MIKE TRENT SAKSÓKNARI UM ARON PÁLMA Á BLOGGI ÖLDU KÖLDU.

 Aron Pálmi með stuðningshópi

 

Michael E. TrentMichael E. Trent saksóknari

Alda Kalda heldur úti bloggi á haloscan.com. Þar mun hún hafa árið 2005 skrifað um mál Arons Pálma. Nýlega mun þessum Michael E. Trent saksóknara hafa borist vitneskja um skrif hennar um málið og varð honum hvatning til að skrifa henni um málið  sjá hér . Það bréf birti Alda Kalda nýverið.

Predikarinn skrifaði í framhaldi af Morgunblaðsfrétt 26.8.2007 og forvitnaðist um hvort einhver vissi um hvert brot Arons Pálma raunverulega var : Hvert var nákvæmlega brot það sem Aron Pálmi framdi á sínum tíma?

Þar má sjá að menn voru ekki alveg með brot hans á hreinu. Saksóknarinn frá Texas upplýsir málið eins og það leit út fyrir embætti hans eftir rannsókn þess. ´

Predikarinn hefur tekið sér það bessaleyfi að snúa bréfi Mikes á Íslensku. Beðist er velvirðingar á að hugsanlega kann að vera einhver blæbrigðamunur á því sem Mike segir á enskunni og þýðingu predikarans, en vonast er til að þessi lauslega þýðing breyti ekki efnislega því sem Mike skrifar í umræddu bréfi.

Hér kemur bréf Mike Trents :

 

"Upplýsingarnar á þessari bloggsíðu eru einhver einhver argasti útúrsnúningur staðreynda sem ég hef nokkru sinni séð. Það vill svo til að ég er saksóknarinn sem sendi “aumingja” Aron í 10 ára fangelsi. Þau hefðu átt að vera 40.

Aron var dæmdur sekur fyrir að nauðga --bæði í munni og endaþarmi-- 5 ára gömlum dreng. Aron var þá 13 ára sjálfur, ekki 12. Í eitt skiptið hafði hann [Aron] meðferðis sleipiefni og notaði það til þess að bera á getnaðarlim sinn og renna honum inn í endaþarm fórnarlambsins. Hann hótaði að myrða foreldra hins unga drengs og taka af honum öll leikföngin hans ef hann segði nokkru sinni frá þessu. Þessi ungi drengur, nú ungur maður, ber enn fram á þennan dag ör eftir þennan verknað.

Þetta var vitaskuld ekki það eina sem Aron gerði. Hann níddist einnig á 3 öðrum börnum, tveimur yngri en 7 ára og öðrum sem var um 10 eða 11 ára. Hann [Aron] var sérstaklega stór eftir aldri, jafnvel þá (hann vegur nú yfir 136 kg.) og gat auðveldlega hrætt yngri börn.

Á meðan hann [Aron] var vistaður í unglingafangelsinu fyrir þessi brot, voru gerðar tilraunir til þess að endurhæfa hann [Aron] og veita honum sálfræðiaðstoð. Aron viðurkenndi að hafa ofbeldishneigða kynferðislega óra um börn, og að hann kysi helst litla drengi þar sem getnaðarlimir þeirra væru mun minni en hans eigin. Hann [Aron] var ítrekað metinn sem sérstaklega hættulegt kynferðislegt rándýr.

Ef þessir verknaðir hæfa skilgreiningunni “læknisleikur” meðal “siðmenntaðra” þjóða þá óttast ég mjög um öryggi barna ykkar. Þið hafið augljóslega fengið mjög svo villandi upplýsingar frá hópi manna sem hafa gert mál Arons að fjölmiðlafári, með þá ályktun á lofti að sjálfsögðu, að réttarkerfi Texas hljóti að vera allt of dómhart. Er það ekki í ætt við hvernig það er sett fram í kvikmyndahúsum og í sjónvarpi ?

Sannleikurinn er þessi: Aron var ekki í læknisleik, þetta voru ekki bara bernskubrek og hann er ekki fórnarlambið í málinu. Á ónærgætinn og fólskulegan hátt níddist hann [Aron] á fjölda fórnarlamba, beitti þau ofbeldi á nærri alla hugsanlega vegu auk þess að bæla þau andlega. Ég er stoltur af því að hafa sótt hann [Aron]  til saka og eina eftirsjá mín er að hann skyldi ekki verða dæmdur til margfalt lengri fangavistar. Hann átti hana skilda. Þú [Alda Kalda] ættir að setja þennan pistil sem viðbót við bloggfærslu þína. Eða þá eyða öllum færslunum um málið. Þetta er gróf meiðing á fórnarlömbum illrar ófreskju.

Mike Trent

Aðstoðar saksóknari Harris sýslu, Texas."

7. janúar 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll nýi bloggvinur minn. Ég hafði samúð með Aroni að dúsa þarna úti í fangelsi. Hefði viljað að hann hefði frekar fengið að taka út sína refsingu hér.

Bréfið frá aðstoðarsaksóknara fannst mér nú ekki fallegt en ég vona og vona að Aron taki sig á því öll misnotkun er viðbjóðsleg en við vitum alveg hver stýrir þessu fólki sem er fjötrað myrkravöldum og oft ekki sjálfrátt.

Ég vona að hann fái alla þá hjálp sem hann þarf svo að hann geti byrjað uppá nýtt sem breyttur og betri maður. Guð blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.1.2008 kl. 02:17

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þökk fyrir Rósa. Ég er sammála þér með samúð með Aroni Pálma. Við eigum auðvitað að biðja fyrir honum og giftusamri framtíð hans.

Þessi umræða sýnir okkur samt hvað við íslendingar erum gjarnir á að fara hamförum í umræðunni um náungann og er ekki alltaf sannleikurinn hafður við stýrið. ég vil ekki gerast dómari í þessu ógæfumáli, en held að við höfum gott af umræðunni á hreinskiptinn hátt. Við erum gjörn á að hafa samúð með íslenskum afbrotamönnum sem dúsa í fangelsum erlendis, en förum mikinn vegna vægra dóma  hérlendis yfir barnaníðingum og nauðgurum almennt. Þetta virðist ekki einhvern veginn fara saman, eins og sjá má í þessu tiltekna máli.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.1.2008 kl. 02:26

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef nú grun um að okkar rómaði ameríski nýbúaþingmaður Paul Nikolov, sé helsta heimild Saksóknarans hatramma um umræður hér, því sá hefur lengi haft horn í síðu drengsins.  Mér finnst það í raun augljóst, því Nikolov lá undir miklum ámælum hér fyrir hatrömm skrif í Reykjavik Grapevine áður en hann varð þingmaður. Hann hefur síðan varið það offors eftir að hann settist á þing.

Mér þætti fróðlegt að vita hvort Nikolov vill viðurkenna þetta.  Annars er ljóst að saksóknarinn brýtur alla embættiseiða sína með þessari framkomu.  Hann hét því einnig við Aron Pálma að hann skyldi gera líf hans að lifandi helvíti. 

Ef þetta er ekki tilefni til opinberrar rannsóknar, þá veit ég ekki hvað er það.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.1.2008 kl. 03:51

4 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Það vill svo til að ég er saksóknarinn sem sendi “aumingja” Aron í 10 ára fangelsi. Þau hefðu átt að vera 40.

Mér er óglatt.  Það sem ég hef lesið um Mike Trent þennan hefur sannfært mig um að hann er sjúklegur lygari og sadisti.  Ætli hann láti ekki þýða allt sem er skrifað um sig?    

Gunnar Freyr Rúnarsson, 13.1.2008 kl. 04:00

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

"sem sendi “aumingja” Aron" þetta er tilvitnun Mikes í grein Öldu Köldu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.1.2008 kl. 12:28

6 Smámynd: Mofi

Gunnar, er hann þá að ljúga að Aron notaði sleipiefni til að hafa endaþarmsmök við fimm ára strák þegar hann sjálfur var þrettán ára?

Mofi, 13.1.2008 kl. 16:38

7 identicon

Ég er einn af þeim sem hafa fengið viðbjóð á þessum Mike Trent. Það er hræðilegt að maður með þessa sjúklegu refsigleði skuli komast í þetta embætti. Eftir manngerðinni að dæma giska ég á þessi maður sé últra hægrisinnaður, kristinn repúblikani!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 23:37

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Eftirfarandi er haft eftir Michael E. Trent á visir.is : 

 

"Mike Trent, saksóknari í máli Arons Pálma Ágústssonar, misbýður sú aðdáun sem honum hefur fundist Aron hafa hlotið hér á landi. Í bréfi sem hann sendi ritstjórn Vísis í kjölfar frétta okkar af málinu segir hann það vanvirðingu við fórnarlömb Arons að á hann sé litið sem nokkurskonar hetju á Íslandi.

 

Mike spyr síðan hvort íslendingar eigi ekki einhverja alvöru hetju sem þeir geti dáð.

 

Saksóknarinn lét þýða fyrir sig frétt Vísis um málið og í bréfinu fer hann yfir nokkur af þeim ummælum sem Aron lét hafa eftir sér í fréttinni. Kafla úr bréfinu má sjá hér að neðan.

 „Það er mér ljóst að það verður alltaf hópur fólks á Íslandi sem stendur með Aroni Pálma í þessu máli. Hversvegna svo er skil ég hinsvegar ekki. Þessi hópur vill beina athyglinni frá umræðunni um hvað Aron gerði og beina henni að því sem ég hef sagt og gert. Ég hef komið nálægt mörgum, mörgum málum, sumum alvarlegri en máli Arons og sumum minna alvarlegri.

Eina ástæða þess að ég hef lagt svona mikið í að upplýsa um mál Arons Pálma er það mikla púður sem ákveðnir einstaklingar á Íslandi, sumir í ríkisstjórn landsins, lögðu í að fá hann lausan.

Eftir að hafa upplifað það sálræna áfall og þjáningu sem mörg þessara fórnarlamba hafa gengið í gegnum trúði ég því að það þyrfti að refsa Aroni vegna gjörða sinna og vernda þjóðfélagið með því að hafa hann bak við lás og slá.

Ég vissi að ef hann yrði framseldur til Íslands myndi ríkisstjórn ykkar hafa völd til þess að frelsa hann án nokkura útskýringa. Þetta taldi ég vegna þeirrar samúðar sem honum var sýnd og þeirrar staðreyndar að þessir aðilar voru ekki tilbúnir til þess að hlusta á staðreyndir málsins.

Í upphafi var mál Arons Pálma ekki vandamál Íslands þar sem meirihluti fjölskyldu hans og vinir eru í Texas. Hann talar fullkomna ensku og tengsl hans við Harris County eru mun sterkari en tengsl hans við Ísland nokkurntíma. Ég trúði því að hann myndi snúa til Bandaríkjanna við fyrsta tækifæri. Og ég trúi því raunar enn að hann muni koma hingað að lokum.

Ef ég lít út fyrir að vera of ákafur í þessu máli, er það vegna þess að ég reyni að vernda börnin hér í Texas fyrir dæmdum, hættulegum kynferðisglæpamanni. Ég get ekki fundið neitt sem á frekar skilið kappsemi mína en þetta mál sem snertir einnig starf mitt.

Takmark mitt er síður en svo að gera líf hans að "lifandi helvíti" eins og hann hefur sakað mig um. Ég held frekar að vegna barna á Íslandi ætti fólk þar að vita hvern þau voru að bjóða velkomin til landsins.

Ég viðurkenni vel að mér misbýður sú aðdáun sem hann hefur hlotið hjá íslendingum, sem sumir virðast telja hann nokkurskonar hetju. Ég lít á þetta sem vanvirðingu við fórnarlömb Arons Pálma. Eiga íslendingar enga alvöru hetju sem þeir geta dáð?Það sem er mun alvarlegra í þessu máli er hinsvegar sú afbökun á sannleikanum sem hefur verið ríkjandi í íslenskum fjölmiðlum.

Eins lengi og sú skoðun mun vera ríkjandi á Íslandi, þá munu börn ykkar vera í mikilli hættu.""

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.1.2008 kl. 03:38

9 identicon

Thad eru natturulega tvaer hlidar a ollum malum. Ef vid horfum adeins a thad sem Aron gerdi (eftir tvi sem Mike segir), tha er eg fyllilega sammala Mike Trent. Eg geri rad fyrir ad opinber saksoknari se ekki ad ljuga ad rettarfarslegum stadreyndum. Svona glaepir eru ad sjalfsogdu vidurstyggilegir og litla samud eiga their sem tha drygja.

 Hin hlidin a malinu er hins vegar ad hann var barn. Sama hversu alvarlegir thessir glaepir voru ma ekki gleyma tvi ad hann var undir logaldri og getur ekki talist abyrgur gjorda sinna. Ad sjalfsogdu tharf ad taka harkalega a svoan malum en 10 ara fangelsisvist a hendur barni er ekki likleg til ad gera fornarlombunum mikinn greida.

Sidan ma lika velta tvi fyrir ser hvernig Islenska samviskan var gjorsvikin i thessu mali. Thad virdist vera akaflega einfalt ad fa Islendinga i rodum til ad motmala an mikilla sannana, serstaklega thegar Bandarikin eiga i hlut. Vid fengum ad heyra mjog takmarkadan hlut af sogunni og af tvi ad "storu, vondu Bandarikin" foru illa med strak sem einu sinni bjo a Islandi, tha stokkva allir til handa ser og fota. Eg vona ad thetta verdi einhverjum ad kenningu. Kynnum okkur malid adur en vid daemum. Eg vona ad Gud blessi Aron og ad hann haldi sig fra tvilikum sora i framtidinni. Thad er vonandi ad su umhyggja sem hann hefur maett hja studningshopnum verdi til thess ad hann haldi sig a beinu brautinni. Enn fremur vona eg ad andleg sar fornarlamba Arons groi hratt og thau geti att edlilegt lif.

 Svavar Bjarnason: Viltu vinsamlegast haetta thessum fordomum og alhaefingum. Thu virdist vera hluti ad allt of storum hopi a Islandi. Thessi hopur heldur ad allir sem lifa i Bandarikjunum, fara i kirkju og stydja Republikanaflokkinn seu hrein illmenni. Veistu hvad, eg fell undir allt thetta.

Steinn Halldórsson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 05:38

10 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Gunnar, er hann þá að ljúga að Aron notaði sleipiefni til að hafa endaþarmsmök við fimm ára strák þegar hann sjálfur var þrettán ára? (Mofi)

Svar: 

1.  Aron Pálmi var ekki dæmdur fyrir neitt meira en hann var dæmdur fyrir.

2.  Mike hefur logið áður. 

3. Skjölin sem Trent sendi Vísi eru búin til af sálfræðingum

4. 90% af því sem Trent segir um Aron er lygi og rógburður. 

5.  Já, jafnvel Þótt APÁ hefði notað bæði grímur, sleipiefni, hótanir o.s.f, þá eru þessar eftirá árásir algert einsdæmi. 

Finnst Mofi það ekki skrítið að Mike Trent sé að hundelta barnið núna eftir að hafa gert líf hans að hreinu helvíti.  Sennilega þjáist (helvítið) af sjúklegri þráhyggju, sem fellst í því að hundelta fórnarlömb sín, löngu eftir að hann hefur eyðilagt líf þeirra.  Ég spyr, hversu mörg börn dæmdi Mike Trent til fangavistar á sínum ferli?  Hversu marga dæmdi hann svo til dauða í sinni sýslu og hversu margir af þeim gátu ekki borið hönd fyrir höfuð sér?  Það kæmi mér svo ekki mikið á óvart þótt Mike þessi haldi áfram að atast í Íslendingum og komi jafnvel til Íslands í athygliskasti.

Gunnar Freyr Rúnarsson, 14.1.2008 kl. 07:40

11 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Skrýtin umræða og erfitt að átta sig á henni. Bandaríski saksóknarinn er auðvitað ekki með öllum mjalla. En halda menn að bandarískir sálfræðingar búi til niðurstöður til að negla fólk?

Einn maður hér gerir því skóna að íslenskur þingmaður taki þátt í herferð gegn ungum Íslendingi. Ja hérna, og ég sem hélt að Bandaríkjamenn væru heimsmeistarar í samsæriskenningum. Ég vona bara að Aron geti staðið undir öllu þessu kjaftæði. Hann er búinn að taka út sinn dóm og þarf líklega ekki á ábót að halda. Hann hefur þó líklega þegar áttað sig á því að hann er kominn úr "10 ára helvíti" í BNA í mesta kjafta og soraþjóðfélag Evrópu. Ég óska honum góðs gengis og að honum verði vítin til varnaðar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.1.2008 kl. 14:15

12 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

10 ára dómur fyrir 13 ára barn er frekar strangt. Þrátt fyrir að brot hans hafi verið allvarlegt, hefði vistun á unglingaheimili og sálfræðimeðferð veri betri úrlausn fyrir hann.

En ég skil ekki afhverju það er verið að tala svona mikið um þetta. Hann fékk sinn dóm og tók hann út. Hann á allveg jafnmikið skilið og aðrir að fá tækifæri til að byrja upp á nýtt.

Þessi dómari er eflaust ekkert skárri en Aron...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 24.1.2008 kl. 19:34

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigvarður Halldóruson : Hvað áttu við með að "þessi dómari er eflaust ekkert skárri en Aron..."  Er sómarinn barnaníðingur ? Veist þú eitthvað sem við hin vitum ekki ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.1.2008 kl. 23:51

14 Smámynd: Alfreð Símonarson

Saksóknarinn segir :

"Ef ég lít út fyrir að vera of ákafur í þessu máli, er það vegna þess að ég reyni að vernda börnin hér í Texas fyrir dæmdum, hættulegum kynferðisglæpamanni. Ég get ekki fundið neitt sem á frekar skilið kappsemi mína en þetta mál sem snertir einnig starf mitt."

Ef þetta væri satt væri hann að rannsaka Boys town í USA og barna- dóp og hórdóm sem leyniþjónustan CIA er enn með í fullu gangi. Nei, frekar hakkar hann Aron Pálma með ásökunum um hrottalega kynferðisglæpi. Hefur hann Aron Pálmmi verið dæmdur fyrir það sem þessi saksóknari segir? 

Conspiracy of Silence - pt 1 UK TV doc on US child abuse

Conspiracy of Silence - pt 2 UK TV doc on US child abuse

..........

Prosecutor Describes Dwight "Malachi" York's Child Sex Abuse

Alfreð Símonarson, 2.2.2008 kl. 19:55

16 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Alfreð Símonarson : Það liggja fyrir játningar Arons Pálma eftir sálfræðiviðtöl á meðan á betrunarvist hans stóð. Sömuleiðis voru komin fram sönnunargögn við upphaf réttarhaldanna um önnur mál en saksótt var fyrir. Saksóknaraembættið íhugaði að bæta þessum málum inn í þetta réttarhald, en hætti við þar sem það var ekki talið lengja neitt refsidóminn.

Þessi Michael E. Trent er einn af duglegu saksóknurunum í kynferðisbrotamálum í Texas. Hann hefur flutt ótal slík mál og hlotið lof almennings, fjölmiðla sem og fórnarlambanna fyrir.

Michael E. Trent virðist vera sá saksóknari sem almenningur og fjölmiðlar á Íslandi óska sér að eiga í kynferðisbrotamálum, ef miðað er við umfjöllun þegar slík brot eru framin hér á landi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.2.2008 kl. 23:15

17 Smámynd: Taxi Driver

Sævar Cicielski játaði líka að hafa drepið Geirfinn (þó svo allt hafi bent til að hann hafi verið á Kjarvalsstöðum þegar Geirfinnur hvarf) með nokkrum mismunandi aðferðum. Líka Erla Bolladóttir og fleiri af þeim hóp. Játning er skítsvirði ef ekkert annað bakkar hana upp. Þú fyrirgefur (fyrirgefningin er jú helsta dyggð ykkar biblíuslefaranna ekki satt??) þó svo ég leggi ekki trúnað á orð kristins hægri öfga saksóknara frá Texas. En þú virðist éta hrátt það sem hann segir. Reyndar dæmigert.

Helsta ósk almennings og fjölmiðla? Annaðhvort ertu algert fífl eða að grínast, kannski þroskahefur, hver veit. Ég ætla sosum ekki að gera lítið úr túarbrögðum, því eins og Karl Marx sagði þá eru trúarbrögð ópíum fólksins en nú er komið nýtt ópíum á markaðinn. Það heitir sannleikurinn.

Taxi Driver, 16.2.2008 kl. 01:55

18 Smámynd: Taxi Driver

Það eina sem þú gerir er að feitletra einhverjar tilvitanair úr Vísi (af öllum fjölmiðlum) eftir bréfi þessa saksóknara. Sömu tilvitnanir virðist þú gleypa hráar. Má ég minna þig á að þessar tilvitnanir eru hafðar eftir manni sem er fulltrúi dómskerfis sem tók Rosenberg hjónin af lífi, studdi McCarthy, hefur tekið ótalinn fjölda saklausra af lífi síðustu áratugi svo ekki sé minnst á að hann er saksóknari í því ríki sem framkvæmir flestar aftökur í USA. Krappið hans um hetjur er jú dæmigert amerískt kjaftæði, því engir þurfa hetjur eins og kanarnir sem ekkert hafa sér til frægðar unnið í 300 ár. En kommon, hvernig rökræðir maður við hægri últra kristinn íslenskan repúblíkana??

Taxi Driver, 16.2.2008 kl. 02:12

19 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Taxi Driver : Þetta er ekkert tekið úr Vísi. Þarna er um að ræða pistil sem saksóknarinn skrifaði á bloggi Öldu köldu, sem þú vissir ef þú hefðir kannski lesið þetta (ertu nokkuð lesblindur ?) .

Þá eru játningar Sævars annars eðlis, fengnar, að því er virðist, með vafasömum yfirheyrsluaðferðum lögreglunnar á þeim tíma auk þess sem fórnarlambið hefur ekki verið til frásagnar. Það er aftur raunin með fórnarlömb Arons Pálma. Þau hafa verið yfirheyrð ásamt og með foreldrum þeirra. Sömuleiðis voru játningar Arons Pálma sem hér hafa verið ræddar ekki fengnar með yfirheyrslum lögreglu nema að litlu leyti. Flestar þeirra eru í sálfræðiviðtölum sem fóru fram í betrunarvistinni. Sömuleiðis hafa þær verið staðfestar af viðtölum við fórnarlömbin.

Predikarinn þarf ekkert á fréttaflutningi Vísis að halda þar sem hann hefur undir höndum afrit sjálfra málsskjalanna og sálfræðimat tveggja sálfræðinga/geðlækna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.2.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband