100 AÐGERÐIR RÍKISSTJÓRNAR GEIRS HILMARS HAARDE Á 100 DÖGUM FRÁ HRUNI BANKANNA

Fráfarandi ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins lét hendur standa fram úr ermum í kjölfar þess að bankakerfið hrundi í október síðastliðinn. Á fyrstu hundrað dögunum hefur ríkissstjórnin ráðist í hundrað aðgerðir í þágu fjölskyldna og fyrirtækja í landinu. Þessi mál eru bæði stór og smá en saman sýna þau að mikið hefur áunnist nú þegar og fjölmörg mál verið leyst. Þessar aðgerðir eru listaðar upp hér að neðan.

 

1. Setning neyðarlaganna veitti FME heimild til að taka yfir starfsemi banka


2. Settur var upp upplýsingavefurinn www.island.is með miklu magni af upplýsingum um efnahagsvandann og áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins


3. Símaver var sett upp í utanríkisráðuneytinu - 30 starfsmenn unnu á vöktum við símsvörun frá kl. 8 - 22 alla virka daga fyrstu vikurnar eftir hrunið


4. Fjölmiðlamiðstöð var opnuð fyrir erlenda blaðamenn í Miðbæjarskólanum frá 7. - 15. október


5. Nýtt embætti sérstaks saksóknara var stofnað


6. Sérstök rannsóknarnefnd var skipuð til að rannsaka aðdraganda hruns bankanna


7. Frumvarp dómsmálaráðherra um skuldaaðlögun hefur verið kynnt þingflokkum


8. Samið var við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslu og efnahagsáætlun til tveggja ára


9. Alþjóðlegt matsfyrirtæki, Oliver Wyman, var fengið til að vinna endurmat á eignum og skuldum nýju bankanna


10. Tilmælum var beint til viðskiptabankanna í eigu ríkisins um að frysta afborganir skuldara á myntkörfulánum

11. Óskað var eftir samstarfi við stjórnvöld í Lúxemborg um að veita rannsóknaraðilum nauðsynlegan aðgang að gögnum


12. Dráttarvextir voru lækkaðir með lagabreytingu


13. Víðtæk endurskoðun hefur verið hafin á löggjöf á fjármálamarkaði


14. Reglugerð var sett um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar


15. Vinnumálastofnun var efld vegna aukins álags


16. Atvinnuleysisbætur greiddar á móti hlutastarfi til að sporna gegn atvinnuleysi


17. Réttur sjálfstætt starfandi einstaklinga til atvinnuleysisbóta var rýmkaður


18. Atvinnuleysisbtækur voru hækkaðar um áramót


19. Ýmis vinnumarkaðsúrræði voru efld


20. Réttur fólks til atvinnuleysisbóta samhliða þátttöku í ýmsum verkefnum var tryggður


21. Sjálfboðaliðastörf voru viðurkennd sem virkt vinnumarkaðsúrræði


22. Boðið var upp á atvinnutengda endurhæfingu


23. Tryggður var réttur til atvinnuleysisbóta samhliða námi


24. Skilyrði fyrir búferlastyrkjum voru rýmkuð


25. Starfshópur var skipaður um leiðir til að sporna við atvinnuleysi


26. Ný vísitala tekin upp við reikning á húsnæðislánum


27. Íbúðalánasjóði voru veitt úrræði til að bregðast við vegna greiðsluvanda einstaklinga


28. Tilmælum var beint til fjármálastofnana um úrræði við viðskiptavini í greiðsluerfiðleikum


29. Lánstími greiðsluerfiðleikalána var lengdur


30. Íbúðalánasjóði var veitt heimild til að annast leigumiðlun íbúðarhúsnæðis


31. Íbúðalánasjóði var veitt heimild til að taka yfir íbúðaveðlán fjármálafyrirtækja


32. Starfsemi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna var efld


33. Íslendingum erlendis var veitt fjárhagsaðstoð


34. Bætur, styrkir og frítekjumark hækkuðu um 9,6%


35. Lágmarksframfærslutryggingar lífeyrisþega hækkuðu um 20%


36. Reglum breytt þannig að úttekt á séreignarsparnaði skerði ekki lengur lífeyrisgreiðslur


37. 100.000 króna frítekjumark á atvinnutekjur örorkulífeyrisþega framlengt


38. Stimpilgjöld voru felld niður tímabundið


39. Skuldajöfnun barnabóta var felld niður


40. Skuldajöfnun vaxtabóta á móti lánum Íbúðarlánasjóðs var felld niður


41. Tilmælum beint til innheimtumanna um aukinn sveiganleika í samningum um gjaldfallnar skattakröfur


42. Heimild var veitt til að endurgreiða vörugjöld og virðisaukaskatt af útfluttum ökutækjum


43. Gjalddögum var frestað og álag á aðflutningsgjöldum, staðgreiðslu og virðisaukaskatti var lækkað


44. Persónuafsláttur hækkaði ríflega


45. Lögum um lífeyrissjóði var breytt til að liðka fyrir stofnun endurreisnarsjóðs


46. Breytingar á lífeyrissjóðslögum vegna útgreiðslu séreignarsparnaðar við 60 ára aldur


47. Fyrirtækjum var gert kleift að gera ársreikjninga upp í erlendri mynt


48. Stutt var við sparisjóði með framlagi


49. Innlausn lífeyrissparnaðar var heimiluð við 60 ára aldur


50. Samkeppniseftirlitið kynnti skýrslu undir titlinum „Öflug uppbygging - opnun markaða og efling atvinnustarfsemi"


51. Samkeppniseftirlitið beindi tíu meginreglum um samkeppni til viðskiptabanka í eigu ríkisins


52. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins um krosseignatengsl kynnt


53. Geðsvið Landsspítalans var eflt og veitt var sálfræðiráðgjöf vegna áfalls


54. Bráðaþjónusta við fólk sem lenti í tímabundnum erfiðleikum vegna umrótsins


55. Heilbrigðisstofnanir voru settar í viðbragðsstöðu


56. Sameiginlegum tilmælum var beint til stofnana heilbrigðisráðuneytisins vegna velferðar barna


57. Boðið var upp á fyrirlestra um viðbrögð vegna álags, kvíða, depurðar og svefnerfiðleika


58. Heilbrigðisstofnanir greiddu lyfjafyrirtækjum upp skuldir svo fyrirtækin gætu haldið uppi lyfjadreifingu í landinu


59. Styrkir Sjúkratrygginga Íslands vegna hjálpartækja hækkaðir, m.a. vegna gengis íslensku krónunnar


60. Styrkir Sjúkratrygginga v. næringarefna og sérfæðis voru hækkaðir


61. Sprotafyrirtæki fengu heimild til að ráða starfsmenn af atvinnuleysisskrá án þess að bætur yrðu skertar


62. Framlög í Tækniþróunarsjóð voru aukin


63. Sérstakir styrkir voru skilgreindir hjá Tækniþróunarsjóði til að koma til móts við þarfir í núverandi efnahagsástandi


64. Framlög voru tryggð til Frumtaks-samlagssjóðs sem fjárfestir í lengra komnum sprotafyrirtækjum


65. Komið var á fót frumkvöðlasetrum í samstarfi við Landsbankann og Glitni


66. Fjárfestingasamningur gerður vegna álvers í Helguvík


67. Auknum fjármunum veitt til kynningar á Íslandi sem ferðamannastað


68. Heimild til að veita aukanámslán fyrir tveggja mánaða framfærslu hjá nemum erlendis


69. Hækkun á vaxtastyrk vegna aukins fjármagnskostnaðar á yfirdráttarlán námsmanna


70. Skerðingarhlutfall námslána var lækkað úr 10% í 5%


71. Forsendum í gengisútreikningum námslána var breytt - tryggði um 23% hækkun í þágu námsmanna


72. Aukinn sveigjanleiki var veittur vegna greiðsluerfiðleika námsmanna


73. Tekjutengdar afborganir af námslánum voru lækkaðar


74. Settur var á fót bakhópur til að fara yfir úrræði og námsframboð á framhaldsskólastigi


75. Tryggðar voru sveigjanlegar fjárveitingar til framhaldsskóla á vorönn 2009 til að allir sem þess óskuðu fengju inngöngu í framhaldsskóla


76. Sérstök verkefnisstjórn var skipuð til að leggja drög að stefnumótun ráðuneytisins á sviði háskólamála og vísinda vegna breyttra aðstæðna


77. Stofnaðir voru þrír vinnuhópar sem var falið að leggja fram tillögur um aðgerðir sem leitt gætu til aukinnar hagræðingar í öllum málaflokkum


78. Lögum var breytt til að losa sveitarfélög undan því að greiða verðbætur á byggingarlóðir sem skilað er


79. Lögveð vegna fasteignaskatts var lengt úr tveimur árum í fjögur


80. Heimild var veitt í lögum til hækkunar útsvars sveitarfélaga og auknu fé sett í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga


81. Mannaflsfrekar framkvæmdir voru settar í forgang við úthlutun fjár til nýrra samgönguframkvæmda


82.Nefnd skipuð um átak í þorskeldi með áherslu á seiðaeldi


83. Ákveðið að AVS-rannsóknasjóður geti stutt við rannsókna- og þróunarstarf í kræklingarækt


84. MATÍS ohf. bauð fram aðstöðu fyrir meistaranema í samstarfi við fyrirtæki, sjóði og háskóla


85. AVS-rannsóknasjóður lagði aukna áherslu á styttri verkefni og slíkar umsóknir njóta forgangs við úthlutun á styrkjum


86. Hámarksafli í þorski var aukinn um 30 þúsund tonn, úr 130 þúsund tonnum í 160 þúsund tonn


87. Hvalveiðar í atvinnuskyni hafa verið heimilaðar til ársins 2013


88. Íslensk stjórnvöld hafa staðið fyrir fjölda funda í sendiráðum erlendis til að útskýra stöðu mála á Íslandi


89. Aðstoð var veitt til Íslendinga erlendis, t.d. veittu sendiskrifstofur Íslendingum erlendis lán að uppfylltum ákveðinum skilyrðum


90. Krónunni var fleytt samhliða því að gripið var til aðgerða til að styrkja gengi hennar og koma í veg fyrir fjármagnsflótta


91. Virtur bankasérfræðingur, Mats Josefsson, var skipaður til að stýra endurskipulagningu bankanna


92. Samið var við Evrópusambandið um lausn Icesave-deilunnar og tryggt að tekið verði tillit til íslenskra hagsmuna


93. Mikil hagræðing í ríkisrekstri umfram það sem áætlað var til þess að mæta kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ríkisfjármálum fyrir árið 2009


94. Lán allt að þremur milljörðum dollara tryggð frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, Rússlandi og Póllandi


95. Bankaráðum hinna nýju banka var gert að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki í landinu


96. Ákveðið var að skipa óháða umboðsmenn viðskiptavina í hverjum banka


97. Lög voru sett til að heimila ríkissjóði að styðja við málsókn á hendur breskum yfirvöldum vegna beitingu hryðjuverkalaga


98. Þingmenn og ráðherrar tóku á sig tímabundna launalækkun um 5-15%


99. Verkefnastjóri var ráðinn til að fylgja eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar og tryggja aukið upplýsingaflæði


100. Sett var í gang vinna við málshöfðun gegn breskum stjórnvöldum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

1. Setning neyðarlaganna veitti FME heimild til að taka yfir starfsemi banka
Risastór mistök og dæmi um ráðþrot

2. Settur var upp upplýsingavefurinn www.island.is með miklu magni af upplýsingum um efnahagsvandann og áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Þar er ekkert að finna nema alment blaður um ekki neit og hugsanlega skýringar á hugtökum


3. Símaver var sett upp í utanríkisráðuneytinu - 30 starfsmenn unnu á vöktum við símsvörun frá kl. 8 - 22 alla virka daga fyrstu vikurnar eftir hrunið
Og samt komust engar upplýsingar til skila


4. Fjölmiðlamiðstöð var opnuð fyrir erlenda blaðamenn í Miðbæjarskólanum frá 7. - 15. október
Þar sem enginn gat svarað neinu. ég veit það því ég tók við símtölum á þýsku þar sem starfsmenn gátu ekki svarað.


5. Nýtt embætti sérstaks saksóknara var stofnað
Og var annað hægt. Langt þartil það skila einhverju


6. Sérstök rannsóknarnefnd var skipuð til að rannsaka aðdraganda hruns bankanna
Sjálfsagt mál en hvað á hún að hvítþvo og hvenær skila


7. Frumvarp dómsmálaráðherra um skuldaaðlögun hefur verið kynnt þingflokkum
Það að kynna furmvrp er ekki að fara fram með frumvarp. Það heitir að þykjast


8. Samið var við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslu og efnahagsáætlun til tveggja ára
Sennilega stærstu mistök númer tvö

9. Alþjóðlegt matsfyrirtæki, Oliver Wyman, var fengið til að vinna endurmat á eignum og skuldum nýju bankanna
Og enn hefur ekkert verið uplýst um það


10. Tilmælum var beint til viðskiptabankanna í eigu ríkisins um að frysta afborganir skuldara á myntkörfulánum
En hvað var gert- bankarnir hlusta ekki

11. Óskað var eftir samstarfi við stjórnvöld í Lúxemborg um að veita rannsóknaraðilum nauðsynlegan aðgang að gögnum
Og var það ekki sjálsagt mál að taka þann banka strax


12. Dráttarvextir voru lækkaðir með lagabreytingu

Ránið minkað örlítið


13. Víðtæk endurskoðun hefur verið hafin á löggjöf á fjármálamarkaði
tekur langan langan tíma og breytir litlu núna


14. Reglugerð var sett um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar
kominn tími til en menn eru enn gerðir gjaldþrota


15. Vinnumálastofnun var efld vegna aukins álags
Og hverju breytir það annað en hraða skráningu atvinnulausra


16. Atvinnuleysisbætur greiddar á móti hlutastarfi til að sporna gegn atvinnuleysi
Af hverju að marg tyggja sömu hluti. Þó ágætir séu

17. Réttur sjálfstætt starfandi einstaklinga til atvinnuleysisbóta var rýmkaður
En hjálpar þeim flestum lítið

18. Atvinnuleysisbtækur voru hækkaðar um áramót
Og eru nú hvað. 130.000 Treystir þú þér til að lifa af því


19. Ýmis vinnumarkaðsúrræði voru efld
Þetta heitir gaspur um ekki neitt


20. Réttur fólks til atvinnuleysisbóta samhliða þátttöku í ýmsum verkefnum var tryggður.
Með hverju og hvernig. Hef ekki séð neitt á blaði um það


21. Sjálfboðaliðastörf voru viðurkennd sem virkt vinnumarkaðsúrræði
Fyrirgefðu en sjálfboðaliðsstarf er ekki matvinnungur.


22. Boðið var upp á atvinnutengda endurhæfingu
Atvinnutengd endurhæfing? Getur þú skýrt þetta nánar


23. Tryggður var réttur til atvinnuleysisbóta samhliða námi
Getur hjálpað einhverjum


24. Skilyrði fyrir búferlastyrkjum voru rýmkuð

Það heitir að losa sig við vandann úr landi


25. Starfshópur var skipaður um leiðir til að sporna við atvinnuleysi
Starfshópar eru fínir en þeir verða að koma saman og gera eitthvað.
Þú þri eða fjór tekur starfshópinn hins vegar


26. Ný vísitala tekin upp við reikning á húsnæðislánum
Og hverju breytir hún? Eða felur hún bara vandann


27. Íbúðalánasjóði voru veitt úrræði til að bregðast við vegna greiðsluvanda einstaklinga
Hvaða úrræði?


28. Tilmælum var beint til fjármálastofnana um úrræði við viðskiptavini í greiðsluerfiðleikum
Tilmælin hafa ekki skilað sér og bankar telja sig óbundna af þeim


29. Lánstími greiðsluerfiðleikalána var lengdur
lengjum í snörunni enn einu sinni. Bókhaldsbrella



30. Íbúðalánasjóði var veitt heimild til að annast leigumiðlun íbúðarhúsnæðis
Þegar búið er að taka af mönnum húsnæðið


31. Íbúðalánasjóði var veitt heimild til að taka yfir íbúðaveðlán fjármálafyrirtækja
Skuldbreyting en með hverju á að borga

32. Starfsemi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna var efld
En hvað gerir hún til að veita mönnum vinnu og mat

33. Íslendingum erlendis var veitt fjárhagsaðstoð
Enn og aftur sama bullið og margnotað

34. Bætur, styrkir og frítekjumark hækkuðu um 9,6%
Og er þá hvað 35.000

35. Lágmarksframfærslutryggingar lífeyrisþega hækkuðu um 20%
Og er þá hvað 50.000

36. Reglum breytt þannig að úttekt á séreignarsparnaði skerði ekki lengur lífeyrisgreiðslur
Vá!


37. 100.000 króna frítekjumark á atvinnutekjur örorkulífeyrisþega framlengt
vá!


38. Stimpilgjöld voru felld niður tímabundið
Enn og aftur ekki hægt ða þurka þau alveg út af borðinu. Þau voru líka felld niður með takmörkunum

39. Skuldajöfnun barnabóta var felld niður
Breytir engu

40. Skuldajöfnun vaxtabóta á móti lánum Íbúðarlánasjóðs var felld niður
Breytir engu. Fólk þarf að borga samt

41. Tilmælum beint til innheimtumanna um aukinn sveiganleika í samningum um gjaldfallnar skattakröfur
Og jú jú það lengir í snörunni en hversu lengi?


42. Heimild var veitt til að endurgreiða vörugjöld og virðisaukaskatt af útfluttum ökutækjum
Hmmm best að verja litla bróðir. Þetta gagnast hversu mörgum?


43. Gjalddögum var frestað og álag á aðflutningsgjöldum, staðgreiðslu og virðisaukaskatti var lækkað
Skammgóður vermir að fresta hlutunum. refsingar minkaðar er ágætt en þetta er bara gert til að laga stöðuna í bókhaldinu núna. Þetta kemur þá fram á næstu vakt


44. Persónuafsláttur hækkaði ríflega
HVað er ríflegt finnst þér. 20 millur eða svo sem menn hafa í mánaðarlaun


45. Lögum um lífeyrissjóði var breytt til að liðka fyrir stofnun endurreisnarsjóðs
Sækja á peninga í lífeyrissjóðina því ríkiskassin sem átti að standa svo vel er tómur. Það á eftir að sjá að fólkið vilji það


46. Breytingar á lífeyrissjóðslögum vegna útgreiðslu séreignarsparnaðar við 60 ára aldur
Af hverju vilt þú tvítaka þetta eins og allt annað


47. Fyrirtækjum var gert kleift að gera ársreikjninga upp í erlendri mynt
Og breytir hverju fyrir almenning?


48. Stutt var við sparisjóði með framlagi
Það heitir að henda í hítina


49. Innlausn lífeyrissparnaðar var heimiluð við 60 ára aldur
Kemur hugsanlega einhverjum vel en ekki öllu


50. Samkeppniseftirlitið kynnti skýrslu undir titlinum „Öflug uppbygging - opnun markaða og efling atvinnustarfsemi"
Veifum pappírum og orðum - innihaldslaust blaður


51. Samkeppniseftirlitið beindi tíu meginreglum um samkeppni til viðskiptabanka í eigu ríkisins
Og hefur skilað - engu


52. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins um krosseignatengsl kynnt
Hvar er hun og hverjum kynnt

53. Geðsvið Landsspítalans var eflt og veitt var sálfræðiráðgjöf vegna áfalls
Hefur ekkert gerst þar nema fyrstu dagana

54. Bráðaþjónusta við fólk sem lenti í tímabundnum erfiðleikum vegna umrótsins
Hefur ekki enn komist á koppinn


55. Heilbrigðisstofnanir voru settar í viðbragðsstöðu
Vegna hvers og fyrir hvað. Fjölda veikindi. Aukna tíðni sjálfsmorða. Depurð. Þunglyndi eða móttöku þeirra sem ríkistjórnin hefur látið lögreglu gasa og berja

56. Sameiginlegum tilmælum var beint til stofnana heilbrigðisráðuneytisins vegna velferðar barna
Ehh. tilmæli vegna hvers og fyrir hvað


57. Boðið var upp á fyrirlestra um viðbrögð vegna álags, kvíða, depurðar og svefnerfiðleika
Jahá og sóttu flokksmenn þínir þetta. Það er ekki að heyra


58. Heilbrigðisstofnanir greiddu lyfjafyrirtækjum upp skuldir svo fyrirtækin gætu haldið uppi lyfjadreifingu í landinu
- Fyrir gefðu viltu endurtaka þennan ósóma. Var þetta það nauðsynlegasta


59. Styrkir Sjúkratrygginga Íslands vegna hjálpartækja hækkaðir, m.a. vegna gengis íslensku krónunnar
Hvernig það hjálpar öllu er óljóst en ágætis mál ef þeir hafa haldist í hendur við gengið sem ég efast um.


60. Styrkir Sjúkratrygginga v. næringarefna og sérfæðis voru hækkaðir
Vegna gengisbreytinga svo hægt væri að halda lífi í fólki


61. Sprotafyrirtæki fengu heimild til að ráða starfsmenn af atvinnuleysisskrá án þess að bætur yrðu skertar
Gott mál loksins eitthvað konkret


62. Framlög í Tækniþróunarsjóð voru aukin
Fínt mál en hversu lengi er ný tækni í þróun og hversu margir vinna við slíkt


63. Sérstakir styrkir voru skilgreindir hjá Tækniþróunarsjóði til að koma til móts við þarfir í núverandi efnahagsástandi
 - Eina sem hugsanlega gæti verið gott en enn og aftur ekkert í hendi og allt óljóst- og endurtekning á áður sögðum hlut


64. Framlög voru tryggð til Frumtaks-samlagssjóðs sem fjárfestir í lengra komnum sprotafyrirtækjum
- Getur verið fínt en ekkert gerist á skömmum tíma þar


65. Komið var á fót frumkvöðlasetrum í samstarfi við Landsbankann og Glitni
 - frumkvöðlasetur eru fín en það er ekki stjórnvöld sem aðstoða þá sem mest vantar, heldur fókið sjálft - strikast því út

66. Fjárfestingasamningur gerður vegna álvers í Helguvík
- Enn ein álversvitleysan sem engu kemur til með að skila frekar enn fyrri daginn

67. Auknum fjármunum veitt til kynningar á Íslandi sem ferðamannastað
- gott mál en tekur langan tíma. Flestirí evrópu og Ameríku eru þegar  búnir að bóka sínar ferðir í Nóv.


68. Heimild til að veita aukanámslán fyrir tveggja mánaða framfærslu hjá nemum erlendis
 - þetta heitir að pissa í skóna hjá öðrum.


69. Hækkun á vaxtastyrk vegna aukins fjármagnskostnaðar á yfirdráttarlán námsmanna
 - Fyrirgefðu en bætir þetta kjör. Þeir verða að borga meira seinna

70. Skerðingarhlutfall námslána var lækkað úr 10% í 5%
 - Það var þó eitthvað en af hverju er skerðing. Námslán eru lán ekki ölmusa


71. Forsendum í gengisútreikningum námslána var breytt - tryggði um 23% hækkun í þágu námsmanna
- Það heitir að laga stöðuna að genginu en bætir ekki kjör . Lán eru lán og veltist þetta því yfir á námsmenn.


72. Aukinn sveigjanleiki var veittur vegna greiðsluerfiðleika námsmanna
það heitir að lengja í snörunni

73. Tekjutengdar afborganir af námslánum voru lækkaðar
- Þar kom loks eitthvað smáræði en hversu mikil var lækkunin. Það veit enginn. Var hún 1%


74. Settur var á fót bakhópur til að fara yfir úrræði og námsframboð á framhaldsskólastigi
 - af hverju var það ekki löngu búið og hverju skilar það öðru en reyna að taka fólk af vinnumarkaði. ég spyr enn á hverju á fólkið að lifa. Tilgangurinn fyrst og fremst sá að reyna að fækka tölum yfir atvinnulausa.


75. Tryggðar voru sveigjanlegar fjárveitingar til framhaldsskóla á vorönn 2009 til að allir sem þess óskuðu fengju inngöngu í framhaldsskóla
 - en hvað eiga þeir sem eru á frammhaldsskólastigi að éta. Ekki fá þeir námslán til að lifa á.


76. Sérstök verkefnisstjórn var skipuð til að leggja drög að stefnumótun ráðuneytisins á sviði háskólamála og vísinda vegna breyttra aðstæðna
 - Þ.E hvernig hægt væri að skera niður í skólamálum og einkavæða áttu við.


77. Stofnaðir voru þrír vinnuhópar sem var falið að leggja fram tillögur um aðgerðir sem leitt gætu til aukinnar hagræðingar í öllum málaflokkum
 - vinnuhópar eru fínir en þeir þurfa að koma saman og tilkynna úrbætur. Vinna verkin annars ru þeir bara punt


78. Lögum var breytt til að losa sveitarfélög undan því að greiða verðbætur á byggingarlóðir sem skilað er
 - Það heitir að svíkja samninga og láta fólk blæða


79. Lögveð vegna fasteignaskatts var lengt úr tveimur árum í fjögur
 - Það heitir að lengja í snörunni ekki aðstoða fólk


80. Heimild var veitt í lögum til hækkunar útsvars sveitarfélaga og auknu fé sett í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
 - Heimild til skattahækanna. Látum fólkið borga aðferðin- bíddu eru þið ekki að tuða um að ekki megi hækka skatta.


81. Mannaflsfrekar framkvæmdir voru settar í forgang við úthlutun fjár til nýrra samgönguframkvæmda
 - Auknar samgöngur eru af hinu góða en þær verða að vera af einhverju viti ekki af því bara ég vil það í mínu héraði, annars eru þær óþarfa kostnaður


82.Nefnd skipuð um átak í þorskeldi með áherslu á seiðaeldi
 - átak í Þorskeldi er ágætt en ávinningur á eftir að koma í ljós og gerir ekki fyrr en eftir fjölda ára.

83. Ákveðið að AVS-rannsóknasjóður geti stutt við rannsókna- og þróunarstarf í kræklingarækt
 - Fyrirgefðu en er þetta brandari


84. MATÍS ohf. bauð fram aðstöðu fyrir meistaranema í samstarfi við fyrirtæki, sjóði og háskóla
Matís er ekki ríkisstjórnin og byggir á því að aðstoða sprotafyrirtæki og sjálfbærni manna. Það byggir því á fólkinu í landinu g hefur ekkert með óstjórnina að gera


85. AVS-rannsóknasjóður lagði aukna áherslu á styttri verkefni og slíkar umsóknir njóta forgangs við úthlutun á styrkjum
 - enn er eftir að sjá hvað af þessu hlýst enda ekkert af þessu frést


86. Hámarksafli í þorski var aukinn um 30 þúsund tonn, úr 130 þúsund tonnum í 160 þúsund tonn
 - Þorskafli til nokkurra útvalinna vina hefur lítið að segja þegar útgerðin í heild er á hausnum


87. Hvalveiðar í atvinnuskyni hafa verið heimilaðar til ársins 2013
- Hvalveiðar geta hugsanlega skaðað okkur meira en þeir gefa í arð fyrir þá 200 sem fá tímabundna vinnu við þær. 6000 mann lifir af ferðaþjónustu sem gæti skaðast

88. Íslensk stjórnvöld hafa staðið fyrir fjölda funda í sendiráðum erlendis til að útskýra stöðu mála á Íslandi
 - Sú fundaherferð hefur skilað sér í því að menn hafa enn minni trú á okkur en áður enda þekkja þeir orðið afneytun


89. Aðstoð var veitt til Íslendinga erlendis, t.d. veittu sendiskrifstofur Íslendingum erlendis lán að uppfylltum ákveðinum skilyrðum
 - Nokkrum einstaklingum erlendis (3 að mig minnir) fengu aðstoð.


90. Krónunni var fleytt samhliða því að gripið var til aðgerða til að styrkja gengi hennar og koma í veg fyrir fjármagnsflótta
 - Krónunni hefur ekki verið fleytt enþá. Þetta er röng fullyrðing


91. Virtur bankasérfræðingur, Mats Josefsson, var skipaður til að stýra endurskipulagningu bankanna
 - Sá virti maður hefur ekki getað skilað neinni vinnu og enn eru bankart í kalda koli samkvæmt yfirlýsingu verslunarráðs


92. Samið var við Evrópusambandið um lausn Icesave-deilunnar og tryggt að tekið verði tillit til íslenskra hagsmuna
 -  Sá samningu var samningur um það að semja um lausn. Enn er engin laun komin fram


93. Mikil hagræðing í ríkisrekstri umfram það sem áætlað var til þess að mæta kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ríkisfjármálum fyrir árið 2009
 - Hagræðing þessi kallast niðurskurður og enn er ekki séð fram á annað en að það sé meiri kostnaður á bakvið en af hlýst. Fólst þó fyrst og fremst í því að reka skúringarkonur


94. Lán allt að þremur milljörðum dollara tryggð frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, Rússlandi og Póllandi
 - lánsloforð hafa ekkert að segja því menn vilja ekk lána fyrr en hreinsað hefur verið til. Engin lán hafa því enn fengist


95. Bankaráðum hinna nýju banka var gert að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki í landinu
- enn hafa þær vinnureglur ekki komið fram


96. Ákveðið var að skipa óháða umboðsmenn viðskiptavina í hverjum banka
 - til hvers? Var bönkunum ekki treystandi- hví var ekki frekar hreinsað til?
Hvernig er það atvinnuskapandi nema fyrir þrjá aðila?


97. Lög voru sett til að heimila ríkissjóði að styðja við málsókn á hendur breskum yfirvöldum vegna beitingu hryðjuverkalaga
 - en samt fallið frá málshöfðun


98. Þingmenn og ráðherrar tóku á sig tímabundna launalækkun um 5-15%
 - skammarlegt óraunsæi og átti a' ganga lengra


99. Verkefnastjóri var ráðinn til að fylgja eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar og tryggja aukið upplýsingaflæði
- engar upplýsingar fást eða hafa fengist


100. Sett var í gang vinna við málshöfðun gegn breskum stjórnvöldum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu

 - ekkert gerst

Eftir stendur að af hundrað liðum þá kanski hafa 5 komist til framkvæmdar. Þeir hafa engu breytt um stöðu heimilana né aukið atvinnu í þjóðfélaginu. Hér er því á ferð enn eitt marklaust plagg sjálfgræðgismanna

Kristján Logason, 1.2.2009 kl. 20:07

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Kvitt ..kveðja

Halldór Jóhannsson, 1.2.2009 kl. 20:37

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Til að styrkja Íslensku krónuna og vekja væntingar erlendra fjárfesta í ESB kauphöllinni á Íslandi. Kemur sjóður IMF að gagni, en ef hér þjóðernislega hagsýn stjórn við völd og ábyrgur aðili í Seðlabanka þá minka væntingar erlendra fjárfesta. Svo að endurreisa fjármálageirann aftur eru mistök. Svo tökum upp Dollar, Segjum upp ESS, vingumst við USA og ASÍU. Látum ESB bera ábyrgð á því sem þeirra bellibrögð [ESS.m.a.] buðu uppá.  

Smáatriðin er öll lofsverð.

Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 23:13

4 identicon

....Bull og kjaftæði. stór partur af þessum 100 atriðum er ekkert sem fráfarandi ríkistjórn velti úr veski sínu. Þetta var allt til staðar.

Það er betra að eigna þetta réttum aðilum.. Ef þessi frábæri flokkur manna og kvenna var svona duglegur hví eru þau þá ekki en við völd?

Þau gerðu einfaldlega of lítið of seint....

Möllerinn (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 17:47

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Friðbjörn, hvaðan eru þessi atriði komin ? Það er skjalfest að þessi atriði eru úr ranni fráfarandi ríkisstjórnar. Hafir þú betri upplýsingar, endilega lát heyra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2009 kl. 01:01

6 Smámynd: Tiger

  Ég er bara í kremju - er bara ánægður með að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins er farin frá og ný tekin við. Ég er ánægður núna þegar loks við erum laus við sjálfstæðismenn úr stjórn landsmálanna þannig séð og vona að þeir komist ekki aftur til valda um lannnnnngt skeið. En kannski er það náttúrulega aðallega vegna þess að ég hef aldrei verið hrifinn af þeim flokki og verð aldrei ... ég er samt viss um að það hafi nú eitthvað gott komið frá þeim á áratugavaldastóli - og ég er viss um að ég myndi finna það ef ég leitaði mjög vel.

Tiger, 4.2.2009 kl. 16:03

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst þessi upptalning vera eins og brandari.

Ekki var beitingu hermdarverkalaganna ótmælt og því má segja að ríkisstjórn Geirs Haarde hafi vitað upp á sig skömmina.

Eftir að ljóst var að ekkert kröftugt væri framkvæmt, var höfðinu stungið í sandinn í þeirri von að heimurinn gleymdi öllu mótlætinu og mistökunum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.3.2009 kl. 16:27

8 identicon

Það er rétt að minna á að meðan landið brann sáu allir sem á Alþingi starfa ekkert athugavert við það að skreppa í mánaðarlangt jólafrí eins og ekkert hefði í skorist.

En það merkilegasta er að þegar þingheimur kom aftur saman eftir jól þá var fyrsta umræðuefni Sjálfstæðismanna hvort leyfa ætti sölu á áfengi í matvöruverslunum. Það var þá forgangsröðun í lagi.

Þegar ég kveikti á Alþingi í imbanum fyrir ca. 2 mánuðum þá var Siv Friðleifs að röfla um málefni sem virtist vera persónulegt áhugamál hennar, en það var kortlagning einhverra vegslóða á hálendinu.

Ég leyfi mér að fullyrða að 90 - 95% af þeim sem sitja á Alþingi eru gjörsamlega getulausir og vanhæfir til að sinna þessu starfi. Það mætti eflaust gera slembiúrtak þar sem valin eru af handahófi 30 leikskólabörnum og 30 einstaklingar af vinnustofum þroskaheftra og þau ásamt þessum 3 sem falla í 5% hópinn af hæfum Alþingismönnum gætu skilað mun betri árangri en þessar djöfulsins þvaghænur sem nú á Alþingi gagga.

bjkemur (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 16:54

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

bjkemur  : Nr. 1 þá ættir þú að gæta að orðbragði þínu - svona skrif eru þér ekki til nokkurs sóma.

Ríkisstjórnin fór ekki í neitt frí þó svo að Alþingi hafi tekið sér jólaleyfi. Ríkisstjórnin starfar i umboði Alþingis og svo voru bankastjórarnir á vakt í Seðlabankanum. Þeir stóðu allir vaktina fyrir þingheiminn.

Svo er það ekki frágangssök þó að fyrsta mál að morgni hins fyrsta dags hafi verið það sem var löngu skipulagt og komið á dagskrá. Það fór enda svo að óskað var eftir breytingu  dagskrárinnar og menn tóku að ræða efnahag landsins vitaskuld. 100 % eðlilegt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.4.2009 kl. 21:18

10 identicon

Ríkisstjórnin fer fyrir það fyrsta ekki með löggjafarvald og hún sýndi þar að auki ekki í verki neinar sannfærandi aðgerðir til að bregðast við vandanum.

Þá er að koma bersýnilega í ljós að Geir H. Haarde hinn góði er lítið annað en ómerkilegur siðblindur lygamörður, það hefur m.a. sannast með mútumálinu sem upp er komið, nema FLokkurinn sé einfaldlega að gera hann að blóraböggli, ef svo er þá segir það meira um vinnubrögð flokksins en nokkur orð fá lýst.

Og jú það er frágangssök að það fyrsta sem mönnum detti í hug að ræða á Alþingi sé "business as usual" og einhver ómerkileg mál sem engu skipta þegar landið brennur. Ef þingmenn hefðu haft einhvern pung hefðu þeir gengið frá því fyrir löngu síðan að fresta öllum svona málum og hefja strax umræður um mál sem skipta einhverju fyrir land og þjóð, þá hefðu þeir einnig stytt jólafríið verulega til að flýta fyrir afgreiðslu mála.

Reyndar klúðraði Sjálfstæðisflokkurinn þessu strax frá fyrstu mínútu. Það sem hann átti að gera var einfaldlega að leggja strax til myndun þjóðstjórnar þar sem allir hefðu lagst á eitt að afgreiða mál og vinna að því að koma landinu úr þessum hremmingum.

En nei nei flokksstoltið frekjan og spillingin var of mikil og þú sérð nú hvert það hefur komið þeim...

bjkemur (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 12:03

11 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ágæti Predikari, ég var að forvitnast um, hver þú værir og smellti á orðið Höfumgur á bloggi þínu ? Ekkert gerðist. Er til einhver skýring á þessu ?

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 20.6.2009 kl. 17:19

12 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Afsakið: Höfundur skal það vera. Kv.,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 20.6.2009 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband