HVAÐ ER MAÐURINN AÐ FARA ? ÞARF AÐ RÆÐA ÞETTA EITTHVAÐ FREKAR ? ÞARF AÐ SENDA MANNINN Í GREINDARPRÓF ?

Ef heimildir Morgunblaðsins um hvers eðlis gögn þau eru sem Guðmundur Þóroddsson hafði á brott með sér frá Orkuveitunni eiga við rök að styðjast, þá er með ólíkindum að maðurinn geti ályktað að þar sé um einkagögn hans að ræða. Er kannski Davíð Oddsson með sambærileg gögn heima hjá sér eftir hátt í tveggja áratuga setu í stól forsætisráðherra ? Það yrði víst upplit á einhverjum - t.d. Geir Haarde eða Þjóðskjalasafninu, ef sú væri raunin.

Er kannski verið að reyna að skrifa söguna upp á nýtt heima hjá Guðmundi ? Er verið að hylma yfir eitthvað ? Þetta minnir á þegar Sovétið falsaði myndir teknar af ráðamönnum á Kremlarmúrnum eftir að einn þeirra sem var á myndinni var ekki í náðinni lengur, þá var hann einfaldlega máður af myndinni eins og hann hafi aldrei staðið þar. Það skyldi þó aldrei vera að gögn þau sem Guðmundur lúrir á eins og ormur á gulli  þurfi ritskoðunar við til að fegra gjörðir hans og/eða annarra ?

Spyr sá sem ekki veit - en grunar margt !

Hvers vegna er ekki hægt að sækja þessi gögn þegar í stað ? Er Guðmundur enn að tína úr gögnunum það sem hann telur ekki hollt að þar verði að finna ?

Fræg er ráðgátan um horfnu skjölin úr möppu merktri Svavari Gestssyni í hillum STASI leyniþjónustunnar illræmdu í austur-Þýskalandi. En sem kunnugt er hvarf Svavar sjálfur í um þriggja daga skeið úr hópferð íslendinga ekki langt undan um sama leiti og skjölin hurfu !


mbl.is Hyggst skila gögnunum eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er klárt lögbrot sem ber að kæra hið fyrsta!

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Fyrir mér er þetta þjófnaður og fyrirtækið hlýtur að geta kært og fengið lögregluna til að ná í gögnin sem er eign fyrirtækisins.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.7.2008 kl. 00:12

3 Smámynd: Agný

Mér finnst furðulegt að rannsóknarlögreglan geri ekkert þegar að þessi maður felur /fjarlægir skjöl miðað við þegar að Bonus feðgar eiga í hlut...

Miðað við hamaganginn í Baugsmálinu þá finnst mér að þetta mál eigi ekki síður að rannsaka því að Orkuveitan er stofnun sem teigir anga sína víða og ekki kostar rafmagnið eða hitaveitan neitt lítið.. Þetta er málefni sem mér finnst skifta landsmenn meira máli en mál Baugsfeðga sem að vísu rannsakendum þess máls finnst allt í lagi að skattborgarar borgi brúsann af þeirri rannsókn..

Ég vil sjá sömu vinnu"brögð" af hálfu sömu aðila sem rannsökuðu mál Baugs í þessu máli... Ég vil að þessi skjala "geymsla" heima hjá Guðmundi Þóroddsyni verði rannsökuð og skjöl skoðuð..Ef að svo verður ekki þá er sko greinilegt að ekki er sama hver á hlut, hvort sem um fyrirtæki er að ræða eða fólk í þessu svokallaða lýðræðisríki Íslandi..þegar um spillingu er að ræða...

Agný, 11.8.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband