þorðu ekki í þessa auðmenn) vegna formgalla - orðalag ákærunnar ekki rétt. Það  er ekki sýkna. Dómstólar tóku aldrei á þeim vel rannsökuðu ákæruatriðum.

Það var fjallað um þessa fyrningu í að ég held öllum fjölmiðlum landsins, sem og vitnað í Hæstarétt þar að lútandi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.6.2008 kl. 14:16

11 identicon

Dálítið vont að þurfa að svara fyrir eigin skrif á þessum vettvangi en geri það samt nú.  Ég heyri aftur og aftur þessa fullyrðingu "já en Bónus er ódýrast" en menn gleyma að Baugur stjórnar öllum verðþrepunum sem gerir þeim kleyft að matreiða það sem lýðurinn vill kaupa á þess að nokkur geri athugasemd því samanburðurinn er útfærsluatriði á millli söludeilda en ekki samkeppni

Já ég skal fúslega viðurkenna að pistillinn var glannalegur en það situr þó eftir að í mínum bókumer hver sá sem standur fyrir blekkingum lítið nema glæpon og þannig skil ég Jóhannes sem enn lætur þjóðina halda að hér sé rekin verslun með sama álagningastig og gamlibónus.

GylfiG (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 23:14

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þakka þér fyrir innlitið Gylfi. Þetta er satt sem þú segir um hver stjórnar öllum verðþrepunum. Vei þeim kaupmönnunum hinum sem fylgja eftir og glotta við tönn þar sem lágvöruverð dagsins er í Hagkaupsverðbili sem var áður en geislaBAUGSfeðgar keyptu Hagkaup og 10-11.

Þeir ættu að taka sig saman í andlitinu og gera alvöru lágvöruverslun að veruleika. Í fljótu bragði virðist það standa einum næst-sem hefur aðstöðuna- Jóni Helga í Kaupási. Honum væri sennilega í lófa lagið að gera Krónuna að alvöru lágvöruverðsverslun ef hann bara vildi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.7.2008 kl. 02:35

13 identicon

Skrýtið hvað hægri menn eru mikið í stríði við einhverja auðmenn í landinu, bara af því Davíð er fúll út í þá. Þetta er svo hlægilegt. Eins og hvernig Sigurður Kári fór í fílu út í Ingibjörgu þegar hún commentaði á endalok Baugsmálsins. Hvað kemur þetta hægri mönnum við, eða réttara sagt Sjálfstæðismönnum. Eru Sjálfstæðismenn í einhverju heilögu stríði við Baugsfeðga? Jú jú, það vita allir hvernig þetta mál fór af stað, en ég veit ekki betur en að Sjálfstæðismenn hafi neitað því að þetta hafi nokkuð með pólitík að gera, og þá hvers vegna er þetta svona mikið mál fyrir hægri menn? Auðvitað er það vegna þess að þetta er pólitísk spilling eins og hún gerist verst. Það vita allir að innmúraðir mafíósar hófu þetta mál, þar á meðal hæstaréttardómari sem er auðvitað skandall út af fyrir sig að hann skuli hafa verið ráðinn í það starf. En það er önnur saga. Svo var framkvæmdarstjóri flokksins og ritstjóri Moggans að sýsla með það að koma þessu inn á borð hjá ríkislögreglustjóra, sem happens to be innmúraður Sjálfstæðismaður líka. Þetta er hreint ógeð og furða að nokkur maður skuli verja þetta. Þetta er óheiðarleiki og ekkert annað. Nú nenni ég ekki að hafa þetta lengra því þessu verður hvort sem er hennt út ef ég miða við aðrar hægri síður sem yfirleitt þola ekki sannleikann.

Valsól (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband