SIGRÍÐUR INGIBJÖRG - UPPLÝSINGAR ÓSKAST UM HVER ÞESSI MISTÖK VORU SEM ÞÚ TALAR UM.

Sigríður Ingibjörg IngadóttirSömuleiðis væri rétt að þú, hagfræðingurinn sjálfur, tíundaðir hvað hefði verið rétt að gera í stað þess sem gert var. Þú ert ekki trúverðug fyrr en þessi svör verða komin fram. Þá geta menn séð á hvaða akademíska grunni fullyrðingar þínar eru byggðar á.  Vinsamlega sendu þessar upplýsingar á ritstjórnir fjölmiðla svo almenningur geti áttað sig á þessu . Varðandi ábyrgðina .......... hvað munt þú aðhafast frekar við að axla ábyrgð ? Hefði kannski ekki verið rétt að manneskja, sem að eigin sögn veit hvað rétt er að gera og segja, léti Seðlabankann njóta hæfileika sinna og hagfræðisnilldar sem tekur öðrum hagfræðingum greinilega fram ? Þannig gætir þú stýrt Seðlabankanum með öðrum stjórnarmönnum þinum og axlað á þann hátt ábyrgð þína. Skipstjórar eru nú ekki vanir að fara fyrstir frá borði sökkvandi skips.
mbl.is Segir sig úr bankaráði Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skipstjórinn er nú ekki farinn ennþá, hann situr sem fastast í brúnni, þó hann sé löngu búinn að sigla þessu fleyi í strand. Þessi vélstjóri er farinn og hvetur hið veruleikafyrta stórmenni að yfirgefa skútuna. Game over.

Jón (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Til hvers taldi þá Sigríður að hún væri á launum sem stjórnarmaður í Seðlabanka Íslands ef ekki til að halda utan um stefnu hans og stjórnun í umboði þjóðarinnar ? Stjórnin er primus motor í svona apparati að sjálfsögðu og á að leiðrétta kúrsinn ef stjórarnir fara út af sporinu svo dæmi sé nefnt. Það virðist nú vera, miðað við hennar eigin sögn, að hún hafi brugðist hlutverki sínu sem stjórnarmaður. Ætli þess sé von að hún skili launum þeim sem hún þáði fyrir stjórnarsetuna sem hún þáði án þess að vinna fyrir þeim  ? Hún hefði frekar átt að bretta upp ermarnar og taka til hendinni, enda segist hún hafa hagfræðina og aðferðirnar sem hefði átt að beita í stað þeirra sem stjórnendurnir komust upp með á meðan hún svaf á fullum launum á verðinum að eigin sögn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.10.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband