Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

"ÞEGAR ÞJÓÐKIRKJAN GREFUR EIGIN GRÖF"

Predikarinn má til með að birta grein Gunnars Inga Gunnarssonar frá visir.is, en hann mun vera prestur Baptisatkirkjunnar á Íslandi.

Þetta er  upphlaupsmönnum um samviskufrelsið undanfarið þörf lesning.

 

http://www.visir.is/thegar-thjodkirkjan-grefur-eigin-grof/article/2015151109854

 

 

„Þegar Þjóðkirkjan grefur eigin gröf

 

12:35 02. NÓVEMBER 2015

Soli Deo Gloria, Gunnar Ingi Gunnarsson. Forstöðumaður @ Loftstofan Baptistakirkja

GUNNAR INGI GUNNARSSON SKRIFAR

Ég tel að umræðan um samviskufrelsi presta innan þjóðkirkjunnar sé frekar súrrealísk og kaldhæðin. Í áranna rás hef ég reynt að vera iðinn við að lesa bækur og hlusta á fyrirlestra um trúmál og vissulega fer ekki hjá því að nafn Martins Lúthers, sem Þjóðkirkjan er kennd við, hafi borið á góma. 

Nokkrir stórir atburðir einkenna líf Lúters og er einn sá stærsti þegar hann stendur frammi fyrir því vali, á þinginu í Worms frammi fyrir valdhöfum Þýskalands og fulltrúa kaþólsku kirkjunnar, að afneita kenningum sínum eða fylgja samvisku sinni . Hann svaraði:

Og þar sem samviska mín er bundin í orði Guðs, get ég hvorki né vil afturkalla nokkuð, því að það er ekki áhættulaust eða heiðarlegt að breyta gegn samvisku sinni. Guð hjálpi mér. Amen.

Með öðrum orðum, lúterska kirkjan er meðal annars til í dag vegna þess að maður þessi stóð með samvisku sinni og gat ekki séð sér fært um að svíkja hana, hann var jafnvel tilbúinn að leggja líf sitt í sölurnar fyrir hana.

Ég upplifi því sem súrrealískt þegar menntaðir guðfræðingar, sem ættu að hafa kynnt sér þessa sögu og starfa í „lúterskri” kirkju segja að samviskufrelsi presta skipti ekki máli.

Nú hefur umræðan um samviskufrelsi presta einungis snúist í kring um samkynhneigð hjónabönd og hvort ætti að neyða alla presta innan þjóðkirkjunnar til að framkvæma þær athafnir, jafnvel þótt slíkt fari á móti trúarsannfæringu þeirra.

Flest rök með því að svipta presta samviskufrelsi snúast í kringum mismunun á fólki og að Þjóðkirkjan, sem opinber stofnun, eigi ekki að mismuna einstaklingum vegna kynhneigðar þeirra.

Ég held að fólkið sem talar einna hæst á móti samviskufrelsi presta átti sig ekki alveg á því hvað hinir eiga við með „samviskufrelsi”.

Samviskufrelsið snýst ekki fyrst og fremst um hvaða fólki þú vilt veita þjónustu, heldur snýst samviskufrelsi um það hvað skilgreinir hjónaband og hvert er æðsta valdið þegar það kemur að skilgreiningu og innrömmun hjónabands. Ekki er um að ræða mismunun gagnvart einstaklingum heldur endurskilgreiningu á hugtaki.

Hjónaband hefur hingað til verið skilgreint og afmarkað af trú byggt á orði Guðs. Fyrir hinn kristna mann er Biblían hið æðsta vald í öllum málum. Hjónaband var til staðar áður en að fólk settist að á Íslandi, áður en við Íslendingar fengum fullveldi og sjálfstæði . Því er hjónabandið ekki skilgreint af ríki eða með lögum, heldur af trú. Í dag er hjónabandið viðurkennt af ríki og með lögum en það var til staðar löngu áður en íslenska ríkið var til og núverandi lög tóku gildi.

Fyrir okkur, hina íhaldsömu kristnu, segir sannfæring og samviska okkar að Biblían sé það vald sem skilgreinir trú og líf okkar, þar með telst skilgreining hjónabandsins. Kristna kirkjan hefur í gegnum aldirnar haldið í þá kenningu að hjónaband sé á milli karls og konu og að hjónabandið sé ekki samningur, heldur sáttmáli frammi fyrir Guði og einnig að tilgangur hjónabands sé að lokum að gefa Guði dýrðina með því að endurspegla ást Krists og sambands hans við kirkju sína.

Barátta presta fyrir samviskufrelsi er ekki háð til að mismuna fólki eða gera lítið úr einum eða neinum.  Fyrir langflesta íhaldssama forstöðumenn snýst samviskufrelsi um frelsi til að ákveða hvert er æðsta vald trúarinnar og þar með æðsta vald yfir skilgreiningu hjónabandsins. 

Kannski væri hægt að líkja þessu við gleraugu. Áður en að hipsterar fóru að fá sér gleraugu sem þjóna engum tilgangi voru gleraugu framleidd með sérstaka einstaklinga í huga, þá sem sjá illa og þurfa þar hjálpar við. Það þýðir ekki að framleiðendur gleraugna stundi að mismuna fólki, varan stendur til boða öllum en samkvæmt skilgreiningunni ættu þeir einir að eignast gleraugu sem þurfa á þeim halda sjónarinnar vegna. 

Þegar prestur innan Þjóðkirkjunnar trúir því að hjónaband sé einvörðungu milli karls og konu  snýst málið ekki um að leyfa fleirum að njóta þess, heldur að endurskilgreina hjónabandið. Góðar vinkonur á stelpukvöldi gæti allt í einu liðið illa yfir þröngsýni sinni og ákveðið að hætta að mismuna fólki og leyfa strákum að taka þátt með þeim. Í þeim aðstæðum væri ekki um að ræða að víkka sjóndeildarhringinn heldur að endurskilgreina hugtakið „stelpukvöld“. Það getur ekki verið „stelpukvöld” lengur og þar stöndum við í dag í umræðunni um samviskufrelsi. Umræðan snýst um skilgreiningu á hugtaki fyrst og fremst, ekki mismunun.

Við erum ekki að ræða um hvort að prestar fái að mismuna einstaklingum byggt á kynhneigð, heldur hvort prestar innan Þjóðkirkjunnar fái að viðurkenna Biblíuna sem æðsta vald yfir skilgreiningu hjónabands, eins og venjan hefur verið í gegnum tíðina í bæði þeirri kirkju og öðrum kristnum trúfélögum.

Það þýðir ekki að samkynhneigðir geti ekki leitað sér að lagalegum samningi eða barist fyrir því að ríkið útvegi samkynhneigðum pörum sömu réttindi og gagnkynhneigð gift pör hafa.  Hjónabandið hefur frá upphafi verið trúarlegt hugtak og mæli ég með því að svo verði áfram.

Nú hefur Þjóðkirkjan ákveðið að svipta presta þessum rétti og þar með grefur hún eigin gröf.

Ég hef lesið greinar þar sem prestar búast við því að áhugaleysi fólks gagnvart Þjóðkirkjunni sé tengt því að kirkjan hafi vanrækt tilfininngar þjóðarinnar en eftir að hafa talað við nokkuð marga um málið er niðurstaða mín sú að fólk sér ekki tilganginn með Þjóðkirkjunni, þar sem sjálfshjálparbók eða sálfræðingur gerir sama gagn, og segja sama hlutinn.

Kirkjan hefur leitast við í aldanna rás að feta í fótspor Páls postula. Boðskapurinn er óumbreytanlegur en boðunaraðferðin er sveigjanleg. Af hverju leggur Þjóðkirkjan svona hart að sér að breyta boðskapnum en heldur dauðahaldi í hundleiðinlegar aðferðir við boðunina?

Ég sé ekki betur en að Þjóðkirkjan sé að grafa sér gröf og það hlýtur að vekja sorg í hjörtum þeirra sem hafa dáðst að æðrulausri baráttu Lúters fyrir samviskufrelsi.“

 

Manni verður að orði eftir lesturinn :  Gloria in excelsis Deo !

AMEN


HVERSU BIBLÍULEG ER FULLYRÐINGIN UM AÐ ÞEIR SOFI SEM ERU DÁNIR ?

Lítum á 3. vers 27. kafla Jobsbókar :Bænahermenn
. . . . meðan lífsönd er í mér og andi Guðs í nösum mínum,


Hér er “andi Guðs” sagður vera hið sama og lífsönd hans, eða andardráttur Guðs.

 

3.-4. vers 146. kafla Sálmanna :


Treystið eigi tignarmennum, mönnum sem enga hjálp geta veitt.  Andi þeirra líður burt, þeir verða aftur að jörðu, á þeim degi verða áform þeirra að engu. 

Í 4. versi 18. kafla Esekiel lesum við :

 

Sjá, mínar eru sálirnar allar, sál föðurins eins og sál sonarins, mínar eru þær. Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja.

Hér segir að syndug sál muni deyja! Erum við ekki öll syndarar? Í Biblíunni eru menn  kallaðir sálir, og þegar maðurinn deyr, þá deyr sálin.

 

Sjá einnig 17. vers 115. Sálms :


Eigi lofa andaðir menn Drottin, né heldur neinn sá, sem hniginn er í dauðaþögn,

Dánir geta ekki lofað Guð! Hvernig skyldi standa á því ? Vegna þess að dánir eru ekki lifandi á nokkurn hátt. Dauðinn er algjör andstæða við lífið. Dauðinn er sem sagt ekkert líf, hvorki í einni mynd eða annarri.

 

Þá getum við litið á 5.-6. vers 6. Sálms :


Snú þú aftur, Drottinn, frelsa sálu mína, hjálpa mér sakir elsku þinnar. Því að enginn minnist þín í dánarheimum, hver skyldi lofa þig hjá Helju?

Í dauðanum minnist enginn Guðs, þar sem dánir eru meðvitundarlausir þar til kemur að upprisunni .

 

5.-6. vers 9. kafla Prédikarans segir :

Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist. Bæði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ber undir sólinni.
Jesú kallar
sjá einnig 10. vers :


Allt, sem hönd þín megnar að gjöra með kröftum þínum, gjör þú það, því að í dánarheimum, þangað sem þú fer, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.

Dánir vita ekki neitt af sér á meðan þeir eru dánir. Hugmyndin um  að sál dauðlegrar manneskju sé ódauðleg, er því augljóslega lítt Biblíuleg, og í andstöðu við fjölmargar yfirlýsingar Drottins.

Í 16. versi fyrra Tímoteusarbréfs lesum við :


Hann einn hefur ódauðleika, hann býr í ljósi, sem enginn fær til komist, hann sem enginn maður leit né litið getur. Honum sé heiður og eilífur máttur. Amen.

Hér er fullyrt algerlega umbúðalaust að það sé enginn ódauðlegur nema Drottinn Guð. Hvernig getur þá nokkur maður fullyrt að sál hans sé ódauðleg? Pétur postuli tekur einnig af allan vafa varðandi Davíð konung, þar sem postulinn minnist á hann í ræðu sinni á hvítasunnudeginum fyrir nærri 2000 árum :


34. vers 2. kafla Postulasögunnar segir :


Ekki steig Davíð upp til himna, en hann segir: Drottinn sagði við minn drottin: Set þig mér til hægri handar,

Hér fullyrðir þjónn Guðs, að Davíð liggi enn í gröfinni. Þegar þarna var komið sögu hafði Davíð legið um 1000 ár í gröfinni, en Jesús Kristur upp stiginn til Föðurins á himninum, enda ódauðlegur. Davíð bíður enn í gröfinni til upprisudagsins, þegar Drottinn mun reisa hann upp ásamt öllum öðrum sem hafa þá meðtekið hjálpræði hans.

 Beðið

11.-14. vers 11. kafla Jóhannesarguðspjalls:


Þetta mælti hann, og sagði síðan við þá: Lasarus, vinur vor, er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann. Þá sögðu lærisveinar hans: Herra, ef hann er sofnaður, batnar honum. En Jesús talaði um dauða hans. Þeir héldu hins vegar, að hann ætti við venjulegan svefn. Þá sagði Jesús þeim berum orðum: Lasarus er dáinn.

Jesús kallaði dauðann svefn, enda er dauðinn svo sannarlega dauðasvefn. Í dauðanum hvílir fólk sem það væri í draumlausum svefni. Hinir dánu eru áhyggjulausir og hvílast, þar til að því kemur að Frelsarinn mikli, Jesús Kristur, sá sem sigraði dauðann, mun kalla allt fólkið sit til lífsins á ný,  alla á sama deginum. Sá dagur er framundan eins og Guð hefur lofað okkur.

Þá spyrja nú vafalaust margir hverir það eru sem þeir hafa talað við á miðilsfundum. Látum Orð Guðs um að svara slíkum spurningum. Það getum við meðal annars lesið um í nítjánda kafla þriðju Mósebókar :

 

Leitið eigi til særingaranda né spásagnaranda, farið eigi til frétta við þá, svo að þér saurgist ekki af þeim. Ég er Drottinn, Guð yðar.

 

Hversvegna er Guð að vara okkur við svo að við saurgumst ekki á miðilsfundum, er eitthvað varhugavert við þá? Hvers vegna skyldum við ekki leita frétta af framliðnum? Jæja, vorum við ekki að sjá það berlega skrifað í Orði Guðs að dánir vita ekki neitt á meðan þeir eru í ástandi dauðans?

Sjáum nú í níunda til fjórtánda versi átjánda kafla fimmtu Mósebókar :


Þegar þú kemur inn í landið, sem Drottinn Guð þinn gefur þér, þá skalt þú ekki taka upp svívirðingar þessara þjóða. Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn, eða sá er fari með galdur eða spár eða fjölkynngi, eða töframaður eða gjörningamaður eða særingamaður eða spásagnamaður eða sá er leiti frétta af framliðnum.

Því að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni andstyggilegur, og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drottinn Guð þinn þá burt undan þér. Þú skalt vera grandvar gagnvart Drottni Guði þínum. Því að þessar þjóðir, er þú rekur nú burt, hlýða á spásagnamenn og galdramenn, en þér hefir Drottinn Guð þinn eigi leyft slíkt.

Sáttmálsörkin
Guð varar okkur við miðilsfundum sem hættulegum, sem er okkur til tjóns. Hvers vegna ættum við þá að saurga okkur með þeim hætti? Það skyldi þó ekki vera að þeir sem heyrast og "birtast að handan" á þessum svokölluðu miðilsfundum séu einhverjir allt aðrir en þeir þykjast vera. Þeir eru sennilega svo hættulegir, að við vildum örugglega ekki hætta okkur nærri þeim ef við hefðum hugmynd um hverjir þeir eru.

Sjáum orð Páls postula um það í 13.-14. versi síðara Korintubréfs :

 

Því að slíkir menn eru falspostular, svikulir verkamenn, er taka á sig mynd postula Krists.  Og ekki er það undur, því að Satan sjálfur tekur á sig ljósengilsmynd.

Satan og englar hans taka á sig mynd hinna látnu og koma svo fram sem þeir væru hinir látnu á ferð. Alger og fullkomin blekking, til þess eins að leiða þá trúuðu á lævísan hátt frá hlýðni við Orð Guðs sem og að hafa af þeim eilífa lífið þar með!

Lítum síðan á yfirlýsingar Drottins um hvað verður eftir dauðan. Þá erum við að ræða tímann löngu eftir að við höfum jarðsett ástvini okkar til hinnar hinstu hvíldar. Hvað mun gerast þegar Jesús Kristur kemur aftur á efsta degi til að sækja fólkið sitt. Það getum við lesið í fimmtánda kafla fyrra Korintubréfs :

 

Sjá, ég segi yður leyndardóm: Vér munum ekki allJesús séður í Hubble sjónaukanum ?ir sofna, en allir munum vér umbreytast í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður. Því lúðurinn mun gjalla og þá munu hinir dauðu upp rísa óforgengilegir, og vér munum umbreytast. Þetta forgengilega á að íklæðast óforgengileikanum og þetta dauðlega að íklæðast ódauðleikanum. En þegar hið forgengilega íklæðist óforgengileikanum og hið dauðlega ódauðleikanum, þá mun rætast orð það, sem ritað er: Dauðinn er uppsvelgdur í sigur.


Við munum fá ódauðleikann að gjöf við endurkomu Jesú Krists til jarðar. Sá atburður er kannski ekki svo ýkja langt undan, ef dæma má af spádómum þeim sem Guð hefur opinberað okkur í Orði sínu. - Lærisveinar Hans gerðu því skóna, að Kristur kæmi aftur fljótlega eftir upprisu Hans fyrir nærri 2000 árum. Það er ástæðan fyrir áhyggjum þeirra af hinum dánu og hvað yrði um þá, þar sem Kristur var enn ekki kominn aftur. Páll postuli svarar þeim þessu í fjórða kafla Þessalónikubréfsins :

 

Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von. Því að ef vér trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru.

Englahersveit

Því að það segjum vér yður, og það er orð Drottins, að vér, sem verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu. Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa.

Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. Uppörvið því hver annan með þessum orðum.Jesús á ný

Ástvinir okkar látnu sofa, en munu vakna til lífsins þegar Drottinn Guð Sonurinn kemur aftur til að sækja okkur. Þetta er í samræmi við Postullegu trúarjátninguna sem við forum með í hverri Guðsþjónustu og segir að Kristur hafi stigið upp til föðurins og komi þaðan aftur til að dæma lifendur og dauða. Síðan segir þar „Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins
 [
þ.e. dauðra] og eilíft líf.“

Það er íhugunar vert, hvers vegna Jesús Kristur hafi ástæðu til þess að koma á nýjan leik til að sækja fólkið sitt sem er dáið, hafi það strax við andlátið farið í Guðsríkið. Víða er pottur brotinn í kristnifræðslunni á okkar tímum. Menn hafa alist upp við alls kyns mannasetningar og trúarkenningar, sem  standast engan veginn skoðun, þegar þær eru bornar saman við Orð Guðs - Biblíuna. Minnumst orða Frelsarans sem eftir Honum eru höfð í fimmta kafla Jóhannesarguðspjalls :

 

Þér rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær, sem vitna um mig, en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið.

Viljum við ekki hafa það sem sannara reynist, sér í lagi  þar sem Guð varar okkur í Orði sínu við hættulegum óvini, sem gerir hvað hann getur til að blekkja okkur og leiða burt frá Orði Guðs? Er okkur ekki eilífa lífið dýrmætara en svo, að láta reka á reiðanum um eilíf örlög okkar?

Drottinn býður okkur að þiggja af sér eilíft líf, þannig að dauðinn þarf ekki að tákna endalok tilveru okkar. En til þess að öðlast hið eilífa líf, verðum við að taka á móti Drottni inn í líf okkar. Eilífa lífið er nefnilega háð því, að við gefumst Honum. Það er hægt að treysta því sem Jesús sagði við Mörtu þegar bróðir hennar var dáinn og hafði verið í gröfinni í fjóra daga eins og lesa má eftir Honum haft í ellefta kafla Jóhannesarguðspjalls :


Jesús segir við hana: Bróðir þinn mun upp rísa. Marta segir: Ég veit, að hann rís upp í upprisunni á efsta degi. Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.
Bouguereau Meyjan ásamt englum
Lítum ennfremur á fimmta kafla Jóhannesarbréfs :

Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki hefur Guðs son á ekki lífið. Þetta hef ég skrifað yður, sem trúið á nafn Guðs sonar, til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft líf.

Minnumst einnig fangavarðarins í hinni grísku Filippíuborg  þegar hann varð þess var að fangarnir hans væru að bera út fagnaðarerindið um hið eilífa líf. Það lesum við í sextánda kafla Postulasögunnar :

 

Herrar mínir, hvað á ég að gjöra til að verða hólpinn? En þeir sögðu: Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.

Á þessari sömu næturstund tók hann þá með sér og laugaði meiðsli þeirra eftir höggin, og var hann þegar skírður og allt hans fólk. Síðan fór hann með þá upp í hús sitt, bar þeim mat, og var hann og allt heimafólk hans fagnandi yfir því að hafa tekið trú á Guð.

Þetta sama er okkur öllum boðið að gera. Það getur vitanlega kostað okkur að sofa svefni hinna réttlátu í jörðu niðri í kistunni, sem og að fylgja Boðorðum Hans fram að dánarstundinni og halda okkur á hinni grýttu leið syndleysis. Sá kostnaður skiptir litilu máli og er lítið gjald okkar fyrir það að Drottinn Guð Sonurinn mun koma aftur innan tíðar og gefa okkur eilíft líf.

María með Jesú

 

Guði sé lof fyrir hinn mikla Frelsara Jesú Krist !


TÍUND OG FÓRNARGJAFIR ! ENN Í FULLU GILDI ??

Menn hafa spurt sig hvort þessi gjaldheimta sem tíundin er, hafi nú ekki aðeins átt við Ísraelsmenn til forna, og eigi ekki við nú á dögum. Þá finnst mönnum sem þetta sé  eins konar skattur, sem fólk hefur ekkert efni á að greiða eins og kröfur um lífsgæði nútímans eru orðnar. Menn vilja gjarnan fá upplýsingar um það hvað Guð vill að trúaðir geri í sambandi við tíundina. Síðan er hin spurningin hvað sé gert við tíundina, þegar henni hefur verið skilað til kirkjunnar.

Í rauninni eru þessar spurningar einn hornsteina trúarinnar. Að skila  til Guðs 10 % teknanna, er í raun mikilvægt atriði í trúariðkun. Vilji menn af einlægni vita hver vilji Guðs er í þessu efni, eru þeir þá líka fúsir til þess að taka Guð á orðinu og reyna Hann í trú? Ef sú er raunin, þá mun mönnum örugglega bíða dásamleg trúarreynsla, vel þess virði, að allir sem á annað borð gefast Guði ættu í rauninni alls ekki að láta sig fara á mis við. Reynsla þessi er fyllilega þess virði að menn láti reyna á loforð Guðs, eins og hann býður okkur að gera í Orði sínu. Hefjum skoðun okkar á 24 kafla og 1. versi Sálmanna :

 

“Davíðssálmur. Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er, heimurinn og þeir sem í honum búa.”

 

Guð á allt, jörðina og allt sem á henni er. Sömuleiðis á hann okkur og það sem tilheyrir okkur. Þannig er það Guð í sjálfu sér sem gefur okkur möguleikann á að afla okkur tekna og eigna, eins og Hann gefur til kynna í 8. kafla, 18. versi í 5. Mósebók :



Minnstu heldur Drottins Guðs þíns, því að Hann er sá, sem veitir þér kraft til að afla auðæfanna, til þess að Hann fái haldið þann sáttmála, er Hann sór feðrum þínum, eins og líka fram hefir komið til þessa.”

Þá minnir Haggaí spámaður okkur á boðskap Drottins  í öðrum kafla og áttunda versi Haggaí :

Mitt er silfrið, mitt er gullið segir Drottinn allsherjar.”



Í þriðja kafla , versum 7-11 í Malakí tekur Guð folk sitt til bæna varðandi tíundina :


Allt í frá dögum feðra yðar hafið þér vikið frá setningum mínum og ekki gætt þeirra. Snúið yður til mín, þá mun ég snúa mér til yðar segir Drottinn allsherjar. En þér spyrjið: Að hverju leyti eigum vér að snúa oss?” 

 

Þarna er vísað til þess að Ísraelsmenn hafi verið að freistast til þess að skjóta undan þessum 10 % tekna sinna í trássi við leiðbeiningar Drottins. Menn voru orðnir vanir því þegar þarna var komið að skjóta undan tíundinni eða bróðurparti hennar. Þeir spurðu :

Að hverju leyti eigum vér að snúa oss?

 

 Drottinn svaraði þeim umbúðalaust í 8. versi:

Á maðurinn að pretta Guð, úr því að þér prettið mig? Þér spyrjið: Í hverju höfum vér prettað þig? Í tíund og fórnargjöfum. Mikil bölvun hvílir yfir yður, af því að þér prettið mig, öll þjóðin.  Færið alla tíundina í forðabúrið til þess að fæðsla sé til í húsi mínu,…”
 

Hvað táknar þetta ? Í hvað skal tíundin renna ? Hverjir eiga að fá þessar fórnir okkar ? 

Tvennt skal þetta notast í.

  1. Til að standa undir boðunarstarfinu, sem er aldeilis ekki ókeypis. Það kallar Guð fæðslu. Það ber að skiljast sem svo að gefa öðrum andlega næringu  þannig að menn fái tækifæri til að meðtaka náð Guðs og öðlast inngöngu í eilífðarríki Hans.
  2. Þeir sem vinna að sáluhjálp annarra, boða fögnuð Guðs og fræða menn í Orði Hans, eiga að geta lifað af þeim fjármunum sem söfnuðinum ber að færa í hús Guðs.
 

Þegar Hebrearnir komu til fyrirheitna landsins, sem heitir Ísrael á okkar dögum, þá skiptu hinar 12 ættkvíslir Ísraels landinu á milli sín. Þó fengu levítar ekkert land. Ástæða þess var að prestarnir og levítarnir sem þjónuðu í musterinu, máttu ekki vera landeigendur. Tími þeirra skyldi ekki fara í jarðyrkju og veraldleg störf og viðskipti. Starf þeirra skyldi algerlega helgað andlegum málefnum. Fólk af öllum öðrum ættkvíslum átti að gefa tíunda hluta tekna sinna til málefnis Guðs. Þannig tryggði Guð stétt þeirri sem þjónaði Honum, prestunum og levítunum, lífsviðurværi.

 

Þessu hlýddu ættkvíslirnar og allir undu glaðir við sitt. Guð blessaði líka ríkulega folk sitt fyrir trúfesti og fórnarlund. Á þennan hátt viðurkenndu menn í verki eignarhlut Guðs. Jafnframt almennri velmegun, þá höfðu starfsmenn Guðs nóg að bíta og brenna. Þessi ráðsályktun Hans varð til þess að efla málefni Guðs á meðal manna.

 

Í tíunda og ellefta versinu lesum við áskorun frá Guði :

 

“og reynið mig einu sinni á þennan hátt segir Drottinn allsherjar, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun. Og ég mun hasta á átvarginn fyrir yður, til þess að hann spilli ekki fyrir yður gróðri jarðarinnar og víntréð á akrinum verði yður ekki ávaxtarlaust segir Drottinn allsherjar.”



 

Lítum ennfremur á níunda kafla fyrra Korintubréfs Páls postula, nánar tiltekið vers 13 og 14 :

Vitið þér ekki, að þeir, sem vinna við helgidóminn, lifa af því, sem kemur úr helgidóminum, og þeir, sem starfa við altarið, taka hlut með altarinu?
Þannig hefur Drottinn einnig fyrirskipað að þeir, sem prédika fagnaðarerindið, skuli lifa af fagnaðarerindinu.”
 

 

og ennfremur í 5. kafla fyrra Tómoteusarbréfi í versi 18 :

Því að ritningin segir: Þú skalt ekki múlbinda uxann, er hann þreskir og verður er verkamaðurinn launa sinna.”



Hafa menn reynt Guð á þennan hátt ?

 

Í þriðja kafla Orðskviðanna  versum 9 og 10 segir :

 

Tigna Drottin með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þinnar, þá munu hlöður þínar verða nægtafullar og vínberjalögurinn flóa út af vínlagarþróm þínum.”


Þá segir í sjötta kafla Matteusarguðspjalls, versi 33 :

 

En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.”



Þá er vel þekkt dæmi þegar Guð Sonurinn Jesú Kristur ávítaði faríseana og  fræðimennina fyrir kulda þeirra og skort á kærleika við náungann, að þá lagði Hann einnig áherslu á nauðsyn þess að sýna trúmennsku í því að skila tíundinni til Guðs málefnis. Þetta lesum við í tuttugasta og þriðja kafla Matteusarguðspjalls í versi tuttugu og þrjú :

 

 Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér gjaldið tíund af myntu, anís og kúmeni, en hirðið ekki um það, sem mikilvægast er í lögmálinu, réttlæti, miskunn og trúfesti. Þetta ber að gjöra og hitt eigi ógjört að láta.” 

 

Gott og vel. Hver skyldu laun okkar og blessun vera ef við látum 10 prósentin eftir í ríki Guðs ? Lesum aðeins um það í 8. kafla  5. Mósebókar í versum 4-6 :

 

Klæði þín hafa ekki slitnað á þér og fætur þínir hafa ekki þrútnað í þessi fjörutíu ár. Ver því sannfærður um það, að eins og maður agar son sinn, svo agar Drottinn Guð þinn þig.  Varðveittu boðorð Drottins Guðs þíns, svo að þú gangir á hans vegum og óttist hann.”

Lesum sömuleiðis í síðara Kórintubréfi, níunda kafla og sjöunda versi :

 

“Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.”

Ég nefndi á síðunni hennar Lindu í gær dæmi eins og Rockefeller, Wrigley´s , Hershey´s og Kellog´s.  Þessi fyrirtæki og eigendur þeirra  skiluðu samviskusamlega 10 % af tekjum sínum og töldu sig kvorki geta né vilja svíkja málefni Guðs um tíundina, enda færu þessir þá á mis við ríkulegar blessanir Guðs. Alþekkt eru auðæfi þessara fyrirtækja og eigenda þeirra. Menn geta rétt ímyndað sér upphæðirnar sem þessir hafa látið af hendi rakna.

 

Við skulum líta sem snöggvast einnig á 11. kafla Orðskviðanna í vers 24 og 25 :

Sumir miðla öðrum mildilega, og eignast æ meira, aðrir halda í meira en rétt er, og verða þó fátækari. Velgjörðasöm sál mettast ríkulega, og sá sem gefur öðrum að drekka, mun og sjálfur drykk hljóta.”


Snúum okkur að spurningum eins og  Guðrún Sæmundardóttir spurði í gær í umræðunni á bloggsíðu Lindu : Það er útí hött að fólk sem er fátækt sé að tíunda.” Og ennfremur : Ég er líka alfarið á móti því að öryrkjar og aðrir bótaþegar séu að gefa peninga sem þeir eiga víst örugglega ekki mikið af.“

 

Við vorum að lesa að Guð ætlast til þess af öllum að skila tíund. Spurningin snýst ekki um hvort menn hafi efni á því, heldur trúmennsku öllu heldur. Erum við tilbúin til þess að gjalda Guði því sem Guðs er ? Eigum við einungis að gjalda Mathiesen það sem Mathiesens er (keisarinn) ? Höfum það hugfast að við eigum í raun ekki þessa fjármuni eins og fram hefur komið. Guð á þá en lofar okkur því ef við skilum Honum 10 % af þeim þá munum við ekki líða skort þrátt fyrir það. Ekki nóg með það, Hann lofar meira að segja enn betri afkomu þeim til handa sem af trúmennsku láta af hendi það sem Hann fer fram á.

 

Þetta er svo sem ekkert sérstaklega lógískt reikningsdæmi að segja að 90 % tekna okkar dugi betur fyrir nauðsynjum okkar en 100 % eiga að gera. Ótal dæmi eru til um fólk sem tekur Hann á orðinu og eignast hlutdeild í loforðum Guðs í 3. kafla Malakí sem við lásum hér að ofan. Menn hafa komist að raun um að Guð er trúr fólki sínu og því sem Hann lofar. Menn hafa komist mun betur af með 90 % en þeir komust áður af með 100 % . Eins og fyrr segir er engin lógík á bak við þessa stærðfræði, en Guð blessar trúfesti sinna manna.

 

Sjáið einnig í þessu efni hvað Guð Sonurinn Jesú Kristur sagði í sjötta kafla Lúkasarguðspjalls, versi 38 :

 

“Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.”

Er ekki kominn tími til þess að menn reyni á fyrirheit Guðs, eins og við höfum lesið ? Menn fái með trúmennsku sinni í tíund og fórnargjöfum sínum upplokið flóðgáttum himinsins, og fengið úthellt yfir sig yfirgnæfilegri blessun eins og Hann lofar hinum trúföstu ?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband