ERU FYRIRTÆKI GEISLABAUGSFEÐGANNA Á LEIÐINNI Á HAUSINN ? ? VÖRUSKORTUR YFIRVOFANDI Í BÓNUS - EÐA ER STEFNAN KANNSKI BARA AÐ YFIRTAKA SKIPTARÁÐANDA EIGI AÐ FARA FRAM Á TÓMUM VERSLUNUM ? ?

Einn viðmælanda Predikarans sagði honum á föstudaginn 3.10.2008, að hann hefði það eftir áreiðanlegum heimildum að skammt væri þess að bíða að viðskiptaveldi geislaBAUGSfeðganna færi á hausinn. Þessi kunningi hafði þetta eftir heimildum sem hann mat mjög traustar, en auðvitað hafa slíkar upplýsingar ekki alltaf mikinn sannleik að geyma eins og þekkt er.

Það sem rennir þó stoðum (maður þorir nú varla að nefna orðið stoðir á nafn nú orðið) undir svona fréttir er einmitt sú yfirlýsing sem kom frá Bónus að vöruskortur væri yfirvofandi. Þetta gefur einmitt hugleiðingum um hugsanlegt þrot þeirra geislaBAUGSfeðga byr undir báða vængi. Það skyldi þó aldrei vera að þeir séu í raun á leiðinni í þrot ? Ef svo fer tekur skiptaráðandi yfir reksturinn. Hafi viðskiptavinir tekið Bónus á orðinu fram að þeim tímapunkti og hamstrað vörur úr verslunum geislaBAUGSfeðga þá tekur skiptaráðandi við nánast tómum verslunum. Ekert eftir fyrir kröfuhafana. Sömuleiðis verður allur afrakstur sölunnar í seðlum og debetfærslum kominn í vasa geislaBAUGSfeðganna og ekkert eftir handa heildsölum þeim sem eiga viðskipti við þá, sjá til dæmis : Baugur og birgjar . Þeir tapa þá einhverra mánaða viðskiptum, enda frægur greiðslufrestur sem geislaBAUGSfeðgarnir skammta sjálfir viðskiptamönnum sínum. Skattgreiðendur verða þá að greiða skuldir þeirra við starfsmenn og annað sem til þarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bullukolla

Hei . . . gefum skít í þetta volæði og dönsum

Bullukolla, 5.10.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl kæra bloggvinkona. Já því ekki það, og ekki er í kot vísað með jafn glæsilega dansdömu sem þig! Ég er til í dans með þér  !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.10.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband